Leita í fréttum mbl.is

Svona fyrst verið er að tala um nýju framboðin

Var að skoða Stefnskrá xc.is og hnaut um eftir farandi m.a.

Samstaða vill að hið opinbera tryggi öllum lífeyrisþegum viðunandi lífeyri án skerðingar (gegnumstreymiskerfi). Til viðbótar greiði fólk í lífeyrissjóði en geti valið í hvaða sjóð er greitt hvort sem er hér á landi eða erlendis. Samstaða vill efla sjóðsfélagalýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðakerfinu.

Hef aðeins verið að kynna mér Sænska krefið! Þar er það eins og þau tala um. Nema að fólk borgar 18,5% í það í stað þess að við borgum nú 12%. Og 16% af greiðslu Sænskra greiðenda fer í gengumstreymislifeyrissjóð og þar eru vandamál. Þeir sjá á næstu árum fyrir að það dugi ekki til að framfleita öllum sem eru að komast á eftirlaun. Þessvegna eru þeir að hvetja fólk til að vinna lengur. Því annars þurfi að lækka lífeyrir. Og þannig hefur það verið og fer versnandi að þar sem að kynslóðir sem eru að hefja töku lífeyris eru sífellt stærri og kynslóðirnar ekki lagt með sér í sjóði til að taka hluta af þessari framfærsluskyldu þá eru Svíar og felst Evrópuríki með gengustreymissjóði að lenda í vandamálum. Í dag er hér á landi borgað um 80 milljarðar inn í lífeyrissjóði en um 70 fer út til lífeyrisþega. Og svo borgum við um 50 milljarða út úr Trygginarstofnun til þeirra sem ekki haf nægan lífeyrir. Ef að gengumstreymiskerfið yrði tekið upp myndu greiðslur okkar í gengum skattkerfi og greiðslur í lífeyrir hækka sem nemur því sem vantar uppá við að sjóðirnir myndu fljótt eyðast og hverfa. 

Einn finnst mér að kaflarnir um 

  • Að draga úr gjaldtöku fólks í heilbrigiskerfi
  • Auka þennslu með ríkisframkvæmdum, lækkun skatta og úgjaldahækkunum ríkisins almennt
  • Stofnun 3 stjórnsýslu stigsins með þingum um allt land og fleira og fleira
  • Og svo náttúrulega lánalækkanir
Þessi kaflar finnst mér vera svolítið mikil útópía. Við höfum hvað um 400 milljarða sem hið opinbera fær í skatta og tekjur á ári.  Fyrir það þarf að reka heilbrigðiskerfið, félagskerfið, menntakerfið, trygginarkerfið og svo allt hitt. Ríkð er rekið með hvað um 20 milljarða  tapi í dag. Hvernig í ósköpunum ætlar fólkað fjármagna þetta allt. Það er ekki eins og neinn vilji hefja hér auknar lántökur.
mbl.is Möguleikar nýju framboðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú borgar í skatt til ríkisins það sem þú hefðir annars borgað í lífeyrissjóðinn.

Ríkið notar svo þann pening til að fjármagna útgreiðslur til lífeyrisþega.

Núverandi eignir gömlu lífeyrissjóðanna eru notaðar til að greiða niður þær erlendu þjóðarskuldir sem hæsta vexti bera.

Voila: þú ert kominn með gegnumstreymiskerfi sem kostar launþegann nákvæmlega það sama og áður. Í stað sjóðssöfnunar eru framtíðaútgreiðslur til vaxandi stéttar ellilífeyrisþega fjármagnaðar með þeim gríðarlega vaxtamun sem sparast um ókomna áratugi á þessari einskiptisaðgerð.

Þetta er ekki flókið reikningsdæmi, en hinn möguleikinn er auðvitað sá að halda áfram að henda tugum milljarða á ári í óhagstæðan vaxtamun og gríðarháan rekstrarkostnað hálf-einkavædds skattheimtukerfis.

Þegar vextir á skuldum eru hærri en ávöxtun á sparnaði, þá er skynsamlegt að innleysa sparnaðinn og nota hann til að greiða upp skuldirnar. Sérstaklega þegar hann er í umhverfi sem augljóslega brennir hann annars upp.

Lífeyririnn þinn er nefninlega ekki verðtryggður!

Guðmundur Ásgeirsson, 11.2.2012 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband