Leita í fréttum mbl.is

Held að einhver ætti nú að kynna þetta formlega fyrir Alþingismönnum!

Svona í ljósi umræðu um skattpíningu láglaunafólks ætti nú kannski að kynna þessar niðurstöður fyrir Alþingismönnum og öðrum sem fara sífellt með fleypur um þessi mál

Greining á áhrifum breytinganna sýnir m.a.með ótvíræðum hætti að verulegur tilflutningur á skattbyrði hefur átt sér stað frá fólki með lægri tekjur yfir á hátekjufólk og að helmingur hjóna, ca 31.000 hjón, greiða nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatta og útsvar, þ.m.t. fjármagnstekjuskatt, á árinu 2010 en þau gerðu árið 2008.

Með bótum er fjöldi þeirra sem greiða lægra hlutfall meiri eða um 37.000. Ennfremur verður séð að um 77% hjóna eða 47.000 hjón greiða minna í fjármagnstekjuskatt á árinu 2010 en þau hefðu gert skv. 10% flötum skatti,"


mbl.is Skattbyrðin hefur flust yfir á hátekjufólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Hvað er "hátekjufólk" ??

Þurfum við ekki að byrja á því að skilgreina það.. ??

Eiður Ragnarsson, 20.10.2011 kl. 14:29

2 identicon

Það er klárt mál að ef Steini hefði alvöru tölur um að dæmið væri betra fyrir okkur þá væri hann með þær tattúveraðar á enninu frekar en að lauma þeim inn.

Hallur (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 14:53

3 identicon

Mér sýnist Steingrímur miða við að fólk komist í hátekjuflokk þegar það tosast upp fyrir 341.667 kr. í mánaðarlaun.

"Þannig greiða um 31.000 hjón með árstekjur allt að 8,2 m.kr. lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatt og útsvar á árinu 2010 enþau gerðu á árinu 2008."

Ólafur (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 15:00

4 identicon

Ég held að Steingrímur skilji ekki prósentureikning.

Þegar allir borga sömu prósentu af launum í skatt þá borgar hátekjufólk eðlilega meiri skatta en lágtekjufólk.

Það er hlægilegt að lesa þetta orðalag "snúa af braut ójafnaðar"!  Hvað er það annað en ójöfnuður að þeir sem þéni meira borgi hærra hlutfall af launum í skatta.

Er það stefnan að allir hafi sömu laun burt frá séð hversu mikið þeir vinna og við hvað?   Þetta er hreinræktaður hálfvitaskapur.

Njáll (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 15:08

5 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Ef ad tad er hatekjufolk sem er med yfir 341,667 kr a manudi,ta er vist ohætt ad kalla ISLAND LAGLAUNALAND,TETTA NÆR VARLA LAGMARKSTØKSTUM TD I DANMØRKU TAD SEM VID TELJUM HATEKJUR.EN TETTA ER EINMITT SVIPUD UPPHÆD OG ELLILIFEYRISTEGAR TURFA AD HAFA I TEKJUR TIL AD MISSA GRUNNLIFEYRIN,ATRIDI SEM NUVERANDI RIKISSTJORN ÆTTI AD SKAMMAST SIN FYRIR.

Þorsteinn J Þorsteinsson, 20.10.2011 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband