Leita í fréttum mbl.is

Til að ná sátt í þessu máli verður að staldra við strax

Það þýðir ekki að hleypa öllum fyrirhuguðum framkvæmdum af stað áður en þessar breytingar eiga sér stað.  Og staðan gæti verið að þegar þessi áætlun tæki gildi eftir 4 ár  yrði fátt annað en Dettifoss og Gullfoss óvirkjað.

Las þetta á www.ruv.is

Landvernd vill virkjanabann

Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, efast um að nokkur sátt náist um verndaráætlun samkvæmt lögum um nýtingu auðlinda í jörðu en umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra sögðust í gær telja að þjóðarsátt næðist um virkjanir og náttúruvernd við lagabreytinguna. Bergur segir standa til að virkja gríðarmikla orku áður en verndarákvæðin taki gildi og leggur til að öllum virkjanaáformum verði frestað um fimm ár.

Á dagskrá Alþingis í dag eru frumvörp umhverfisráðherra um lögfestingu meginreglna umhverfisréttar og iðnaðarráðherra um breytingu á lögum um nýtingu auðlinda í jörðu. Í bráðabirgðaákvæðum hins síðarnefnda eru ákvæði um að gera skuli annars vegar áætlun um hvar nýta megi auðlindirnar og hins vegar hvar ekki verði heimilt að nýta þær. Þá er um að ræða jarðhita og vatnsafl. Leggja skal tillögur um þessar áætlanir fyrir forsætisráðherra í ársbyrjun 2010 og fyrir Alþingi það sama ár að hausti.

Bergur Sigurðsson segir hugmyndafræðina út af fyrir sig vera góða og byggja mætti á henni en of langt sé í að áætlanirnar taki gildi, eða þrjú til fjögur ár. Á næstu árum gætu því orðið gríðarmiklar virkjanaframkvæmdir.

Frétt af mbl.is

  Stefnt að víðtækri þjóðarsátt um nýtingu auðlindanna
Innlent | Morgunblaðið | 13.2.2007 | 5:30
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra mælir í dag á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um breytingar á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Með frumvarpinu vilja stjórnvöld skapa heildstæða verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl á Íslandi.


mbl.is Stefnt að víðtækri þjóðarsátt um nýtingu auðlindanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband