Leita í fréttum mbl.is

Kópavogshælið enn á byrjunarreit

Í fyrra var kynnt í Kópavogi um sölu bæjarins á gamla Kópavogshæli. Þ.e. því húsi sem byggt var af Hringskonum um 1923 og gengdi fyrst hlutverki sem hvíldarhæli fyrir berklasjúklinga síðan fyrir Holdsveika og en síðar var þar gæslusystra/Þroskaþjálfaskólinn. Kaupandinn var Ingunn Wernesdóttir. Ég var alltaf á móti því að bærinn seldi þetta hús því það er með elstu byggingum í bænum og kjörið að breyta því í safn og fræðaaðstöðu fyrir bæinn t.d. tengt náttúrufræðum sem og að tengja það við Kópavogstúnið sem ég vill að verði lystigarður. En semsagt að bærinn seldi það með pomp og prakt og kynntu söluna með trompi en í dag var ég að lesa viðtal við Ingunni Wernersdóttur þar sem segir m.a.

Til stóð að kaupa gamla hressingarhælið á Kópavogstúni, sem Hringskonur létu byggja árið 1923 eftir teikningu Guðjóns P. Samúelssonar. Ætlunin var að gera húsið upp á myndarlegan hátt og byggja við það, þó þannig að það héldi sínu upprunalega útliti sem mest og vera síðan með listaverkasýningar og ýmsa listviðburði þar fyrir almenning. "Auk þess var ætlunin að vera með höggmyndagarð á þessum stórkostlega stað.

Kópavogsbær og Inn Fjárfesting undirrituðu kaupsamning um fasteignina 9. júlí síðastliðinn þar sem við gerðum ýmsa fyrirvara um kaupin sem miðuðust svo aftur við ákveðnar tímasetningar. Síðan leið tíminn án þess að samningsaðilar næðu saman um ákveðin atriði sem mér fannst skipta mjög miklu máli. Samningurinn féll því um sjálft sig þar sem fresturinn til að klára þessi atriði var útrunninn. Ég var ef til vill of stórhuga í þessu verkefni eða gekk of langt að mati sumra en þannig er ég, vil gera hlutina almennilega og myndarlega. Það er mikil eftirsjá í þessu húsi á Kópavogstúni."

Reyndar eftir lestur viðtalsins við Ingunni þá líkaði mér hugmynd hennar ágætlega. Og hefði sæst á þessa nýtingu húss.

  • Kópavogur semur við einhverja fjárglæframenn um kaup á hesthúsahverfinu Glaðheimum
  • En til þess að hægt sé að flytja starfssemi hestamanna þarf að skaffa þeim land upp í Heimsenda. En þangað er ekki hægt að flytja þessa starfsemi nema að semja við Garðabæ um að þeir hætti með sýna vatnsveitu og fái vatn frá Kópavogsbæ
  • Kópavogsbær verður að fara í samninga við Vatnendabónda og gera við hann eitthvað sem kallað er eignartökusamning. En þeir samningar nást ekki nema að bóndinn fær um 200 lóðir frá bænum í staðinn og öll gjöld á þeim feld niður. Hann fær líka að skipuleggja á sínu landi fleiri lóðir sem Kópavogur borgar öll gjöld af. Þá fékk hann líka á 3 milljarð. Og með þessu er skipulag Kópavogs bundið að hluta til vilja bóndans. Sjá nánar um þetta hér
  • Þetta var gert vegna vatnsveitunnar. Því að ef Vatnsveita Kópavogs skaffar ekki strax vatn fyrir Garðabæ þurfum við að kaupa vatn af Reykjavík og niðurgreiða það fyrir Garðbæinga.
  • Vegna vatnsveitunnar þurfti líka að semja við Reykjavík um að fara með leiðslur í gegn um land Reykjavíkur og hefur sá samningur tekið langan tíma. Og samningurinn ekki það skýr að nú ætluðu menn bara að fara að grafa í Heiðmörk.
  • Síðan er ljóst að Kópavogsbúar þurfa að greiða hærra verð fyrir kaldavatnið en Garðbæingar þó að Kópavogur eigi Vatnsveitunna.

Þetta er finnst mér merki um vinnubrögð fljótfærni. Málinn eru ekki full unnin og alltaf einhverjir lausir endar. Dæmi um það eru flestar byggingaframkvæmdir. Það eru byggð eða samþykkt að byggja stórhýsi en svo eru umferðarmálin þangað kannski í algjörum ólestri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband