Leita í fréttum mbl.is

Það er eins og annað hér á landi. Enginn þarf að bera ábyrgð

Það er ljóst að hér á landi er eitthvað mikið að.

  • Lög eru svo óljós að ekki er hægt að sækja menn til saka sbr.

Segir m.a. í niðurstöðu Jónasar Jóhannssonar, héraðsdómara, að það sé álit dómsins að 10. gr. samkeppnis­laga veiti ekki viðhlítandi lagastoð til að unnt sé að refsa einstaklingum fyrir þá háttsemi, sem þar er lýst, en ákærðu beri að njóta alls skynsamlegs vafa í því sambandi.

  • Embætti ríksisaksóknara undirbýr mál ekki nógu vel sbr.

Dómarinn segist fallast á það með ákærðu að verknaðarlýsing ákæru sé í heild svo óljós, þegar komi að tilgreiningu á háttsemi ákærðu, að ekki sé unnt að verjast henni á fullnægjandi hátt.

Þá telur dómarinn að 10. gr. sam­keppnis­laga veiti ekki viðhlítandi lagastoð til að unnt sé að refsa einstaklingum fyrir þá háttsemi, sem þar er lýst.

  • Dómurinn felst ekki einusinni á að forstjórar beri ábyrgð á því sem starfsmennirnir gera í fyrirtækinu. Sbr

Þá segir í dómnum, að ákæruvaldið byggi ákæru á því að ákærðu beri refsiábyrgð á háttsemi nafngreindra undirmanna, þar á meðal fjölmargra framkvæmdastjóra olíu­félaganna þriggja, sem ákæruvaldið telji viðriðna ætluð brot ákærðu og í augum margra myndu teljast sekir, ef ekki jafnsekir og ákærðu um sum þau brot, sem lýst er í ákæru. Verði því vart dregin önnur ályktun en að sömu einstaklingar hafi gerst sekir um brot á 10. gr. samkeppnislaga.

Segir síðan að það sé álit dómsins, að eins og saksókn í málinu sé háttað sé um svo augljósa og hróplega mismunun að ræða í skilningi stjórnsýslu­laga og jafnræðisreglu stjórnarskrár, að ekki verður við unað, enda liggi engin rök fyrir í málinu, sem réttlætt geti eða skýrt á haldbæran hátt af hverju ákærðu sæti einir ákæru, þrátt fyrir yfir­lýsingu ákæruvaldsins um refsiverð brot annarra yfirstjórnenda olíufélaganna. Sé hér um að ræða bersýnilegan annmarka við útgáfu ákæru, sem feli ekki aðeins í sér brot á lögum um meðferð opinberra mála heldur einnig brot á jafn­ræðis­reglu og leiði af þeim sökum einn sér til þess að vísa beri ákærunni frá dómi.

Semsagt að menn geta brotið á almenningi eins og þeir vilja. Ef upp kemst er fyrirtækið sektað um einhverja smá upphæð en forstjórarnir eru bara í góðum málum og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þeir bera ekki ábyrgð.

Samkeppnislög og önnur lög sem snerta fyrirtæki og ábyrgð á þeim þarf að skerpa. Í öllu þessu frjálsræði sem við erum búinn að veita þessum fyrirtækjum, þarf að vera aðhald með að menn ástundi góða viðskiptahætti og að almenningur sé varinn fyrir brotum af þeirra hálfu. Ég gæti jafnvel fallist á að ef fyrirtæki væri staðið að verðsamráði við önnur á samkeppnismarkaði væri forstjórum þess bannað að sunda viðskipt næstu 10 árin. Eða að minnstakosti á viðkomandi sviði.

Frétt af mbl.is

  Máli gegn olíuforstjórum vísað frá
Innlent | mbl.is | 9.2.2007 | 15:54
Frá málflutningi um frávísunarkröfuna í héraðsdómi nýlega. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi máli ákæruvaldsins gegn þremur núverandi og fyrrverandi forstjóra olíufélaga ólöglegs samráðs félaganna, m.a. á þeirri forsendu að ekki væri hægt að sækja einstaklinga til saka fyrir þau brot, sem ákært var fyrir. Saksóknari lýsti því yfir að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar.


mbl.is Máli gegn olíuforstjórum vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband