Leita í fréttum mbl.is

Björn Bjarnason vinnur fullnaðar sigur í Sjálfstæðisflokknum!

Fuðurlegt að Þorgerður Katrín samþykki tillögu sem hljóðar þannig.

Landsfundur ályktar að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Get reyndar ekki séð að þetta breyti neinu á þessu kjörtímabili nema að þeir þingmenns Sjálfstæðisflokksins sem hafa verið fylgjandi samningum við ESB breyti um áherslu nú. 

En þessi landsfundur sýnir okkur að Sjálfstæðisflokkuinn vill engu breyta frá því sem áður var hér á landi. Ekki einu sinni geta þeir samþykkt tillögur um framtíðarstefnu sem flokksmenn sjálfir hafa unnið að .  Og þess til viðbótar má ekki breyta:

  • Kvótakerfinu. Prófessor frá Oxford sagði nú í Silfrinu að þjóðinn væri geypilega gjafmild að gefa nokkrum mönnum allan nýtingarrétt og allan arð af þessari auðlind án endurgjalds. Svona svipað og í Afríku þar sem erlend fyrirtæki og spilt stjórnvöld leggja undir sig allan arðinn.
  • Það má ekki breyta stjórnarskránni.
  • Það á áfram að gefa orkuna til stóriðju svo að verktakar geti fengið smá bólu til að græða á.
Það eina sem þeir vilja breyta er að þeir komist aftur í valdastöður til að sinna vinum sínum í SA og LÍÚ. Lækka hjá þeim skatta, minnka hjá þeim gjöld og færa byrgðarnar til baka á lægstu launin. 
mbl.is Björn og Friðrik hjuggu á hnútinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hvað vildi Samfylkingin? Komast að til að sætta þjóðina efla hana og atvinnuvegina,umfram allt leiðrétta forsendubrest í skuldamálum heimilanna. Er það svo,Magnús viðurkenndu viðurstyggðina í Icesave? Æi enginn nennir að impra á þessu lengur,enda að koma jól.

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2011 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband