Leita í fréttum mbl.is

Fornfáleg viðhorf í hernum!

Er menn virkileg ennþá á því að þetta sé smitandi. Alveg fáránlegt.

Frétt af mbl.is

  Bandarískur þingmaður: Herinn óttast lesbíur meira en hryðjuverkamenn
Erlent | mbl.is | 8.2.2007 | 8:05
 Gary Ackerman ræðir við Karnit Goldwasser, eiginkonu... Bandarískur þingmaður henti á fundi utanríkismálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gaman að tregðu Bandaríkjahers við að leyfa samkynhneigðu fólki að þjóna í hernum. Sagði þingmaðurinn, Gary Ackerman, að herinn virðist vera hræddari við samkynhneigt fólk en hryðjuverkamenn og ef þeir síðarnefndu kæmust að þessu myndu þeir koma á fót herdeild af lesbíum til að reka Bandaríkjaher út úr Bagdad.

„Af einhverjum ástæðum virðist herinn vera hræddari við samkynhneigt fólk en við hryðjuverkamenn. Hann skekur vopnin gegn hryðjuverkamönnum en ef hryðjuverkamenn kæmust á snoðir um þetta myndu þeir fá herflokk lesbía til að reka okkur út úr Bagdad," sagði Ackerman.

Þingmaðurinn studdi innrásina í Írak árið 2002 en er nú alfarið andvígur hernaðaraðgerðunum í Írak. Hann hélt áfram og með tilvísun til andstöðu Bush, Bandaríkjaforseta, við hjónabönd samkynhneigðra stakk hann upp á að utanríkisráðuneytið myndi ráða tugi burtrekinna fyrrum hertúlka.

„Getum við gift þessi tvö - kannski er það ekki rétta orðið - gætum við komið á einhverju sambandi á milli þessara tveggja mála?" spurði Ackerman og uppskar hlátur á áhorfendabekkjunum.

Bandaríski herinn verður af fullt af hæfileika fólki með þessari afstöðu sinni.


mbl.is Bandarískur þingmaður: Herinn óttast lesbíur meira en hryðjuverkamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband