Leita í fréttum mbl.is

Veit ekki hvað kom fyrir Ólaf Ísleifsson - En það er eitthvað alvarlegt.

Svona miðað við hvernig hann talaði árið 2008 og hvernig hann lætur núna 2011 og 2012 er eitthvað furðulegt. Það er eins og hann hafi reiknað með meiri hlut sínum í endurreisn en óskað var eftir frá honum og er nú með allt á hornum sér. Hann er með stöðugt svartagallraus og alltaf tilbúinn að tjá sig um allt. T.d. varðandi þetta mál þá skoðaði ég lauslega tölur frá Hagstofunni og viti menn á móti þessu 1400 gjaldþrotum voru jú stofnuð um 1500 ný eignarhaldsfélög. Og stór hluti þessara gjaldþrota eru félög í fjármálastarfsemi, byggingariðnaði og þessháttar sem vitað var að væru á leið í gjaldþrot. Sem og öll félög um fjárfestingar sem eru jú orðnar að engu t.d. í bönkunm.

En eins og Ólafur talaði skynsamlega í upphafi þess að við fórum að fást við hrunið þá er hann nú auðsjáanleg hættur sem fræðimaður og kominn í baráttu gegn ríkisstjórninni með vini sínum Ólafi Arnarsyni.


mbl.is Skoða þarf starfsumhverfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirtæki byggjast afkomu á viðskiptavinum. Meðan almúganum er ekki veitt  alvöru leiðrétting eftir að hafa verið hlunnfarið sl. ár, þá gerist ekkert! Þetta er ekki flóknara!

Almenningur (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 16:45

2 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Það er lítil fagmennska orðin eftir hjá manninum. Auðvitað þarf að greina hvernig fyrirtæki það eru, sem eru að fara á hausinn. Úr því að það eru að mestu "fjármálafyrirtæki", þá er ljóst að engin eftirsjá er í þeim. Einnig er eðlilegt að byggingafyrirtæki fari á hausinn eftir fasteignabóluna, enda blasa þau við út um allt, hálftómu háhýsin.

Sveinn R. Pálsson, 4.1.2012 kl. 22:14

3 identicon

Voru stofnuð 1500 ný eignarhaldsfélög? Já, ,,það má alltaf fá annað skip.." kennitölu.

Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband