Leita í fréttum mbl.is

Jón Gunarsson ætti nú kannski að kynna sér málið betur.

Bara að benda á þessa frett á RUV í hádeginu. Þar sem að í ljós kom að Alcoa vildi auk þess að fá raforkuna ódýrt, sitja eitt að samningum og beitt því bragði að skapa þrýsting með sér í þessu máli með því að beita heimamönnum.

Forstjóri Landsvirkjunar segir samningaviðræður við Alcoa um raforkukaup vegna Bakkaálvers hafa verið á frumstigi, ólíkt því sem forstjóri Alcoa hefur haldið fram. Alcoa hafi ekki getað lagað sig að orkuframboði og Landsvirkjun ekki getað boðið lægra raforkuverð.

Þá hafi álrisinn viljað sitja einn að samningaborðinu og skapa miklar væntingar til verkefnisins áður en gengið yrði til samninga.

Atvinnuveganefnd Alþingis kom saman til fundar í morgun til að ræða nýlega ákvörðun Alcoa um að hætta við uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík. Sveitarstjórnarmenn í Þingeyjarsýslum tóku þátt í fundinum í gegnum síma. Fundurinn var opinn fréttamönnum, en það gat oddviti Skútustaðahrepps ekki sætt sig við og kaus að taka ekki þátt í fundinum. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar sat fyrir svörum. Hörður mótmælti þar ummælum forstjóra Alcoa, um að samningaviðræður um raforkukaup hafi verið langt komnar.

Hörður segir Alcoa ekki hafa geta sætt sig við að sitja ekki eitt að samningaborðinu. Fyrirtækið noti alþekkta samningaaðferð, vilji tryggja sér einhliða samningaviðræður og skapa miklar væntingar til verkefnisins áður en gengið er til samninga. Það hafi Landsvirkjun ekki getað sætt sig við, enda þá í vonlausri samningsstöðu. Hann segir óheppilegt hversu ógætilega hafi verið talað um orkuna í Þingeyjarsýslum, orkuframboð þar hafi verið ofmetið.

Held að nær ekkert viturlegt komi frá Jóni Gunnarssyni. Það eina sem heyrst frá honum er:"Álver, álver álver hað sem það kostar. Ætlast maðurinn til að við landsmenn greiðum niður Rafmagn til Alcoa? Hann ætti í ljósi þessa að koma fram og biðjast afsökunar á orðum sínum. Sem og Birkir J.

 


mbl.is 5 fyrirtæki vilja nýta jarðvarma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

70-80% allrar raforku sem framleidd er á Íslandi fer til stóriðju.

Raforkuverð til alemnnings á Íslandi er eitt það lægsta í veröldinni.

....bíddu, er almenningur að niðurgreiða orkuna til stóriðjunnar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2011 kl. 15:10

2 identicon

Sæll; Magnús Helgi !

Alveg burt séð; frá viðhorfum Alcoa manna - Jóns Gunnarssonar, eða annarra, er það ljótt - og beinlínis særandi, fyrir gamla sveitunga Katrínar Júlíusdóttur, norður á Húsavík - sem og í Þingeyjarsýslum almennt, hvernig hún hefir alið á væntingum síns frændgarðs - og héraðsins, í öllum skilningi, með óstöðvandi blaðri sínu, undanfarin ár - sem misseri.

Hún er; (Katrín) nákvæmlega sama Helvítis liðleskjan - og félagar hennar aðrir, í Stjórnarráðinu. Og;: lýðskrumið grímulaust.

Munum einnig; gabb fundi Jóhönnu og Steingríms, og félaga þeirra, suður með sjó - og á Vestfjörðum, Magnús Helgi.

Þú vitnar; til Ríkisútvarpsins, Magnús Helgi.

Það er nú svona álíka trúverðugt; og Moskvu útvarpið var, á tímum Sovét stjórnarinnar. Þú gast alveg; sparað þér, það ómak.

Allt um það; Katrín Júlíusdóttir, er einhver ómerkilegasta ókind, í okkar samtíma - og, er þó af nægu að taka fyrir, þar; um slóðir.

Með kveðjum; vestur yfir Sýslumörk, þó / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband