Leita í fréttum mbl.is

Nei Björgólfur þetta er allt okkur að kenna

En bíddu voru það ekki þið sem hrunduð af stað sífellt hækkandi lánum til húsnæðiskaupa og opnuðu á að fólk gæti veðsett eignir upp í 100% af markaðsvirði eignana. Eru það ekki þið sem bætið ofan alla vexti verðtryggingu og þjónustugjöldum sem og vaxtamun.

Eru það ekki bankarnir sem keppast um að dæla peningum inn í atvinnulífið þannig að það virðast ekki ver til það stór kaup að ekki sé hægt að fá lán fyrir þeim. Ég veit að þetta er náttúrulega gott fyrir fyrirtækin og bankana sem græða sem aldrei fyrr. En auðvita er þetta ástæðan fyrir að verðbólgan fór af stað sem og að seðlabankinn hækkar vexti. Svo ekki reyna að firra ykkur ábyrgð á þessu Björgúlfur.

Frétt af mbl.is

  Ekki við viðskiptabanka að sakast þótt vextir séu háir
Viðskipti | mbl.is | 9.2.2007 | 17:14
Björgólfur Guðmundsson. Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagði á aðalfundi bankans í dag, að hann skildi fullkomlega og deili áhyggjum fólks af háum vöxtum. Ekki sé hins vegar við viðskiptabanka að sakast og þar ættu bankarnir og viðskiptavinir þeirra sameiginlegan óvin. óstöðugleiki og verðbólga væru mein sem allir þyrftu að sameinast um að fjarlægja.


mbl.is Ekki við viðskiptabanka að sakast þótt vextir séu háir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Magnús Helgi !

Þakka þér, fyrir löngu tímabæra ábendingu. Hyggilegast væri, að þjóðnýta gömlu ríkisbankana, sem allra fyrst !

Hví ætti almenningur að vera háður duttlungum manna, sem ekkert skynbragð hafa, á áþján hins almenna vinnandi fólks ?

Þarna á ríkisstjórnin líka all mestu sökina, Magnús Helgi; ekki hægt að heimfæra, alfarið upp á Björgólf og hans fylgjara, fremur en annarra, af sama stássi, það er að vonum, að Ólafur Ragnar Grímsson lofsyngi '' útrásina '', enda slétt sama um hagi og háttu alþýðu, hér á Íslandi, nema þá í mærðarlegum hátíðar- og tyllidaga ræðum !

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband