Leita í fréttum mbl.is

Kannski að við ættum að forðast svona risa framkvæmdir í framtíðinni.

Norðmenn gæta sín vel á að hleypa ekki öllu í bál og brand hjá sér. Þeir t.d. leggja nær allan hagnað sinn af olíugróða í sjóði en hleypa ekki öllu út í atvinnulifið. Þannig að þeir eiga ógurlega mikið þessum sjóðum en efnahagslífið er allt á hægu nótunum.

Hér á hjaraveraldar leggjum við hinsvegar út í ofurfjárfestingar og framkvæmdir sem m.a. má sjá að Kárahnjúkavirkjun samsvarar nærri helming af ársútgjöldum ríkisins hér á landi og með Reyðaráli erum við komin allt að 2/3 af ársútgjöldum. Þetta allt gert til að tryggja um 400 störf á Austurlandi.

Eins má nefna þegar við seldum Símann þá var strax farið að ráðstafa peningum í ýmsar framkvæmdir hér og þar. Í stað þess að reyna að rúma þær innan fjárlaga og vinna að þeim hægar en stöðugt.

Síðan bólgna bankarnir á því að taka erlenda peninga að láni á lágum vöxtum og óverðtryggt og lána almenningi hér í krónum  á háum verðtryggðum vöxtum og græða á tá og fingri á verðbólgunni og gengismun. Og síðan standa heimilin hér á landi veðsett upp í topp og ekkert borð fyrir báru ef að harðnar á dalnum.

Frétt af mbl.is

  Verðlag og verðbólga lækka í Noregi
Viðskipti | mbl.is | 10.2.2007 | 17:08
Uppgangur í norsku efnahagslífi hefur ekki hleypt af stað verðbólgu. Samkvæmt tölum sem birtar voru í gær hefur verðlag lækkað og segja sumir greinar að lækkunin sé umtalsverð. Neysluvísitalan lækkaði um 1,3% í janúar, en verðbólga á ársgrundvelli nam þá 1,2%, en var 1,8% á sama tíma í fyrra.

Síðan sér maður á þessari frétt að ákveði Norðmenn að ganga í ESB þá þurfa þeir ekki að breyta neinu hjá sér. Á meðan við erum langt frá því að efnahagslífið hér uppfylli þau skilyrði sem ESB setur.


mbl.is Verðlag og verðbólga lækka í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nokkuð algengur misskilningur að bankarnir taki lán erlendis (á lágum vöxtum) og láni á Íslandi á háum vöxtum. Þeir hafa ekki heimildir til þessa. Þeir mega ekki hafa misvægi á innlendum eignum/skuldum og erlendum umfram 30% af eigin fé. Eigið fé er ca. 12% svo misvægi getur ekki verið meira en kannski 4% af heildarlánum. Reyndar er staðan sú í dag að bankarnir eiga nettó gjaldeyri svo þetta er á hin veginn.  Erlendu lánin sem bankarnir taka erlendis eru að mestu (eitthvað er til að mæta stöðum í afleiðusamningum) til að lána á Íslandi í erlendum gjaldeyri (og einnig erlendis á seinni árum).  Ástæða þess að þeim er ekki heimilt að hafa stöðu í gjaldeyri er til að þeir fari einfaldlega ekki á hausinn við gjaldeyrishreyfingar. Tökum sem dæmi veikingu krónunar um 20% á síðasta ári. Ef þetta væri rétt að bankarnir fjármagni innlend lán með erlendum þá hefðu þeir farið á hausinn á síðasta ári eða a.m.k. verið nokkuð nærri því.

Tek hins vegar undir gagnrýnina á "efnahagsstjórn" stjórnarflokkanna. 

kv. bankastrákur

Bankastrákur (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 18:33

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Segið svo að maður læri ekki eitthvað á því að blogga. En ég fer ekki ofan af því að sölumennska bankanna þegar þeir gerðu árás á húsnæðislánamarkaðinn var af einhverjum hvötum. Ef ekki væri bullandi gróði af þessu þá mundu þeir aldrei hafa gert það. Sem og þessi leikur bankanna að fjármagna og stjórna magni nýbygginga á markaði og skammta þær svo inn á markaðinn til að hámarka verð á þeim sem og að hækka lán sem fólk verður að taka til að eignast nýtt húsnæði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.2.2007 kl. 18:49

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

400 störf í álverinu og líklega um 800 utan þess þ.e. afleidd störf.  Einhver af þeim störfum eða líklega milli 1-200 eru meira að segja á höfuðborgarsvæðinu eða utan austurlands, og þar með teygja efnahagsáhrif og ávingur við þetta verkefni sig um land allt.

Eiður Ragnarsson, 10.2.2007 kl. 21:36

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekkert að öfundast út í störfinn var bara að tala um að kannski væri þetta nokkuð dýr störf m.t.t. tenslunar í landinu. Við finnum jú fyrir því þegar við borgum lánin og í verðbólgunni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.2.2007 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband