Leita í fréttum mbl.is

Væri nú ágætt að stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélagsins á Akranesi töluðu skýrar

Hvaða atriði eru það sem ríkisstjórnin nákvæmlega hefur ekki staðið við? Veit að ríkisstjórnin fór þá leið að hækka bætur í júní meira en þeim bar og telja því að þau þurfi ekki að hækka bætur eins mikið nú um áramót. En hvað er það annað?  Ekki sé ég að ríkisstjórnin sé að vinna gegn neinu fjárfestingardæmi, það eru bara fáir sem vilja fjárfesta í framkvæmdum núna. Og ef að verkalýðsfélög eru að vinna að því að lækka skatta á fyrirtæki þá eru þau um leið að biðja um hækkun skatta á sína félagsmenn.  Um skjaldborgina þá væri gott að fá einshver dæmi um raunhæfar lausnir og hvað stjórnarskipti koma framkæmd þeirra við?

Eins væri gaman að Formaður verkalýðsfélagisns skýrði fyrir okkur þá fullyrðingu hans að menn græddu ekkert á því að greiða í lífeyrissjóð. Hann sagði einvhverstaðar að hann hefði ekki nema um 7 þúsund krónur úr lfeyrissjóð eftir að hann hefði greitt í hann í 30 ár. Er maðurinn virkilega svo vitlaus að líta á að greiðslur úr Tryggingarstofnun komi bara af trjánum? Heldur þessi maður að það muni ekki um þá 70 milljarða sem fólk fær úr Lífeyrissjóðum? Meira að segja ég veit að staðgreiðsla skatta hér þyrfti að hækka um 8 til 10% til að tryggja öllum lágmarks ellilífeyrir ef að við hefðum ekki greiðslur úr Lífeyrissjóðum.  En það eru í dag um 70 milljarðar á ári og fer hækkandi á meðan að greiðslur úr Tryggingarstofnun eru um 50 milljarðar og fer hlutfallselega lækkandi því annars færum við á hausinn eftir nokkra áratugi við að framfleyta eldri borgurum. 

Það er margt fleira sem ég gæti sagt um málflutning þessa verkalýðsfélags en læta bíða að sinni. 


mbl.is Vill að ríkisstjórnin fari frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er umtalað.

http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/5418/

Hlekkurinn neðst um "framgang mála".

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband