Leita í fréttum mbl.is

Þarna fór Þór með það.

Hvað á hann við með algjör örvænting? Maðurinn á móturhjól sem hann getur ekki borgað! Er Þór sem sagt að segja að að missa móturhjól sé svo mikil örvænting að það sé skiljanlegt að menn tromist og fái að skreppa frá úr vinnu til að drepa menn.  Verður nú ekki að setja hlutina í rétt samhengi. Held að menn verið nú aðeins að halda bullinu niðri.  Og sýna líka smá ábyrgð. Heldur Þór t.d. sem hagfræðingur að lækkun lána um 19% hefði bjargað mörgum hér á landi. Kannski lækkun á greiðslum um 18 þúsund á mánuði. Held að fólk sé nú yfirleitt í meiri vandræðum en það sem er í vandræðum. En svo erum við stór hluti sem erum í engum vandræðum og/eða löngu búin að koma okkur úr þeim vandærðum hjálparlaust. Menn láta eins og skuldavandræði hér séu bara alveg ný og hafi aldrei gerst áður. Halló. Smá skynsemi og stjórnmálamenn hætti að hvetja fólk til ofbeldis.
mbl.is Árásin kemur Þór ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyr,heyr.  Alveg sammála.

Baldur (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 12:58

2 identicon

Sæll Magnús

 Ég er ósammála þér í pólitík en síðasti pistill frá þér eru orð að sönnu þessi ummæli frá Þór Saari og svo Marinó G. Njáls í gær...............toppa allt ógeðið.  Þessir menn mega aldrei koma nálægt Alþingi aftur burt með svona ógeðslegan málflutning.

Kveðja Gunnar

Gunnar (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 13:11

3 identicon

Ég er sammála Þór þarna að hluta til...öll erum við misjöfn og þegar okkur finnst vera brotið á okkur gengur fólk mislangt sem betur fer ekki eins og þessi gaur, það eru ekki allir sem taka réttar ákvarðanir í reiði eða geðshræringu þvert á móti, sáum mannin þarna um árið sem rústaði húsinu sínu og fólk sem ekki vill yfirgefa heimili sín þó svo að það sé löngu hætt að borga af eigninni, hver veit nema þetta blessaða mótórhjól sé hans þak yfir höfuðið ef þið vitið hvað ég á við.

Ég er ekki hissa á þessu en er ekki að réttlæta þennan verknað á neinn hátt...

Guðmundur Árnason (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 13:34

4 identicon

Skv. RÚV er þetta ekki rétt sem þið haldið fram um skuldir mannsins.

Kristinn (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 13:42

5 identicon

Ég er öryrki, og mér finst á mér brotið. Í hvert sinn sem ég skoða þá upphæð sem er lögð inn á bankareikning minn þá sé ég ekki að stjórnmálamenn séu að vinna fyrir mig. Samkvæmt þeirri upplifun þá er þeim sem ráða för sama þó ég deyji úr hungri.

Nína (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 14:13

6 identicon

Jamm....

Þór Saari fór alveg með það.

Hann sagði SANNLEIKANN !

Það sem þessi svokallaða ríkistjórn er allfaf að fela og vill ekki að fólk tali um !

Hann var ekkert að réttlæta ofbeldið, hann sagði bara það sem þarf að segja,

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 14:16

7 identicon

Þór gerði ekkert nema segja hvernig hlutirnir eru orðnir.

Hann var ekkert að gera lítið úr þessum hryllilega atburði.

Skjöldur (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 14:22

8 identicon

Bið fyrir ykkur sem mærið Þór í þessu máli.  Siðleysið á sér engin takmörk hjá sumum og lágmenningin í bloggheimum hefur aldrei sokkið lægra.  Þökkum fyrir að meginþorri fólks hugsar ekki svona. 

Baldur (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 14:36

9 Smámynd: corvus corax

Ég er búinn að þaullesa pistil Þórs Saari og fæ hvergi séð að hann sé að réttlæta hina hörmulegu árás á framkvæmdastjóra lögfræðistofunnar í Lágmúla í gær. Hann bendir hins vegar á að þolmörk fólks bresti eftir því sem almenn örvænting og reiði ágerist í þjóðfélaginu. Og þá auknu örvæntingu og reiði megi að sjálfsögðu rekja beint til fjárhagsástands fjölda fólks í kjölfar hrunsins. Það réttlætir hvorki né afsakar gerræðislegt athæfi eins og umrædda árás. Hins vegar aukist líkur á því að "andlega óstöðugir" missi stjórn á aðstæðum og sjálfum sér eftir því sem fjárhagsvandræði og þar með örvænting og vonleysi eykst almennt. Þetta getur hver séð sem ekki er blindaður af móðusýkislegum upphrópunum og geðshræringu þegar bent er á meinið. Lögfræðingar sem slíkir eiga hér enga sök umfram aðra þótt svo hafi viljað til að þessi hörmulega árás beindist að lögfræðistofu og tilviljun ein réði því hver þar varð fyrir árásinni.

corvus corax, 6.3.2012 kl. 14:44

10 identicon

Sé ekki neitt rangt hjá Þór, hann er bara að segja hlutina eins og þeir eru.
Ég veit ekker um þennan hnífamann... kannski var hjólið bara dropinn sem..

Aðalmálið er að öllu hefur verið dempt á almenning, fjármálastofnanir og innheimtufyrirtæki hafa gengið berserksgang á landslýð.. með aðstoð ríkisstjórnarinnar, ríkisstjórnin hefur unnið með útrásarvitleysingum, hjálpað þeim að halda fyrirtækjum.. með afsökun eins og: Menn gætu missti vinnuna ef útrásarvitleysingar tapa eigum sínum.. Já í alvöru.. Mörður sagði þetta á útvarpi sögu.. án þess að blikna.
Það er stórt æxli að vaxa í samfélaginu.. það stækkar og stækkar.. ég er búinn að vera að bíða eftir svona,  hef faktískt furðað mig á að þetta hafi ekki gerst fyrr.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 14:44

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sorry en ef það hefði ekki orðið hrun en þessi ákveðni maður lent í því að borga ekki af hjólinu og verið að missa það eins og margir hafa lent í löngu fyrir hrun. Halda menn að þá hefði viðkomandi bara verið rólegur.  Og hvaða örvænting í þjóðfélaginu gerir þetta að verkum. Þannig að ég neita því að þetta sé skiljanlegt.  Maðurinn var í vinnu hafði þak yfir höfuðið og við erum að tala um móturhjól. Þannig að sá skilningur sem Þór hefur á að þetta gerist er bara bull þakk fyrir.  Held að liður í að fólk snappi séu  Lilju Móses, Þórs núna og fleiri um að nú fari að sjóða uppúr, að lögmenn og starfsfólk fjármálafyritækja séu glæpamenn og níðist á fólki. Og það að létta öllum skuldum af fólki sé bara ekkert mél. 

Menn gleyma því að þetta fólk er bara að vinna vinnu sína fyrir eigendur þessara fyrirtækja. Örugglega allt að vilja gert. Ég persónulega eyddi nokkrum árum hér upp úr 1993 að semja við lögmenn um greiðslur sem voru innheimtu aðallega vegna þess að ég eyddi meira en ég aflaði og skuldaði því of mikið. Varð nærri því gjaldþrota og þurfti að selja ofan af mér og er enn að klára það. Þetta hafa bara þúsundir staðið í frá því löngu fyrir hrun. Minni á að 2004 voru um 18 þúsund á vanskilaskrám hefur þó ekki fjölgað nema upp í 25 þúsund í dag. Og merkilegt nokk þá var þetta fólk hér fyrir hrun að missa hús, bíla og móturhjól.  Og ekki held ég að við þá höfum notið þess mikla skilnings sem fólk hefur nú með skuldurum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.3.2012 kl. 16:29

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Einhver sem sagiðist hafa lesið Þór Saari og ekki fundið því stað að hann væri að skýra þessa árás og morðtilraun sem afleiðingu ástandisins því vill ég benda t.d. á þennan kafla í bloggi hans.

" Hér á landi hefur smátt og smátt verið að byggjast upp ákveðið ástand, ástand övæntingar, vonleysis og reiði sem hjá þúsundum manna er komið á hættulegt stig, ástand sem mun ef svo fer sem horfir, sennilega hafa áframhaldandi ofbeldi í för með sér."

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.3.2012 kl. 16:35

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

ótal manns hafa í örvæntingu tekið eigið líf og nú virðist sem nýjum „áfanga“ í ömurðinni hafi verið náð með morðtilraun á lögmanni í innheimtugeiranum.
Það væri nú fróðlegt að sjá þetta stutt með einhverjum tölum. Síðsta sem ég heyrði um sjálfsvíg að þeim hafði ekki aukist merkjanlega.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.3.2012 kl. 16:40

14 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Kanski er meira búið að ganga á hjá þessum manni en þetta blessað mótorhjól, veist þú eitthvað um það. Ég les úr þessu að Þór bendi á það að þarna sé birting hættulegs ástands sem er að sjóða upp í þjóðfélaginu. Ég skil ekki hvernig er hægt að taka það sem réttlætingu að hann segir að þetta komi sér ekki á óvart. Kann fólk ekki Íslensku lengur.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 6.3.2012 kl. 17:54

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sko ég veit að a.m.k. að hann var í vinnu sem er þó betra en en hjá um 12 þúsund einstaklingum. Hann hafði held ég þak yfir höfuðið sem ólíkt mörgum. Hann hafði falið mótorhjólið og ekki borgað af því um margra missera skeið.

´ótal manns hafa í örvæntingu tekið eigið líf og nú virðist sem nýjum „áfanga“ í ömurðinni hafi verið náð með morðtilraun á lögmanni í innheimtugeiranum.

Bíddu hann hefur bara ekkert fyrir sér í þessu. Ég er búinn að benda á að fyrir hrun þegar allt hér gekk vel voru 16 til 18 þúsund manns í vanskilum í dag eru það um 24% kannski sem eru komin á vanskilaskrá. Aðrir eru að ná að semja sig áfram við að leysa úr sínum vandamálum. En ég veit að það er fólk í vandræðum. En þau mörg komu sér í það með því að taka lán langt umfram þau 30% af launum sem fólki er ráðlagt að fara ekki yfir. Ég þekkti mann ágætlega á þessum tíma sem ætlaði að græða á bílakaupum með gengistryggðum lánum og 2007 þegar gengið hrundi sat hann uppi með 3 Landcruiser, Toyota Hilux, 2 sendiferðabíla og fleira og fór náttúrulega þráðbeint á hausinn með þetta. Bara svona sem dæmi. Sturla Jónsson sá frægi skuldari og píslavætti hagaði sér kannski ekki sérstaklega skynsamlega sbr http://www.dv.is/folk/2010/11/4/dr-gunni-rifjar-upp-godaerid-sturla-vorubilstjori-flottasta-bil-landsins/ en það er látið eins og staða hans sé bara vegna þess að bankarnir eru svo vondir við hann. Og þannig getum við talað um alla frægustu píslavottana hér.   Vissulega margir sem hafa það slæmt en flestir geta samið um sínar skuldir þannig að þær séu yfirstíganlegar og síðan eru dómar að falla sem hugsanlega leiðrétta lán fyrir suma. Aðrir verða bara að átta sig á því að þegar þeir taka lán fyrir 100% af því sem þeir eru að kaupa að það geta orðið sveiflur eitt árið sem mynda eign en líka öfugt sem strokar hana út. En aðal atriðið er greiðslubirgði og greiðslu geta. Og miðað við að ungt fólk er að ráða við að leigja íbúðir á 150 þúsund þá ættu felstir eldri að ráða við þá greiðslubirgði þar til að búið er að greiða úr þessum lánafrumskógi án þess að skella þeim öllum á ríkið með tilheyrandi hækkun á sköttum. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.3.2012 kl. 18:31

16 identicon

11. september 2011 | Sunnudagsmoggi | 659 orð | 2 myndir

Sögur um fjölgun sjálfsvíga ósannar

Sögusagnir um mikla fjölgun sjálfsvíga á Íslandi eftir efnahagshrunið eiga ekki við rök að styðjast, að sögn Högna Óskarssonar geðlæknis. Runninn er upp alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is

Talið er að í heiminum svipti sig einhver lífi á 40 sekúndna fresti. Mun algengara er að karlar séu þar að verki en konur, en þær gera reyndar töluvert fleiri sjálfsvígstilraunir sem enda ekki með dauða.

Staðreyndin er sú að á Íslandi taka tveir til þrír eigið líf í hverjum mánuði. Sjálfsvígum hefur samt fækkað að meðaltali hér á landi á síðustu þrjátíu árum en vert er að geta þess að tölur fyrir árið 2010 liggja enn ekki fyrir.

„Mikið er horft til þess hver áhrif efnahagshrunsins hafa orðið,“ segir Högni Óskarsson, geðlæknir og formaður fagráðs Landlæknisembættisins um forvarnir gegn þunglyndi og sjálfsvígum. „Af Norðurlöndunum hafa Íslendingar orðið langverst úti efnahagslega og að einhverju leyti félagslega. Í samfélaginu hafa undanfarið verið fantasíur í gangi um mjög mikla fjölgun sjálfsvíga en þær sögur eru sem betur fer ekki réttar. Vissulega hafa þau komið í bylgjum, til dæmis á Reykjanesi á síðastliðnum vetri en af því er ekki hægt að draga afgerandi ályktanir,“ segir Högni við Sunnudagsmoggann.

Eitt sjálfsvíg þykir að sjálfsögðu einu of mikið, því er stöðugt unnið að forvörnum á þessu sviði og Hjálparsími Rauða krossins, 1717, hefur komið mörgum til góða. Mjög margir hringja árlega þangað, bæði fólk í sjálfsvígshugleiðingum og þeir sem telja aðra í sjálfsvígshættu.

Fagráðið sem áður var nefnt var stofnað 2003 en starfsemi þess hefur verið minni síðustu þrjú ár en áður vegna fjárskorts. Dráttur hefur orðið á að tölur um tíðni sjálfsvíga fyrir árið 2010 liggi fyrir, en óyggjandi tölur fyrir það ár verða mikilvægur mælikvarði á þróunina. „Segja má að í lok árs 2009 séu áhrif kreppunnar ekki alveg komin fram, maður heldur því niðri í sér andanum og krossar fingur.“ Fjárhagserfiðleikar fólks hafi aukist og örvænting þeirra sem leita eftir hjálp sé meiri en áður. Hann hafi þó á tilfinningunni að tíðni sjálfsvíga hafi ekki aukist á milli ára.

Högni hefur unnið með öðrum sérfræðingum, bæði annars staðar á Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu. Sífellt er reynt að draga lærdóm af þróun mála.

Tölur yfir sjálfsvíg karla 15 ára og eldri voru lægri að meðaltali á Íslandi árið 1980 en annars staðar á Norðurlöndunum og enn árið 2009. Sjálfsvígum fjölgaði að vísu hérlendis í tvígang, árin í kringum 1990 og aftur 2000, en Högni segir að það hafi verið innan tilviljunarmarka.

Sjálfsvíg voru næstum tvöfalt algengari í Danmörku og Finnlandi en hér heima árið 1980, ástandið var sambærilegt í Noregi og á Íslandi en meðaltalið hærra í Svíþjóð.

Sjálfsvíg hafa lengi verið mun algengari í Finnlandi en annars staðar á Norðurlöndum. Flest voru þau í byrjun tíunda áratugarins, í efnahagshruninu þar í landi, en næstu ár á eftir dró verulega úr. Í árslok 2009 voru tölur yfir sjálfsvíg í Finnlandi samt sem áður um 60% hærri en í hinum löndunum.

„Finnar eru af annarri ætt en við, sbr. tungumálið; Það er talið að þeirra ættstofn komi meira að austan, og það er merkilegt að hjá þjóðum og þjóðarbrotum sem eru erfðafræðilega skyldar þeim – til dæmis Ungverjum og hluta Slóvena – er töluvert hærri sjálfsvígstíðni en hjá öðrum nágrönnum þeirra allra.“

Þegar tölfræði yfir sjálfsvíg kvenna er skoðuð kemur í ljós að tíðni er líka lægst á Íslandi áratugina þrjá. Mun meiri sveiflur eru annars staðar; tölur að vísu sambærilegar hér og í Noregi við upphaf tímabilsins en hærri bæði í Finnlandi og Svíþjóð og miklu hærri í Danmörku. Í árslok 2009 voru tölur lítt breyttar í Finnlandi, íslenskar tölur fyrir konur voru áfram með þeim lægstu. Mjög dró úr sjálfsvígum kvenna í Danmörku á tímabilinu.

„Ef við lítum á þetta sem keppni eru Danir ótvíræðir sigurvegarar því sjálfsvígstíðnin þar hefur lækkað mjög mikið,“ segir Högni. Hann segir erfitt að benda á eitthvað sérstakt sem skýrir þessar breytingar. Hér á landi séu þunglyndislyf vissulega notuð í meiri mæli en annars staðar, en forvarnir gegn sjálfsvígum séu öflugar í Danmörku. Engar einhlítar skýringar eru á þessum góða árangri.„Það er hægt að tína margt til, en staðreyndirnar í málinu eru tölurnar.“

hversemer (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 18:49

17 identicon

Guðmundur þú nefndir dæmið um manninn sem rústaði húsinu sínu. Það gerðist þegar hann var að tapa því á uppboði, en var þetta ekki sami aðilinn og var búinn að selja öðrum manni eininghús og fá það greitt, afhenti svo aldrei einingahúsið og setti alla peningana í húsið sem hann tapaði svo. Ég meina ertu að gefa í skyn að honum hafi verið vorkunn. Hvað þá með manninn sem aldrei fékk húsið sitt???!!!!

Nei aðal meinsemdin í dag er ekki fólkið sem er í vandræðum, af hvaða orsökum sem það er. Meinsemdin eru allir þessir aðilar sem ekkert bjart sjá og ala á óánægju og gremju annarra, jafnvel úr ræðustól Alþingis, og geta svo ekkert bitastætt lagt til málanna eða komið með nein úrræði sem ekki kosta alla aðra landsmenn (þ.m.t. alla þá sem jafnframt eru í fjárhagsvandræðum) aukna skatta. Út með þessa gremjualendur og inn með eitthvað fólk sem ekki lofar öllu góðu, svíkur það svo eða elur á óánægju annarra eins og hver annar púki á bita. Og Þór þú stækkar ekkert þótt þú alir á óánægju annarra.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 19:07

18 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Skv kvöldfréttum var þetta morðtilraun vegna innheimtu á skuld innan við 100 þúsund krónum. Segir manni að þarna fór fárveikur maður. Og allar fabuleringar um að þetta sé birtingarmynd örvæntingar fólks vegna skulda er bara fáránlegur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.3.2012 kl. 19:11

19 identicon

Sæll. Þú ert að "shoot the messenger". Þór hefur ekkert gert. Ef þessi atburður væri svona óskiljanlegur, þá væru morð og verra ekki daglegt brauð þar sem eymdin er orðin nógu mikil. Og ef fátækt og fylgisfiskar hennar aukast á Ísland verður Ísland eins og Harlem gamla og önnur fátækahverfi. Mannlegt eðli er eins alls staðar. Íslendingar hafa aldrei verið betri en aðrir, bara lifað við betri kjör. Og þetta veit Þór, og varar við hvernig mannlegt eðli virkar að eitthvað róttækt verði að gera ef hér á ekki að verða ófriðarþjóðfélag, eins og alls staðar þar sem mannréttindi eru fótum troðin af stjórnvöldum og mannvirðing engin. Hann er ekkert að réttlæta með að viðurkenna hvernig mannlegt eðli er og hefur alltaf verið og fyrirsjáanlegar afleiðingar fátæktar.

TR (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 00:05

20 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þór Saari fór alveg með það.

Hann sagði SANNLEIKANN !

Það er hinn alvarlegasti glæpur.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.3.2012 kl. 08:02

21 Smámynd: corvus corax

Magnús Helgi Björgvinsson, ef þú ert að vitna í corvus corax þegar þú skrifar "Einhver sem sagðist hafa lesið Þór Saari og ekki fundið því stað að hann væri að skýra þessa árás og morðtilraun sem afleiðingu ástandisins því vill ég benda t.d. á þennan kafla í bloggi hans" skaltu vanda þig betur. Corvus skrifaði orðrétt: "Ég er búinn að þaullesa pistil Þórs Saari og fæ hvergi séð að hann sé að réttlæta hina hörmulegu árás á framkvæmdastjóra lögfræðistofunnar í Lágmúla í gær." Þór Saari leitar einmitt skýringa en hann ber það ekki við frekar en aðrir að reyna að réttlæta voðaverkið. Það er hægt að skýra og greina ástæður, orsakir og afleiðingu án þess að það hafi nokkuð með réttlætingu að gera.

corvus corax, 7.3.2012 kl. 08:51

22 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þór segir:

"Hitt er svo annað mál að það að slíkt skuli gerast í því ástandi sem hefur verið viðvarandi hér á landi undanfarin tæp fjögur er hreint ekki undarlegt eða óskiljanlegt."

" Hér á landi hefur smátt og smátt verið að byggjast upp ákveðið ástand, ástand övæntingar, vonleysis og reiði sem hjá þúsundum manna er komið á hættulegt stig, ástand sem mun ef svo fer sem horfir, sennilega hafa áframhaldandi ofbeldi í för með sér"

"Samfélag þar sem ósanngirni, óréttlæti og jafnvel hrein glæpamennska viðgengst þar sem yfirvöld hafa gefist upp fyrir ástandi sem þau ráða ekki við vegna skilningsleysis, kjarkleysis og þvergirðingsháttar æðstu ráðamanna.  Slíkt samfélag mun fyrr eða síðar verða dómstól götunnar að bráð hvort sem mönnum líkar vetur eða verr."

" Það á sér engu að síður rætur einhvers staðar og ég held að það séu fleiri en ég sem vita hvar þær rætur liggja og hverjar afleiðingarnar muni verða ef áfram er haldið á sömu braut.  Það sem gerist í svona stöðu og þegar fólk hefur verið boxað af alveg út í horn er að þá mun einhver fyrr eða síðar slá til baka.  Sá fyrsti sló til baka í síðustu viku, annar í gær og því miður sennilega fleiri á næstunni.  Í slíkri stöðu er ekki bara hægt að halda áfram að segja að þetta eða hitt sé „samkvæmt lögum.“"

Held að þetta sé nú nóg til að segja að hann segir að ástandið kalli á að fólk bregðist við með obeldi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2012 kl. 11:25

23 identicon

Sorglegt ef þú ert ekki læs, en það að segja að eitthvað sé "ekki ósskiljanlegt" þýðir ekki að maður réttlæti það persónulega. Þór Saari er heimsborgari, blóðlega tengdur til Finnlands og uppeldislega til Bandaríkjanna. Hann þekkir og skilur sam-mannlegt eðli og afleiðingar fátæktar, afþví hann er víðreistur, vellesinn og hámenntaður maður. Einungis heimóttarlegir sveitalubbar hlaupa upp til handa og fóta og væla "ó, nei!" í bláeygum fávitagangi ef einhver viðurkennir sögulegar staðreyndir og þykist ekkí fákunnugur mannlegu eðli, þó friðelskandi maður sé sjálfur og hafi aldrei beitt ofbeldi, líkt og Þór Saari. Og skammastu þín svo fyrir að reyna að ræða mann ærunni með þessum hætti. Þitt eigið mannorð er réttilega feigt fyrir vikið, enda eitt af boðorðunum tíu að bera ekki ljúgvitni gegn náunga sínum, og sameiginlegt öllum trúarbrögðum. Með því að gera Þór upp illar hugsanir með vísvitandi rangtúlkunum á orðum hans, ertu sekur um brot á því boðorði, og þar sem þú gerir þetta einungis afþví hann er ekki sam-flokkshundur þinn, geristu þar með sekur um grófustu tegund af pólítísku ofstæki og óumburðarlyndi í garð þeirra sem eru ekki 100% sammála þér í einu og öllu.

Karl (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 12:43

24 identicon

Það segir svo mest um manninn sjálfan hvað hann kýs að þykjast lesa milli línanna, því þar finnur hann sjálfan sig. Ljótir menn leita ljótleikans, góðir menn sannleikans.

Karl (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 12:44

25 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sko gættu að þvi hvað þú segir. Hvernig er þetta skiljanlegt að maður sem lendir undir í innhemitu upp á skuld sem er undir hundraðþúsund krónum reyni að myrða einhvern lögfræðing. Hverskonar bull er þetta. Jú kannski í ljósi þess að Þór og fleiri eru að kalla alla um þessar mundir glæpamenn og níðinga og hvað sem þeim dettur í hug. Og við skulum skoða hvað Alþingismaðurinn er að segja:

Hitt er svo annað mál að það að slíkt skuli gerast í því ástandi sem hefur verið viðvarandi hér á landi undanfarin tæp fjögur er hreint ekki undarlegt eða óskiljanlegt."

Hvað á þetta atvink þarna með ásandið í þjóðfélaginu að gera. þarna fer veikur maður og reynir að drepa mann.

Þór segir líka:

Samfélag þar sem ósanngirni, óréttlæti og jafnvel hrein glæpamennska viðgengst þar sem yfirvöld hafa gefist upp fyrir ástandi sem þau ráða ekki við vegna skilningsleysis, kjarkleysis og þvergirðingsháttar æðstu ráðamanna.  Slíkt samfélag mun fyrr eða síðar verða dómstól götunnar að bráð hvort sem mönnum líkar vetur eða verr

Hvað er hann að gera. Hann er að segja fólki að allir aðrir en hann séu ömurlegt fólk sem nýðist á almenningi og gæti bara redda öllum. Hvað hefur hann fyrir sér í því. Flestar hans hugmyndir myndu ganga gegn lögum og stjórnarskrá.

Nenni þessu svo ekki lengur hafið ykkar hentisemi bara.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2012 kl. 12:53

26 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

PS. af www.pressan.is

Ef við erum með stórar yfirlýsingar og alhæfingar um einstakan atburð getur það orðið til að æsa fólk upp og sú þjóðfélagslega umræða sem er í dag, einkennist af vanstillingu, vantrausti og ólgu. Við eigum ekki að ýta undir slíka umræðu,

segir afbrotafræðingurinn Helgi Gunnlaugsson í samtali við Pressuna.

Helgi ítrekaði að umræðan mætti ekki einkennast af dómhörku í garð einstakra mála.

Ef þættir eins og þjóðfélagsástand byggju að baki ofbeldisverkum hér á landi þá myndum við sjá það í aukningu ofbeldisverka í samfélaginu frá því árið 2008. Þvert á móti sýnir tölfræðin að heldur hefur dregið úr ofbeldisverkum,

sagði Helgi Gunnlaugsson sem hvetur fólk að stíga varlega til jarðar þegar einstaka glæpir eru ræddir og ekki setja þá í samhengi sem ekki hefur fengist staðfest.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2012 kl. 13:18

27 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Flottur pistill Magnús,svo virðist vera að Þór á sér nokkra bandamenn sem svara með sömu svörum allsstaðar í flestum færslum varðandi þann pistil sem hann sendi frá sér en OK það er ekkert mál,við getum ekki verið öll sammála það er óvinnandi vegur,en afhverju má ekki getum við ekki virt skoðainir annara.Þór Saari er ekki að fara að bjarga Íslandi sko,hann er bara af þessum þingmönnum sem eru allir með skoðanir en einhvernveginn skolast þær til líkt og gerist í blogginu um Þór.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 8.3.2012 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband