Leita í fréttum mbl.is

Við þurfum nýjan gjaldmiðil

Eins og Þorgerður Katrín sagði þá hefur orðið hér hálfgert hrun á 5 til 10 ára fresti vegna þess að við ráðum ekki við krónuna og verðbólgu sem henni fylgir. Og Guðbjartur lýsir þessu ágætlega:

 Árið 1979 og 1980 keypti ég tvær íbúðir í sama húsinu á Akranesi. Ég var að kaupa gamalt hús sem ég gerði upp. Þá var verðbólgan allt upp undir hundrað prósent og þessar eignir voru verðtryggðar. Verðbólgan át upp mestan höfðustólinn. Þá horfði maður aldrei á höfuðstólinn heldur bara á greiðslugetuna. Ég lifði það ágætlega af en þannig var það á þeim tíma,“ segir Guðbjartur.

Hann segist ekki hafa tapað húsinu og alltaf staðið í skilum með öll sín lán. Sagan hafi svo endurtekið sig með verðbólguskoti í kjölfar Norðurlandakreppunnar í kringum 1990 og í þriðja sinn árið 2008 með bankahruninu. Þá hafði Guðbjartur keypt raðhús þremur árum áður.

Stjánrandstaðan vill viðhalda þessu ástandi með því að berjast á móti því að við fáum að sjá niðurstöður úr samningum við ESB. Og Íslendingar hafa látið plata sig í að trúa því að hér getum við bara kúrt ein í ballarhafi og notað krónu aftur. En þá verður fólk að sætta sig við að verðbólgan gleypi eignir þeirra og hér séu háir vextir. Því engum hefur tekist að hemja krónuna til lengdar og hún rýrnar stöðugt. Nú um 2200% miðað við dönsku krónuna á 90 árum.


mbl.is Verðbólga át upp höfuðstólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nafni, mann fer að gruna að þið Guðbjartur og Þorgerður séu fábjánar.  Það er ekki krónan sem veldur þessu heldur helferðarhyskið sem heldur hlýfiskyldi yfir verðtryggðu glæpahyskinu.

Magnús Sigurðsson, 14.9.2011 kl. 19:50

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sammála því að við þurfum nýjan gjaldmiðil.

Evran er 16 ára gamall gjaldmiðill.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.9.2011 kl. 20:08

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Magnús nú í 80 ár hefur krónan rýrna stöðugt. Minni þig á að 1979 voru 2 núll tekin af krónunni og hún var þá nokkuð svipuð og dönsk króna. Í dag þurfum við 22 krónur fyrir eina danksakrónu. Samt haf hér allir flokkar reynt að koma stöðuleika á krónuna og þetta er árangurinn.

Guðmundur við höfum ekkert annað val. Ef við tökum upp aðra mynt en evruna erum við að afhenda annarri þjóð efnahagselegt fullveldi okkar án þess að hafa nokkuð um það að segja sjálf.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.9.2011 kl. 20:14

4 Smámynd: Landfari

Magnús, það er algert "must" að laga efnahagsstjórnina áður en nýr gjaldmiðill er tekinn upp ef það verður.

Léleg efnahagsstjórn er orsök lélegrar krónu (en ekki afleiðing). Lélegri efnahagsstjórn hefur verið bjargað í horn með gengisfalli krónunnar. Þess vegna fljótum við ennþá. Ef við höfum ekki þann möguleika að bjarga í horn með aðstoð krónunnar endum við eins og Grikkir og fleiri með allt niðrum okkur.

Þó ástandið hjá okkur sé slæmt eru þeir í enn verri málum þó að þeir hafi ekki orðið fyrir innanbúðarbankaránum eins og við.

Af hverju heldurðu að svissneski gjaldmiðillin sé svona sterkur. Það er bara vegna þess að þar er góð stjórn efnahagsmála. Krónan gæti verið það líka ef við hefðum hér alvöru stjórn efnahagsmála.

Landfari, 15.9.2011 kl. 08:51

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nafni, það er sem ég segi maður hefur efasemdir bæði um ykkur áhangendurnar og helferðarhyskið. 

Það var 1981 sem tvö núll voru tekin af krónunni og eins og Landfari hefur reynt að skýra út fyrir þér þá kemur krónann hörmungum Guðbjartar ekkert við, þetta er orðið í besta falli sjálfskaarvíti hjá honum blessuðum bjálfanum í dag, en því miður er ekki hægt að segja það sama um flest önnr heimili í landinu.

Magnús Sigurðsson, 15.9.2011 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband