Leita í fréttum mbl.is

Yfirgangur og frekja í Kópavogsbæ - Ræðst á náttúruperlu Höfuðborgarsvæðisins

Það á ekki af okkur Kópavogsbúum að ganga þessa daganna.

www.ruv.is

Óleyfilegt jarðrask í Heiðmörk

Verktakar á vegum Kópavogsbæjar grófu breiða skurði og felldu fjölda trjáa í Heiðmörk í morgun til að koma fyrir vatnslögnum fyrir bæinn sem leggja á þvert yfir útivistarsvæðið.

Landið er í eigu Reykjavíkurborgar sem ekki hafði veitt leyfi fyrir framkvæmdinni. Hún var stöðvuð nú síðdegis.

Og svo bendi ég á þessa grein eftir Guðríði Arnardóttur þar sem segir m.a.

En hvers vegna kýs meirihlutinn þessa afarkosti?

Hefði Kópavogsbær ákveðið að taka Vatnsenda allan eignarnámi án þessarar svokölluðu sáttar við landeiganda hefði það tekið nokkra mánuði. Tíminn skiptir hér miklu máli því með flumbruganginum síðasta vor var rokið til samninga vegna Glaðheimalandsins þ.e. þegar fjárplógsmennirnir margræddu voru leystir úr snöru sinni. Þá var samið við Garðabæ að gefa eftir vatnsból sín og kaupa þess í stað vatn af vatnsveitu Kópavogs á niðurgreiddu verði um mitt þetta ár og hestamönnum í Gusti var lofað landi undir nýja hesthúsabyggð í apríl á þessu ári, landi sem þá tilheyrði jörðinni Vatnsenda.

Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarráði reyndu eftir megni að hafa áhrif á þessa ákvörðun löngu fyrir jól. Við vorum tilbúin að standa með meirihlutanum og leita leiða til að fresta flutningi hestamannafélagsins á Kjóavelli. Við hefðum sætt okkur við að kaupa áfram vatn af Reykjavík og niðurgreiða til Garðabæjar næsta árið – þar til fullt eignarnám væri til lykta leitt, enda það miklir hagsmunir í húfi að það hefði vel verið verjandi.
En það var eins og að berja hausnum við steininn – því það er bara sjónarmið eins manns er ræður ferðinni í Kópavogi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umræddir "verktakar á vegum Kópavogsbæjar" eru starfsmenn fyrirtækisins Klæðningar ehf. Það fyrirtæki er í eigu Dr. Gunnars I. Birgissonar (sem jafnframt er bæjarstjóri í Kópavogi).

Téður G.I.B. hefur verið afar duglegur við að uppræta trjáreiti og útivistarsvæði innan bæjarmarka Kópavogs á undanförnum árum, til þess að skapa vinnufúsum verktökum á borð við Klæðningu ehf störf. Er nú svo komið að slík svæði eru að verða upp urin í Kópavogi. Því er innrás hers hans í Heiðmörk skiljanleg, því verktakar Klæðningar verða að skapa sér "Lebensraum".

Gapripill (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband