Leita í fréttum mbl.is

Ókeypis ráð til að láta fjármálastofnanir ekki ná völdum á fólki.

Besta leiðin er náttúrulega að taka þá ekki lán. Í það minnsta ekki há lán. Þ.e. að láta sér duga það sem fólk hefur án þess að vilja endilega eiga flottari íbúð eða bíl heldur en nágranarnir. M.a. hægt að benda fólki á að leigja þegar það getur. Ef fólk stofnar sér í háar skuldir þá verður það að vera tilbúið að taka því ef að íbúðaverð lækkar, bílar falla í verði, vextir hækka og verðbólga getur aukist. Launin geta lækkað, fólk getur veikst, fólk getur misst vinnuna. Og ef að það miðar neyslu og húsnæðiskosnað við að komast af með hámarkstekjur sínar þá stundina er líklegt að fólk lendi í vandræðum. Sér í lagi ef að lán eru til 40 ára. Það gerist ýmislegt á 40 árum.  Held að skv. sérfræðingum eigi fólk að miða við að kostnaður þeirra vegna húsnæðis sé ekki meiri en um 25 til 30% af ráðstöfunartekjum þeirra. Því verður fólk að miða við það. 

Annars þá skil ég ekki þennan hluta í þessari frétt:

Ávörp flytja Alma Jenny Guðmundsdóttir ferðaþjónustubóndi og Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna . Á undan fundinum leikur Harmonikkukvartettinn Smárinn, en þess er getið að á sama tíma fari fram útifundur á Lækjartorgi.

Hvað er átt við með að það fari fram útifundur á Lækjartorgi á sama tíma? Eru þetta þá 2 útifundir?

 


mbl.is Efna til fundar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hef ekki fyr séð jafn einlæga frjálshyggjujátningu og í þessum pistli. Besta ráðið gegn atvinnuleysi er líka að vera ekki atvinnulaus, besta ráðið gegn fötlun er að vera ekki fatlaður. En hvað gerist ef allir gerast félagar í Samfylkingunni ? verður þá öllum bjargað ?

Einar Guðjónsson, 12.10.2011 kl. 20:27

2 identicon

Ef allir gætu greitt af húsnæði með 25 - 30% af ráðstöfunartekjum þarf annað hvort að læka húsnæðisverð til ákveðina hópa eða hækka laun lálaunahópa umtalsvert, en besta leiðin fyrir þetta fólk er náturlega að vera ekki lálaunafólk og spila gólf í stað þess að strita langan, erfiðan og skítugan vinnudag til að fæða og klæða sín börn á sultarlaunum.

Siggiad (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 21:55

3 identicon

Magnús, í öllum ríkjum vesturlanda er boðið upp á húsnæðislán, oftast til 40 ára með hóflegum vöxtum, á norðurlöndunum með 2-3 % vöxtum að meðaltali.  Þetta þykir eðlilegt.  Bensín hefur hækkað þar, tóbak og brennivín hefur hækkað þar, hrávörur hafa hækkað eins og alls staðar.  Lánin hafa EKKI hækkað, heldur lækka í hverjum mánuði, með hverri afborgun.  Ef enginn tekur húsnæðislán hvernig á þá að selja allt það húsnæði sem fólk þarf?? Því einhvers staðar þarf fólk að búa.  Það þarf að búa til húsnæðiskerfi á Íslandi sem er mannsæmandi.  Leiguíbúðir á hóflegu verði fyrir þá sem vilja og geta ekki keypt húsnæði, húsnæðislán sem hægt er að borga af án þess að lánin stökkbreytist þegar einhver ráðherra ákveður hækkun á brennivíni og tóbaki. Það þarf að gjörbreyta húsnæðsmarkaðnum á Íslandi.  Hér er áhætta að kaupa húsnæði, það er bara eins og verðbréfabrask.

Margrét S (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 22:13

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hættu Magnús þetta er komið gott frá þínum ranni!

Sigurður Haraldsson, 13.10.2011 kl. 00:14

5 identicon

Lýðræði ekki bankaræði lækjartorg 15. október 15:00 það er málið.

http://map.15october.net/reports/view/396

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband