Leita í fréttum mbl.is

Ekki held ég að þetta muni neinu gríðarlegu fyrir heimilin

Sýnist svona í fljótu bragði að þetta séu um 31 króna sem gjöld til ríkisins myndu lækka.  Sem þýðir um 310 krónur á hverja 10 lítra. Og við miðum við að meðal fjölskylda keyri um 800 km á mánuði og eyði um 10 lítrum á hverja hundra kílómeter þá þýðir þetta um 2 þúsund krónur á mánuði rúmlega. Og þá um 16 þúsundum á þessu 8 mánaða tímabili. En gæti kostað ríkið nokkra milljarða í tekjur.  En ef fólk verður glatt með þetta þá hlýtur að mega skoða þetta en bendi á að þetta eru innan við 2 sígarettupakkar á mánuði og rétt rúmlega karton á þessum 8 mánuðum.  En gæti kostað að hér verði hærri skattar einu ári lengur.
mbl.is Vilja lækka olíugjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Opinberar álögur hafa neikvæð áhrif á lífsgæði fólks og viðskipti. Þetta er því afar góð tillaga en stjórnarliðar munu sjálfsagt fella hana með þeim rökum að ekki sé neitt svigrúm til skattalækkana. Málinu er þveröfugt farið, það er ekkert svigrúm til þess að hafa opinberar álögur svona háar.

Helgi (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 19:45

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú heldur að þetta hafi ekki svo mikið að segja, Magnús Helgi. Það má vel vera að fyrir þá sem búa í Reykjavík og hafa aðgang að strætó, hafi þetta ekki mikið að segja. En fyrir okkur hin, sem eigum allt okkar undir einkabílnum, skiptir hver króna í verði eldsneytis miklu, reyndar gæti þetta skipt sköpum um hvort hægt sé að stunda vinnu áfram hjá mörgum.

Dæmið sem þú setur upp er hins vegar nokkuð fyndið. Fyrir það fyrsta er kílómetratalan, 800 km á mánuði (9.600 km/ári) nokkuð lág og ekki nokkur landsbyggðarmaður sem gæti látið það nægja. Dugir ekki einu sinni til að komast til og frá vinnu fyrir margann landsbyggðarmanninn. Nær væri að taka meðalakstur upp á 18.000 á ári, sem þó er langt undir þeim akstri sem landsbyggðafólk þarf að aka.

Þá tekur þú þú sem dæmi bifreið sem eyðir 10 l/100 km. Látum þá stærð standa.

Niðurstaða þín um að lækkun á verði hvers líters muni verða 31 króna. Ekki hef ég sannreynt það og nota því þinn útreikning þar einnig, þó ég efist um að hann sé réttur.

Þú kemst að því að sparnaðurinn sé einungis 2.000 kr á mánuði, þegar rétt niðurstaða samkvæmt þínu dæmi sé 2.480 kr.

En áfram með smjörið, 18.000 / 12 = 1.500 km/mán.

1.500 * 10 = 15.000 / 100 = 150 l/mán.

150 * 31 = 4.650 kr/mán.

Það eru sem sagt 4.650 kr á mánuði sem þetta myndi spara, n.b. þeim sem ekur 18.000 km á ári.

Til að leggja fram 4.650 kr þarf launamaðurinn að vinna sér laun upp á ca 9.000 kr. á mánuði, eða sem svarar 5% af launum verkamanns! Því má segja að þessi hugmynd Tryggva Þórs og félaga væri launahækkun upp á 5% hjá þeim sem lægstu launin hafa!! Ágætis búbót fyrir láglaunamanninn, ekki satt?

Áhrif þessarar tillögu á vöruverð er þó mun meiri. Vörubíll sem ekur vörum frá Reykjavík til Akureyrar fer með c.a. 300 - 350 lítra aðra leiðina. Það þýðir að lækka mætti kostnað við þann flutning einann um 9.300 - 10.850 kr., það er ef bíllinn fær lestun fyrir norðan og getur tekið gjald fyrir aksturinn til baka.

Í dag leggst þessi upphæð á þær vörur sem fluttar eru þessa leið. Mun meira á lengri leiðum.

Þá telur þú að þetta gæti lækkað tekjur ríkissjóðs um einhverja milljarða. Ekki er fjármálavit þitt upp á marga fiska. Auðvitað mun lækkun á skatti eldneytis ekki lækka tekjur ríkissjóðs, þar sem fólk gæti þá keypt sér eldsneytið og ekið meira. Það þarf ekki annað en að skoða umferðaþróun og bera saman við verð eldsneytis, til að átta sig á þessari einföldu staðreynd.

Það sem þó vantar í tillögu Tryggva Þórs og félaga, er að koma einnig höndum á græðgislega sjálftöku og verðsamráð olíufélaganna. Þau sýna nú met hagnað hvert af öðru og sá hagnaður er einungis tilkominn af óhóflegri álagningu.

En það er auðvitað ekki von til að Tryggvi Þór og félagar fari að ráðast gegn vinum sínum í olífélugunum. Það má ekki styggja vinina!

Gunnar Heiðarsson, 23.2.2012 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband