Leita í fréttum mbl.is

Lýðræði á Íslandi?

Hef verið að velta fyrir mér svona að undanförnu framkvæmd lýðræðisins bæði hér á landi og víðar. Við hreykjum jú okkur oft að því að við séum í hópi lýðræðisríkja um leið og við lítum með hryllingi til þjóða þar sem ríkja einræðisöfl af einni eða annarri sortinni.

En hverskonar lýðræði höfum við komið okkur upp? Og nær það að endurspegla vilja þjóðarinnar á hverjum tíma?

Mér er til dæmis spurn: Var það vilji þeirra sem kusu Sjálfsstæðisflokkinn á sínum tíma að hugmyndir Framsóknar kæmust til framkvæmda og öfugt? Og hvaða munur er á meirihlutastjórn hér og einræðisstjórn ef stjórnin fer gegn vilja meirihluta þjóðarinnar í ákveðnum málum? T.d. með yfirlýstri þátttöku okkar í Íraksstríðinu. Hversvegna kjósum við flokka inn á þing, en ef þingmaður ákveður að yfirgefa flokkinn þá er litið svo á að við sem kusum flokkinn höfum valið hann sem þingmann okkar?

Af hverju er ekki auðveldað að hafa áhrif á röðun manna á lista ?  Þetta er svo flókið að enginn í alvöru reiknar með því að geta haft áhrif á þessa röðun sem er jafnvel ákveðin af nokkrum mönnum

Jú ég veit að við fáum að kjósa þingmenn á 4 ára fresti og getum þar með veitt þessu fólki sem er í framboði aðhald. En það er ósköp lítið.

Er ekki nú á þessum nýju tímum kominn tími til að þróa lýðræðið frekar. Gera okkur borgarana virkari í okkar málum. Hugmyndir sem mér finnst að mætti skoða væri t.d.

  •  Að taka upp þjóðaratkvæðagreiðslur t.d. 1 x á ári um stærri mál er snerta stærri mál. T.d. varðandi meiriháttar stefnumótun eins og Umhverfisstefnu, auðlindastefnu, stefnu okkar í utanríkismálum og svo framvegis. Þar væri hægt að stilla upp ákveðnum möguleikum sem fólk fengi að kjósa um. Þetta gæti miðast við að ef ekki væri 2/3 þingmanna sammála um þessi stóru mál þá bæri að bera þetta undir þjóðinna.
  •  Eins væri hægt að nota fyrir sveitastjórnastigið.

Ég veit að í Sviss eru öll meiriháttarmál lögð fyrir borgarana í þjóðaratkvæðagreiðslu og hefur verið um langan tíma.

Nú á tímum auðveldari samgagna, aukinnar tækni á ekki að vera erfitt að gera okkur virkari í ákvarðanatöku um málefni sem snerta okkur.

Annað sem ég er mikið að velta fyrir mér er ábyrgð þeirra sem við kjósum sem fulltrúa okkar. Og þá sérstaklega þeir sem komast í stöðu eins og ráðherra. Í öðrum löndum axla þeir ábyrgð ef þeir eru ekki að standa sig eða gera alvarleg mistök og segja af sér. Því þá eru þeir að viðurkenna að þeir sem kjörnir fulltrúar hafa ekki valdið stöðu sinni eða valdið okkur skaða. Hér á landi er þetta nær óþekkt. Ætti ekki að setja í lög  eða stjórnarskrá að ráðherrar skuli axla ábyrgð og víkja sæti.

Þetta eru vangaveltur mínar á þessu kvöldi og ekki orð um það meir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband