Leita í fréttum mbl.is

Ómar fær ekki að tala

Var að lesta þetta hjá Agli Helgasyni og kom mér mjög á óvart. Hafði einhvernvegin tengt Ómar og Framtíðarlandið saman en svo virðist ekki vera:

Vísir, 07. feb. 2007 22:37

Ómar fær ekki að tala

Ómar Ragnarsson mun ekki hafa fengið að ávarpa fund Framtíðarlandsins í kvöld. Hann taldist víst ekki fullgildur meðlimur. Samt hafði honum verið boðið fyrsta sætið á lista þess - ef af framboði yrði. Þrátt fyrir þetta lét Ómar rödd sína heyrast í fréttum þar sem hann sagðist vera á móti framboði Framtíðarlandsins.

Lógíkin hjá karlinum er sú að Framtíðarlandið myndi með framboði sínu fremur höfða til vinstri en hægri - semsagt taka fylgi frá stjórnarandstöðuflokkunum. Nú virðist vera að bæði Samfylkingin og Vinstri grænir fari inn í kosningarnar með andstöðu við frekari stóriðjuframkvæmdir á stefnuskránni. Fulltrúar Samfylkingar og VG innan Framtíðarlandsins hafa barist með kjafti og klóm gegn því að af framboði verði.

Ómar telur hins vegar að vanti framboð sem er hægra megin í pólitíkinni - til að gefa stóriðjuandstæðingum úr röðum kjósenda Sjálfstæðisflokksins einhvern valkost. Enn bendir ekkert til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hyggist slá nokkuð af í uppbyggingu stóriðju


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband