Leita í fréttum mbl.is

Ég get orðið brjálaður

Ég get orðið brjálaður þegar fólk talar um samskipti milli landa eins og sumir gera í Silfrinu núna. Mestu framfarir á Íslandi hafa orðið með auknum samskiptum okkar við önnur lönd. T.d. vorum við svo fátæk þegar við gerðumst aðilar að EFTA að við þurftum gríðarlegan stuðning frá ríkjum í EFTA til að geta staðaið við okkar skuldbindingar. Við gerðum líka áður samning um aðgang okkar að samstarfi Norðurlandaþjóða. Og eftir inngöngu okkar í EES hafa lífskjör þrátt fyrir hrunið tekið stakkaskiptum. Fólk ætti að minnast þess að um 1960 vorum við með fátækustu þjóðum Vestur Evrópu.

Og alltaf þegar við höfum ætlað að ganga til samstarfs við aðrar þjóðir hafa komið hér menn sem hafa haldið þvi fram að strax myndu hér erlendir aðilar fylla miðin okkar og veiða allan fiskinn, kaupa upp allt land hér og við yrðum bara fátækir leiguliðar. Ekkert af þessu hefur staðist og við gert skv. sérfræðingum mjög gjóða samninga í öll skiptin.

Og það er alveg sama hvað horft er til varðandi samskipti við önnur lönd. Hér leggjast öfgamenn á google og finna einhverjar greinar sem þeir sjaldnast vísa beint til en oft skrifaðar af fólki með öfgaskoðanir sem sjaldnast standast skoðun. 

 


mbl.is Huang gagnrýnir Vesturlönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Magnús, eitt er Efta stuðningur og annað er afhending og sala á stórum hlut landsins til skúffufyrirtækis sem lítið er vitað um fyrir afrakstur sem enginn veit hvernig eða hvort verður..

Samfylkingin hefur vægast sagt hagað sér eins og fífl og dónar í þessu máli.

hilmar jónsson, 27.11.2011 kl. 18:07

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Magnús minn.fagnaðu með okkur,við viljum hafa samband og viðskipti við önnur lönd,en ekki selja það.

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2011 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband