Leita í fréttum mbl.is

Gáfulegur alltaf Sigurjón!

Svona bara að nefan það að erlendum skuldum hefur veirð létt af m.a. bönkum hér. Og afhverju ættu lánadrotnar okkar að létta frekari skuldum af okkur. Minni þennan góða mann að við eigum nærri helmingin af öllum skuldum okkar í gjaldeyrisvarasjóð sem er einmitt vegna þess að við erum við Krónu. Og eingnir í m.a. bönkum á bak við þó nokkuð í viðbót við skuldir okkar. Svo mætti einhver fræða hann á að t.d. Grikkir eru að fá niðurfellingar á skuldum vegna þess að þeir eru í ESB. Held að það sé ljóst að t.d. AGS hefur ekki leyfi til að fella niður lán sem þeir veita. Það er eins og menn hugsi alltaf eins og þeir þurfi að bjóða betur en næsti maður. Nú Lilja er með niðurfærslur á lánum heimila og þá kemur Sigurjón með niðurfellingu á skuldum þjóðarbúsins í heild. Næsti verður þá með að við eigum bara ekkert að borga af neinum skuldum og allir verði skuldlausir.
mbl.is Vill niðurfellingu erlendra skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laxinn

Skuldavandi þjóðarinnar er tímabundinn vandi sem á ekki að leysa með því að framselja fullveldi Íslands um aldur og ævi.

Svo er einnig fásinna að tala alltaf eins og við myndum græða eitthvað á inngöngu í ESB þar sem það byggir að miklu leyti á því að ríkari þjóðir lána/styrkja uppbyggingu fátækari ríkja innan sambandsins (lesist: A-Evrópa). Ísland telst til ríkari þjóða og því myndi okkar ársreikningur fyrir ESB aðild vera í mínus um fyrirsjánlega framtíð.

Laxinn, 4.3.2012 kl. 23:38

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Samt minnist enginn á höfuðorsökina á bakvið það að svo erfitt er að endurfjármagna eða fá ný lán hingað inn. menn væla og væla, gjaldeyrishöft, ríkisstjórn og eg veit ekki hvað og hvað. Enginn nefnir höfuðmálið: Vitleysisgangurinn með Icesaveskuldina. Hver heldur fólk eiginlega að treysti almennilega landi sem í þrí eða fjórgang segist ætla að stela öllu sem lánað er hingað upp? Og samþyggir það í vitleysisatkvæðagreiðslu.

það er allt að ganga eftir sem vitrir menn sögðu. En þetta má vist ekki nefna.

Vitleysisganfur forseta og þjóðrembinga ásamt öfgamönnum allrahanda er að kosta alveg gígantískt. Gígantískt til langs tíma.

Nú nú. þá kemur einn sjallasnillingur - og hvað? Jú, fella niður erlendar skuldir! það er lausnin.

það sem maður er farinn að fá grænar bólur yfir svona hálfbjánabulli frá fólki sem hvorki hefur hunds né kattarvit á nokkrum einasta andskotans hlut og er ófært að leita sér upplýsinga um al-einföldustu mál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2012 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband