Miðvikudagur, 12. október 2011
Ef að fólk skildi ekki hvað Árni átti við!
Það sem að Árni Páll átti við með eftirfarandi:
Ég er ekki tilbúinn að flytja skuldir af þeim sem stofnuðu til þeirra yfir á eignalaust fólk sem á ekkert nema lífeyrisréttindin sín. Það mun ég aldrei gera. Og ef það er brottfararsök þá vil ég glaður láta samþykkja mig vantraust,
er að fólk gleymir því alltaf þegar verið er að tala um skuldir heimila að þær eru ekki bara við banka. Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir eru með um 80% af öllum verðtryggðum húsnæðislánum. Og þessa sjóði eigum við. Og auk þess þá tengjast þessir sjóðir einnig í gegnum að lífeyrissjóðir hafa keypt af Íbúðalánsjóði skuldabréf til að fjármagna lán Íbúðalánsjóð. Íbúðalánsjóður er nú þegar rekinn undir núllinu og hefur þurft framlög frá Ríkinu nú síðustu misseri. Og ef að um almennar afskriftir þar yrði að ræða þyrftum við skattgreiðendur að bæta honum það. Minnir að hann sé með um 600 milljara úr útlánum í íbúðalánum. Þannig að 20% afskriftir myndi væntanlega vera þá um 100 milljarðar eða meir sem myndi vanta í sjóðinn til að hann gæti greitt af skuldum sínum við Lífeyrissjóði. Lífeyrissjóðir eru einning með íbúðalán sem myndu þá rýrna líka. Og þá þyrfti að lækka lífeyrisgreiðslur um eitthvað til framtíðar. Þannig að þessar upphæðir kannski allt að 150 milljörðum myndu lenda á okkur beint í sköttum eða óbeint i gegnum auknar greiðslur TR til að tryggja öldruðm lágmarksframfærslu vegna skertra greiðslan frá Lífeyrissjóðum.
Fólk talar alltaf eins og allar skuldir fólks hafi verið við banka en svo er ekki þeir voru ekki með held ég nema 25 til 35% af lánum til íbúðakaupa.
Fann í grein eftir Friðrik Jónsson réttari tölur en hann segir:
Það má t.d. velta fyrir sér hvert raunverulegt svigrúm til afskrifta er ennþá til staðar hjá bankakerfinu, en það er bláköld staðreynd að hvað varðar almennar afskriftir að þá verður að horfa til lífeyrissjóðanna og íbúðalánasjóðs.
Staðreyndirnar þar eru þær að heildarútlán Íbúðalánasjóðs þann 30. júní síðastliðinn voru um 780 milljarðar. 20% afskrift þeirra væri því um 156 milljarðar. Veðlán lífeyrissjóðanna teljast vera um 195 milljarðar og væri 20% afskrift þar því um 39 milljarðar. Samtals væru þetta 195 milljarðar, sem er vissulega gífurleg upphæð.
Mun aldrei flytja skuldir á eignalaust fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:13 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 12
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 969469
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Væri nú ekki heiðarlegra að láta alla greinina fylgja með Magnús en ekki bara það sem hentar samfylkingarruglinu??
"195 milljarðar láta nærri að vera u.þ.b. þreföld afskrift skulda Ólafs Ólafssonar vegna Kjalars.
195 milljarðar láta nærri að vera u.þ.b. brúttótekjur lífeyrissjóðanna í eitt ár.
195 milljarðar láta nærri að vera sama upphæð og ríkið lagði til nýju bankanna.
195 milljarðar eru tæplega tveir-þriðju hlutar gjaldfalls Seðlabanka Íslands vegna ástarbréfakaupa 2008.
Það sem hvorki fyrrum þingmaðurinn né núverandi ritstjórinn virðast skilja er að það er enginn að biðja um afturhvarf til ársins 2007. Það er verið að kalla eftir sanngirni, réttlæti, jafnræði og gagnsæi.
Það er líka eilítið klámfengið af efnahagsráðherranum að segjast vilja vernda almenna og eignalausa lífeyrisþegann. Þá væri nú kannski nær að ganga harðar fram í að gera upp framkomu og fjárfestingarhegðan lífeyrissjóðanna fyrir og eftir hurn, þar sem vélað var og er með þessa eign. Sjóðir þar sem um 200 milljarða brúttótekjur á ári skila sér í rétt rúmlega 71 milljarðs útborguðum lífeyri.
Það vill enginn aftur 2007. Það vill enginn tilbúin slagsmál milli annars vegar þeirra sem eiga og hins vegar þeirra sem skulda. Það sem án ef allir vilja er, enn og aftur, sanngirni, réttlæti, jafnræði og gagnsæi.
Og við sem þjóð komumst upp úr hjólförum hrunsins og í átt til bjartari framtíðar.
Sigurður Sigurðsson, 12.10.2011 kl. 22:37
Sigurður. Þetta sem þú ert hér að segja skiptir engu máli í þessu samhengi.
Hvað varðar tapið vegna Seðlabankans og afskriftir til Kjalar þá eru það hlurir sem hvorki stjórnvöld né bankarnir höfðu val um að gera ekki. Tap seðlabankans var slys sem hafði gerst áður en núvarandi stjórnvöld tóku við. Afskriftir til fyrirtækja sem eru hlutafélög og eiga ekki fyrir sínum skuldum er eitthvað sem ekki er hægt að komast hjá og skiptir þá engu hversu mikla peninga eigendur þeirra eiga því þeir eru ekki ábyrgir fyrir þeim skuldum lögum samkvæmt.
Hvað varðar þá upphæð sem stjórnvöld lögðu bönkunum til þá fengu þau hlutabréf á móti og munu væntanlega fá þá peninga til baka og það jafnvel með góðri ávöxtun. Hvernig heldur þú að ástandið væri hér í dag ef fjármálakerfið hefði ekki verið endurreist?
Hvað lífeyrissjóðina varðar þá eru þeir byggðir á uppsöfnunarkerfi og á meðan aldursskipting þjóðarinnar er eins og hún er í dag þá er það eðlilegt að mun meira fari inn í þá en út. Vissulega væri hægt að bæta stöðuna í dag með því að fara úr því uppsöfnunarkerfi sem er í dag í lífeyrissjóðakerfinu og fara alfarið inn í gegnumstreymiskerfi en ef við gegum það þá lendum við í vanda þegar aldraðir eru orðnir þriðjungur þjóðarinnar eins og stefnir í innan örfárra áratuga. Þá er hætt við því að erfitt verði fyrir skattgreiðendur að fjármagna það að greiða öldruðum lífeyrir sem dugar til sómasamlegrar framfærslu.
Hvað réttlæti varðar þá snýst málið um það hvort það sé réttlátara að þeir sem stofnuðu til skulda greiði þær sjálfir að öllu leyti eða að skattgreiðensur greiði hluta af þeim fyrir þá og þá að hve miklu leyti. Það eru ekki aðrir kostir í stöðunni og því fyrr sem við hættum að blekkja okkur með lofköstulum um eitthvað annað þeim mun fyrr getum við farið að koma okkur niður á raunhæfar lausnir til að taka á skuldavanda heimila í landinu.
Sigurður M Grétarsson, 12.10.2011 kl. 23:17
Ég nenni ekki einu sinni að þrasa við varðhunda verðtryggingarinnar enda skilur þú ekki inntak greinar Friðriks fyrst þú ætlar að halda áfram að tyggja sömu tuggu og þeir sem hann er að gagnrýna í greininni.
Og ég var að benda Magnúsi á að það er ekki heiðarlegt að klippa út úr greinum hjá öðrum án þess að innhald greinarinnar haldi sér.
Og enn kemur þetta um að lántakar vilji ekki greiða skuldir sínar. Lántakar hafa ekki áhuga á því að greiða uppblásnar bóluhagkerfisskuldir. Rétt skal vera rétt. Við unnum áfangasigur í gengislánamálinu og trúðu mér við vinnum þetta stríð líka.
Sigurður Sigurðsson, 12.10.2011 kl. 23:34
Allt við þennan pistil ber það með sér að höfundurinn hefur ekki hundsvit á því sem hann er að skrifa um. Að halda því fram að sanngjörn og eðlileg leiðrétting á skuldum heimila muni "kosta einhvern eitthvað" er í rauninni ekki bara rangt svar, heldur við rangri spurningu líka.
Rétta spurningin væri hver kostnaðurinn yrði ef ekkert er gert til að koma í veg fyrir að 20.000 íslenskar fjölskyldur verða heimilislausar.
Ætlar þú að leyfa þeim að gista hjá þér Maggi?
Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2011 kl. 00:16
Grundvallaratriði varðandi lífeyrissjóðskerfið er, að ef það stendur svona illa að því er lífsnauðsynlegt að hafa óleiðréttar uppblásnar skuldir í sínu lánasafni, þá er það ekki á vetur setjandi. Það má vel vera að skaðinn af óráðssíu lífeyrissjóðanna lendi á skattgreiðendum í stað skuldara, ef lán eru leiðrétt. Þá verður bara svo að vera. Enda réttlætis mál að menn greiði bara þær skuldir sem þeir stofna til enn ekkert um fram það! (þar með taldir hóflegir vextir og ekkert umfram það)
Aftur er það með lífeyrissjóðina að þeir standa líklega svo illa með framtíðarskuldbindingar að líklega væri skynsamlegast að innbyrða þá í ríkissjóð og taka upp gegnumstreymiskerfi, þ.e. að skattar standi undir lífeyrisgreiðslum. Ágætt væri þá í leiðinni að einfalda útgreiðslur þannig að þær yrðu jafnar hjá öllum. Ekki þarf að hafa áhyggjur af afturvirkni slíkra laga, (fordæmin eru komin fyrir slíku við "leiðréttingar" á vaxtakjörum á ólöglega gengistryggðu lánunum)
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 10:28
Bólupeningarnir voru aldrei til nema sem falskar tölur á ólöglegum pappírum. Ábyrðarmennirnir voru og eru innan veggja bankanna og lífeyrissjóðanna, og eru enn að ræna og svíkja með aðstoð ráðamanna þjóðarinnar. Þetta verðum við að stoppa, til að bjarga mannslífum, sem eru meira virði en bankaglæpastofnanir.
Mér hefur sjaldan ofboðið meir en þegar einhverjum fannst að björgunarsveitarfólk ætti í sjálfboðavinnu að verja þessa aðstoðarmenn auðmanna-svindlaranna, (sem sitja í stjórn landsins), fyrir heiðarlegum almenningi í landinu! Hversu blindir geta sumir eiginlega orðið af græðgi?
Skuldirnar eru jafn óraunverulegar/ólöglegar og innistæðulausir bólupeningar, og ólöglegt með öllu að ræna almenning úr valdastólum jafnt sem annarsstaðar. Þetta verður fólk að skilja. Líka þeir sem styðja Samfylkinguna í einu og öllu, gagnrýnilaust í blindni.
Guðmundur bendir réttilega á hversu fölsk hjartagæska það er að ræna og úthýsa almenningi á götuna og svelta hann, til að bjarga glæpastofnunum.
Það eru undarlegar hjartagæsku-hugsjónir svo ekki sé sterkar að orði kveðið!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.10.2011 kl. 10:38
Sigurður. Vissulega kom góð niðurstaða fyrir dómi gagnvart gengislánunum og væri óskandi að eitthvað slíkt gæti gerst líka gagnvart verðtryggðu lánunum. Þá væri eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar ekki að þvælast fyrir okkur varðandi lækkun lána og því hægt að gera það án þess að ríkissjóður verði skaðabótaskyldur gagnvat lántökum. Þetta þyrfti þá helst að gerast áður en greiðslur til kröfuhafa bankanna verða endurskoðaðar í ársloka á næsta ári því eftir að búið er að ganga endanlega frá verði lánasafnanna munu allar lækkanir lenda á okkur Íslendingum sjálfum.
Hver sem ástæðan er fyrir því að engin hefur farið í mál vegna verðtryggðu lánanna eins og gert hefur verið með gengistryggðu lánin þá stöndum við frammi fyrir því að á meðan lánin og hækkanir þeirra eru ekki dæmdar ólöglegar af Hæstarétti þá teljast þessi lán og hækkanir þeirra löglegar og eignarréttarvarðar kröfur af hendi lánveitanda. Ég óttast það að ástæða þess að engin hefur farið í mál vegna verðtryggðu lánanna sé sú að engin lögfræðingur telji sig geta unnið slíkt mál.
Staðan er því sú hvað stjórnvöld varðar að á meðan ekki liggur fyrir dómur um að hækkun verðtryggðra lána stangist á við lög vegna forsendubrests eða af öðrum ástæðum þá felst í því of mikil áhætta fyrir ríkissjóð að setja lög um lækkun þeirra því það gæti leitt til hundraða milljarða skaðabótadóms á ríkissjóð.
Það sem stjórnvöld geta hins vegar gert og ættu fyrir löngu síðan að vera búinn að gera er að styrkja einhver samtök til að þau geti látið á þetta reyna fyrir dómi án fjárhagsáhættu fyrir sig.
Sigurður M Grétarsson, 16.10.2011 kl. 14:03
Guðmundur Ásgeirsson. Þú ert svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi þegar þú heldur því fram að greinarhöfundur hafi ekki hundsvit á því sem hann er að skrifa. Þetta er allt rétt hjá Magnúsi.
Það lýsir þvílíkri veruleikafyrringu að halda því fram að flöt lækkun skuda kosti ekki neitt. Þetta er sama dómsdagsbullið og þið hjá Hagsmunasamtökum heimilanna hafið verið að blása út um allar jarðir og hafið því miður blekkt stóran hluta þjóðarinar þannig að menn vaða uppi með óraunhæfar kröfur á stjórnvöld og engin hlustar á þá sem eru að reyna að benda á raunhæfar lausnir.
Staðreyndin er sú að bankarnir eru með skuldir á móti eignjum sínum í lánasöfnum sínum og ef eignirnar eru lækkaðar án þess að skuldirnar lækki á móti þá fer eignarstaða þeirra niður fyrir lágmark enda voru þeir endurreistir með lágmarks eigin fé. Þá er í fyrsta lagi þær upphæðir sem stjórnvöld lögðu með bönkunum við endurreisn þeirra tapað fé auk þess sem það þarf þá einver að leggja til eigin fé á móti töpuðu eigin fé þeirra við lækkun skuldanna og þar er engum öðrum til að dreifa en ríkssjóði.
Hvað Íbúðalánasjóð varðar þá þarf ekki að spyrja um það hvernig það lendir á ríkissjóði enda hann eigandi sjóðsins.
Lífeyrissjóðirnir eru líka með skuldbindingar á móti eignum sínum í formi lífeyrisskuldbindinga og verða þeir því að lækka þær og það gerist ekki öðruvísi en með lækkun á rétti sjóðsfélaga og þar með lækkun á greiðslum til elli- og örorkulífeyrisþega.
Vissulega er slæmt að margar fjölskyldur eru í hættu á að missa íbúðir sínar. Það að lækka skudlir flatt yfir línuna kemur ekki í veg fyrir það nema hjá litlu broti þessara fjöldkyldna. Þar þarf meira að koma til.
Það heimskulegasta sem við getum gert í þessu sambandi er því að fara leið sem kostar gríðarlegar upphæðir fyrir ríkissjóð en að minnsta kosti 80% útgjaldanna fara til fjölskyldna sem eru ekki í neinum vanda. Fjölskyldurnar sem eru í vanda lenda hins vegar í því eins og aðrar að taka á sig skattahækkanir til að fjármagna aðgerðina. Þessi aðgerð er því líklegri til að fjölga þeim heimilum sem missa íbúðir sínar heldur en að fækka þeim.
Ef við viljum hjálpa fjölskyldum í vanda þá náum við best því markmiði með því að fara út í aðgerðir sem beinast fyrst og fremst að fjölskyldum í vanda en ekki fáránlega óskilvirkum leiðum sem hjálpa fáum úr þeim hópi en kosta stjarnfræðilegar uppgæðir fyrir ríkissjóð.
Sigurður M Grétarsson, 16.10.2011 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.