Leita í fréttum mbl.is

Kjaftæði og ömurlegheit

Hann segir mikilvægast að vanda sig og taka þann tíma til verksins sem á þurfi að halda.
Það eru búnar að vera nefdir um breytingar á stjórnarskrá frá árinu 1946 held ég og jafnvel fyrr. Núverandi stjórnarskrá var soðin saman af nokkrum mönnum á skömmum tíma upp úr Dönsku stjórnarskránni til að hún væri tiltæk fyrir lýðveldisstofnun hér 1944. Síðan hefur alltaf staðið til að taka hana upp en menn alltaf staðið í vegi fyrir því að talað um að þetta og hitt gengi ekki og væri ekki nógu vel unnið. En í raun snýst þetta bara um hagsmuni. Þ.e. að öflugir hagmunaaðilar hafa valdið því að enginn þorir að gera neitt í þessu máli. Stjórnarskrá er svo sannarlega ekki óbreytanleg. Okkar hefur verið breytt nokkrum sinnum. Bandaríska stjórnarskráin hefur líka tekið breytingum og í raun felstar um allan heim. Þannig að þó kæmi ný núna þá er hún ekki endanleg heldur getur orðið að breyta henni oft og reglulega. Enda er Stjórnarskrá sáttmáli þeirra sem byggja viðkomandi ríki um hvernig þeir vilja hafa það. 

Svo hvað vill Sigurður langan tíma 10 ár, kannski 100 ár, kannski 1000 ár?
mbl.is „Enginn greiði gerður með þessu klúðri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Magnús Helgi. Stjórnarskrá Íslands er ekki, og hefur aldrei verið virt. Ný stjórnarskrá er nauðsynleg, en breytir engu ef ekki verður farið eftir henni.

Það þarf að virkja stjórnarskrána, hvort sem hún er gömul eða ný.

Ég ætla að sleppa því að rekja öll stjórnarskrárbrotin sem ég veit um, í þessari athugasemd, því það er efni í margra binda ritsafn.

Ég bið um að þessi orð þín verði áfram-send til þeirra sem ráða afskriftum á lífsafkomu-möguleika almennings á Íslandi.

Það væri gott að byrja á að senda pistilinn til bankanna, lífeyrissjóðanna og ESB, sem er AGS-stýrt afsprengi gömlu svika-hringborðs-stjórnarinnar í Bandaríkjunum/Evrópu/Rússlands, og fleiri fjarstýrðra stjórnenda keyptra-peða-ríkja.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.2.2012 kl. 18:41

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þetta fólk vill bara komast í stjórn til að þagga niður í lýðnum í eitt skipti fyrir öll. Lýðræði er það sem þetta fólk vill afnema aftur svo hægt sé að halda fólki hérna á landinu í þrælavinnu fyrir fáa útvalda. Ekkert annað stendur á bak við Sjálfstæðisflokkinn og  Framsókn. Kjósendur ættu að skoða vel ný framboð og sjá hvort þar er ekki fólk sem er líklegt til að halda lýðræðisreglur og vinna fyrir hinn almenna borgara.

Ólafur Örn Jónsson, 23.2.2012 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband