Leita í fréttum mbl.is

Völd fjármálaheimsins? Hvað er fólk að meina?

Finnst þessi umræða í heiminnum orðin nokkuð skrýtin. Og sér í lagi hér á landi.

  • Nú eru allir að brjálsta út í ríkisstjórnina hér fyrir að hér sé ekki nóg að gerast. Fólk vill að atvinna aukist og hingað komi erlendar fjárfestingar. EN úpps hvaðn heldur fólk að sú fjárfesting komi. Nú það er frá fjármagnseigendum innlendum og erlendum. Það eru bankar og fjármálafyrirtæki sem fjármagna auknar framkvæmdir hér. En fólk er á móti þessum fjármagnseigendum,
  • Fólk vill eiga aðgang að lánsfé. Nú það eru bankar og fjármagnseigendur væntanlega sem lána þá. En fólk er á móti þeim og völdum þeirra. Því má reikna með að það fólk ætti þá ekki að taka lán hjá þessum aðilum ef þeir vilja ekki að þeir nái meiri völdum.
  • Það er staðreynda að lönd eins og við og jafnvel enn meira áberandi í öðrum löndum að við erum löngu farin að eyða í raun meiru en við öflum raunverulega. Þ.e. að við seljum vörur úr landi fyrir 400 milljarða en landsframleiðsla þ.e. það er heldar velta í landinu er nærri 4x meiri. Þá erum við að tala um þjónustu og viðskipti sem í raun engin raunveruleg verðmæti eru að baki. Og það byggist m.a. á fjarfestingum og lántökum.
  • Ef að bankar og fjármálafyrirtæki eru ekki tiltæk eða haldið algjörlega niðri þá verða hér engir peningar til að nota í fjárfestingar.
Finnst stundum umræðan hér út í hött. Fólk veit í raun ekki hvað það vill en er tilbúið að reyna að rústa kerfinu í stað þess að lagfæra það. Og veit ekkert hvað það vill í staðinn. Bendi fólki á ágæta dæmissögu um svona byltingu sem er Dýragarðurinn eða animal farm. Þar sem gerð var byltking og dýrin tóku völdinn en mistu strax tökin á henni og sátu eftir hálfu verri.  
mbl.is Óhugnanlegur peningaheimur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ertu etthvað verri Magnús hvað veldur því að þú ert afturendasleikja stjórnmála og bankamafíunar?

Sigurður Haraldsson, 15.10.2011 kl. 23:18

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er enginn að hvetja til þess að "rústa kerfinu" heldur er það kerfið sem er að rústa okkur. Fjármálakerfið á að vera sniðið að þörfum almennings, en ekki öfugt, eins og kom fram í ræðu Andreu Ólafsdóttur, sem þú hefðir vitað ef þú hefðir verið þar að hlusta.

Og veit ekkert hvað það vill í staðinn.

Allir sem tóku til máls á Austurvelli og Lækjartorgi vissu nákvæmlega hvað þeir vildu. Þetta hefðirðu (aftur) vitað ef þú hefðir verið á staðnum og hlustað, í stað þess að vera með sleggjudóma.

Dýragarðurinn eða animal farm. Þar sem gerð var byltking og dýrin tóku völdinn en mistu strax tökin á henni og sátu eftir hálfu verri.  

Nákvæmlega og við erum núna stödd nákvæmlega á staðnum þar sem svínin eru með völdin. Seinni hluti sögunnar er allur eftir.

Finnst stundum umræðan hér út í hött.

Ekki skrýtið þegar öllu er snúið á haus.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2011 kl. 23:25

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flottur Guðmundur.

Sigurður Haraldsson, 15.10.2011 kl. 23:45

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Magnús. Það er allt vaðandi í vanveiddum fiski kringum landið, sem er látinn éta undan sér frekar en að leyfa fólki að skapa sér atvinnu með að veiða hann og verka, og það sem brýnna er, að metta sveltandi fólk á Íslandi. Þér hlýtur að vera kunnugt um hvers konar neyð er hjá mörgum sviknum og rændum á Íslandi.

Þar með hefur þú svar frá mér, um hvað ég vil í staðinn fyrir dauða og djöfuls-nauð, og ráða/kjarkleysi þeirra sem hafa völdin á stjórnarheimilinu, og fá greitt af skattpenningum almennings, fyrir "vel unnin verk" fyrir skattborgara á Íslandi.

Sumir þurfa kannski að standa á haus til að skilja þetta.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.10.2011 kl. 01:25

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   S.G.A. Heyr,heyr!

Helga Kristjánsdóttir, 16.10.2011 kl. 02:27

6 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Ýsa 40.000 t. Ufsi 50.000 t. Þorskur 170.000 t.= 260.000 t.

Íslenska þjóðin er eins og þorskur á þurru landi,

getur ekki bjargað sér.

Mörghundruðþúsund tonn vantar upp á, að fiskimiðin skili

þjóðinni þeim fiskafla sem eðlilegt er.

Afléttum oki banka og líú af þjóðinni, komum með nýja

hugsun við fiskveiðarnar og umgengnina um fiskimiðin.

Frjálsar handfæraveiðar leysa byggða,mannréttinda, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga.

Aðalsteinn Agnarsson, 16.10.2011 kl. 11:53

7 identicon

Já Aðalsteinn, aukum bara hagkvæmnina, hækkum heildaraflann í 330.000 tonn og látum hvern íslending gera út bát og veiða eitt tonn. Þegar það er búið þá getum við týnt lýs af hvort öðru.

Björn (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband