Leita í fréttum mbl.is

Ekki víst að þetta sé gott fyrir okkur?

Var að lesa bloggið hans Péturs Gunnarssonar um þetta mál og hann er ekki víst að þetta sé góð þróun fyrir okkur. Hann segir m.a.

Þess vegna fölna ég þegar ég les fréttir um að Rio Tinto Zink - af öllum fyrirtækjum - sé að undirbúa yfirtöku á Alcoa, fyrirtækinu sem á Fjarðarál og hefur áform um álversuppbyggingu á Bakka við Húsavík. Fjörutíu milljarðar bandaríkjadala er verðið sem rætt er um í þessu samhengi og það er svona þrisvar sinnum landsframleiðslan á Íslandi, þetta eina fyrirtæki er stærð sem íslenskt þjóðfélag á ekki séns í.

Alcoa og Rio Tinto eiga sér margvíslega sögu í ýmsum löndum heims, þau eru gríðarlega öflug og sagan sýnir að það getur kostað sitt fyrir litlar ríkisstjórnir að lenda upp á kant við þau, vegna þess að bandaríkjastjórn hefur margsinnis beitt pólitískum áhrifum og aðgerðum til að takamarka getu ríkja til þess að setja þessum stórfyrirtækjum stólinn fyrir dyrnar. Og bæði fyrirtækin eru í nánum tengslum við þau öfl sem nú hafa tögl og hagldir í bandarísku stjórnmálalífi. Þau öfl eru t.d. ekki mjög hrifin af "meginreglum umhverfisréttarins."

Frétt af mbl.is

  Gengi bréfa Alcoa hækkar vegna frétta um hugsanlega yfirtöku
Viðskipti | mbl.is | 13.2.2007 | 23:15
 Alcoa er að reisa álver við Reyðarfjörð. Gengi hlutabréfa bandaríska álfélagsins Alcoa Inc. hækkaði um rúmlega 6% í kauphöllinni á Wall Street í dag vegna fréttar, sem birtist í breska blaðinu The Times um að áströlsku fyrirtækin BHP Billiton Ltd., stærsta námufyrirtæki heims og Rio Tinto PLC, stærsti járnblendiframleiðandi heims, væru að undirbúa yfirtökutilboð í Alcoa.


mbl.is Gengi bréfa Alcoa hækkar vegna frétta um hugsanlega yfirtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband