Leita í fréttum mbl.is

Hér fyrir 6 dögum sögðu fasteigansalar að það væri rífandi gangur í fasteignasölu

Þetta sýnir mér hversu áreiðanlegar fréttir eru stundum frá þessum og hinum greiningardeildum. Fyrir 6 dögum kom frétt sem ég bloggaði um frá nýrri greiningardeild sem kölluð er Greiningardeild félags fasteignasala og í fréttinni stóð:

Fréttablaðið, 02. feb. 2007 01:00

Spá hækkandi fasteignaverði

Greiningardeild Félags fasteignasala telur að líflegt ár sé fram undan á fasteignamarkaðnum.
Fasteignasalar segja góðar horfur í atvinnumálum og góðan kaupmátt vísbendingu um að fasteignaverð hækki.

Að því er segir í athugunum greiningardeildar Félags fasteignasala leiðir aukin velmegun yfirleitt til þess að fleiri fermetrar húsnæðis verði á hvern einstakling. Einnig sé lánaframboð nú meira en árið 2006. „Viðskiptabankarnir eru almennt farnir að lána aftur til fasteignakaupa eftir að hafa nánast dregið sig út af markaðnum í fyrra," segir greiningardeildin.

Þá er sagt að hjöðnun verðbólgu ásamt fyrirhugaðri lækkun á virðis­aukaskatti á matvæli muni leiða til hagstæðari umhverfis fyrir kaupendur fasteigna. Mikil eftirspurn hafi verið í janúar og sala aukist.

Fasteignasalar segja mikla fólksfjölgun leiða til aukinnar eftirspurnar. Enn hafi ekki skilað sér að fullu hækkun á verðmæti lóða og tiltekinna staðsetninga. „Sú hækkun virðist í sumum tilfellum ekki vera komin að fullu inn varðandi notaðar eignir," segir greiningardeildin.

Eina forsenduna fyrir aukinni eftirspurn segja fasteignasalar vera ört vaxandi áhuga útlendinga á að kaupa húsnæði á Íslandi. „Ekkert lát virðist á þeirri þróun," segir greiningardeildin sem kemst að þeirri niðurstöðu að verð fasteigna muni á þessu ári hækka „nokkuð umfram verðbólgu."

En nú kemur í ljós mikill samdráttur. Svo að ég held að maður eigi að trúa rétt mátulega greiningardeildum hagsmunaaðila eins og bankanna, fjármálaráðuneytis og svon þessi nýja hjá Félagi Fasteignasala.


mbl.is Mikill samdráttur í íbúðalánum bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband