Leita í fréttum mbl.is

Er Guðlaugur loks orðinn glórulaus?

Er hann að halda því fram að þegar bankarnir okkar og Fjárfestingabankinn voru settir í fallegan gjafapakka og nokkrum mönnum gefnir bankarnir næstum því sé minna má en endurreisn bankana nú. Halló er maðurinn ekki í lagi? Það er jú bein tenging milli þess að bankarnir voru einkavæddir, öllum kvöðum aflétt af þeim og þeim gefið fullkomið frelsi og þess að hér hrundi allt.  Held að fólk sé mun meðvitaðra um endurreisn bankana nú. Ekki hafa verið svo lítlar umræður um það og greinar.  En við vitum jú að Guðlaugur lætur svona til að reyna að fela þátt Sjálfstæðismanna og frjáshyggjunar í þessu hruni sem hér var. Ég hef oft vitnað í landsfundarályktanir Sjálfstæðismanna frá 2007 þar sem þeir töluðu um að leggja hér af eftirlitsiðnað því fyrirtækin sæju orðið sjálf um þetta og það væri þeirra hagur að þar væri allt í lagi. En þeir gleymdu því að fyrirtæki eru jú ekki manneskjur og þeirra helsta markmið að skila eigendum arði hvernig sem farið er að því. Jafn vel ólöglegt ef að lýkur eru á að það komist ekki upp.
mbl.is Endurreisnin skoðuð aftur á bak og áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta er nokkuð vel dulbúið leikrit hjá Sjálfstæðis og Samfylkingar samspillingunni sem okkur er boðið uppá núna. Þetta er svona eins og "ást í meinum" á milli þeirra. Í Kópavoginum eru Samfó og Sjálstæðó ekki heldur enn búin að opinbera endur-trúlofunina. Þetta ótraustvekjandi lið ætti nú eiginlega að fá fals-leiklistar-listamannaverðlaun! 

Við vitum svo sannarlega ekki hverjir eiga og reka bankana og Ísland í dag, frekar en fyrir hrun. Tímabært að byrja á næstu 9 bindum af rannsóknarskýrslu! Erum við ekki þekkt fyrir að vera vel læs og menntuð bókaþjóð? Þá er bara að standa sig í sann-fræðunum!!!

Nema við séum of fölsk og sjúklega eigingjörn, siðblind þjóð!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.1.2012 kl. 19:07

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Glórulaus Guðlaugur. Flott fyrirsögn.

Þetta með bankana hérna og hverjir eiga, að þá liggur það allt fyrir. þeir eru í eigu kröfuhafa gömlu föllnu bankanna. það er ekki eins og það sé leyndarmál. Í eigu kröfuhafa gömlu bankanna. það er nú öll ,,leyndin".

Nú, það að bankar hérna eru í eigu kröfuhafa gömlu bankanna er bein afleiðing af því þegar þeir Framsjallar gáfu nánast einkavinum sínum bankana. Orsök - Afleiðing.

það er eitthvað sorglega súrrealískt að sjá Sjalla koma hér og fara að tala um núverandi stjórnvöld. Stjórnvöld sem eru dag og nótt við það óþrifaverk, að moka sjallaskít.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.1.2012 kl. 22:00

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Að segja til syndanna er bara vopnaskak 4/flokksins,eins og hann er gjarnan kallaður.Þeir hafa bitist um völdin í áratugi. Vona svo að þessi stjórn fari að segja af sér,hún gerir ekkert nema kúga fólk,tefja og stoppa framfarir í atvinnulífinu.

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2012 kl. 01:02

4 identicon

Ómar bankarnir eru ekki í eigu kröfuhafa, gömlu bankarnir sem eru móðurfélög þeirra nýju hafa aldrei leitað nauðasamninga og þar sem að slitastjórn má ekki vera skráður eigandi þá eru þeir ennþá skráðir sem eign ríkissins, svo hafa nýju bankarnir ekki ennþá keypt skuldabréf gömlu bankanna þannig að allur þessi hagnaður nýju bankanna á endurmati vegna eigafærslu hefur verið fölsun frá hruni.

valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband