Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðing varðandi niðurfellingu á skatti á söluhagnað hlutabréfa

Geir Haarde viðraði um daginn á viðskiptaþingi að næst yrði skattar af söluhagnaði hlutabréfa feldir niður og rökstuddi það með því að þá þyrftu fyrirtæki og einstaklingar ekki að færa hagnaðinn til landa eins og Hollands þar sem þessi skattur er ekki innheimtur. Kristinn H Gunnarsson er að fjalla um þetta á heimasíðu sinni www.kristinn.is  þar segir hann m.a.

Á síðasta ári voru framtaldar fjármagnstekjur um 120 milljarðar króna og álagður skattur 12,2 milljarðar króna. Langstærsti hluti fjármagnsteknanna , liðlega helmingur, er hagnaður af sölu hlutabréfa. Forsætisráðherrann er að boða 6 milljarða króna skattlækkun í ræðu sinni. Hann bregst við skattasmugunni með því að ætla að leggja skattinn af í stað þess að breyta lögum þannig að áfram verði unnt að skattleggja hagnaðinn hérlendis.

Langstærstur hluti af skattalækkuninni mun renna til 1% tekjuhæstu framteljendanna, sem samanstendur af 600 hjónum og 1.072 einstaklingum. Þessi hópur, tæplega 2.300 manns, taldi fram með liðlega 51 milljarð króna í hagnað af sölu hlutabréfa af þeim 62 milljörðum króna sem söluhagnaðurinn var alls. Þetta þýðir að um 82% af allri skattalækkun Geir Haarde rennur til mjög fámenns hóps, sem hefur hæstu tekjurnar í þjóðfélaginu. Skattalækkunin á mann yrði miðað við skattframtöl 2006 að meðaltali 2.2 milljónir króna.

Það er dágóð búbót. Og það sem meira er menn geta haft 22.3 milljónir króna í tekjur án þess að greiða nokkurn skatt, ef áform ráðherrans ná fram að ganga.
Ef launþegar fyndu leið til þess að tekja tekjur sínar fram erlendis í lágskattaríki ætlar forsætisráðherrann að lækka skattana samsvarandi? Hver á þá að standa undir velferðarkerfinu? Aldraðir og öryrkjar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband