Leita í fréttum mbl.is

Hvað er þá Framsókn! Ömurlegur þingmaður Sigmundur Davíð.

 „Samfylkingin er sértrúarsöfnuður en ekki stjórnmálaflokkur,“

Maður sem hefur ekkert annað til málana að leggja en að uppnefna aðra eða boða töfralausnir hefur bara ekkert á þing að gera.

Hann hefur sem þingmaður boðað:

  • Að hægt væri að kaupa allar skuldir bankana á 3 til 5%
  • Að Noregur væri boðin og búinn að lána okkur 2000 milljarða
  • Að nú getum við reddað öllu með því að stofna Ríkisolíufyrirtæki og reddað öllu
  • Að ríkið geti bara með einföldum hætti lækkað allar skuldir fyrirtækja og heimila
  • Að Bretar og Hollendingar myndu glaðir hætta bara að rukka Icesave ef að við höfnuðum samningum
  • Að ESB sé svo vont að allt sé til þess vinandi að fara ekki þangað inn. Þó hann hafi aldrei skýrt hvað 2/3 allra Evrópubúa sé þá að gera þar.
Hann sem fyrrverandi fjölmiðlamaður veit að auðvelt er að koma svona upphrópunum í fjölmiðla og spilar á það án þess að leggja neitt almennilegt til málana þ.e. annað en að tala um olíugróða sem eigi að redda krónunni og svo framvegis. Ömurlegur málflutningur. 

Að því sögðu kom Sigmundur Davíð aftur í ræðustól Alþingis og undraðist viðkvæmni þingmanna Samfylkingarinnar. „Ég hélt að Samfylkingin skilgreindi sig svona sjálf og væri ekki eitthvað sem ég fann upp á,“ sagði Sigmundur og bætti við að hann vissi ekki að sértrúarsöfnuður væri svo slæmt orð.

Þá sagði hann að flokksfélagar Samfylkingarinnar hefðu óbilandi trú á ákveðnu fyrirbæri, ef ekki væri um sérstrúarsöfnuð að ræða væri þá alla vega viðeigandi að nefna Samfylkinguna söfnuð.

Það er t.d. allt í lagi að benda honum á að meirihluti þjóðarinnar vill klára aðildarsamninginn. Um 30% hennar telur að við eigum að ganga í ESB og sá hluti var stærri áður en hann og fleiri fóru að ljúga markvisst að fólki um ESB sem þeir láta að sé ógeðslegt skrímsli. Ég spyr hvað eru þá lönd eins og Danmörk, Svíþjóð og Finnland að gera þar inni?


mbl.is „Sértrúarsöfnuður en ekki stjórnmálaflokkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Smá kýrhalasláttur úr framsóknarfjósinu tryllir ýtrekað ESB-nautahjörð Samfylkingarinnar. 

Áfram með smjörið Sigmundur og Vigdís.  Þetta er lagið.

Benedikt V. Warén, 14.3.2012 kl. 17:24

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ef það væri vitglóra í því sem þau segja þá væri kannski hægt að rökræða við þau. En Sigmundur veit að það er stór hópur fólks sem hleypur eftir fyrirsögnum og nennir ekki að kynna sé málin betur. Svo ef að fólk vill vonlaust Alþingi þá hrósar það akkúrat þessu fólki fyrir þann árangur að gera Alþingi nær óstarfhæft og virðingarlaust.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.3.2012 kl. 17:37

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Af síðu Jónas Kristjánssonar:

13.03.2012
Lýðskrum í hæstum hæðum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur haldið fundi til stuðnings kanadískum dollar. Síðan sakar hann Jóhönnu Sigurðardóttur um að "tala niður" krónuna. Sennilega er Sigmundur mesti lýðskrumari eftirhrunsáranna. Er fullfær um að hafa tvær eða fleiri skoðanir á hverju atriði eftir vindáttum hverju sinni. Sigmundur er gott dæmi um, hversu fúl umræðan verður, þegar menn hafa engar siðareglur. Betra væri að tala heldur minna um ímynd krónunnar og meira um raunveruleika hennar. Tala til dæmis um, hvers vegna þingheimur var sammála í nótt um að setja neyðarlög til verndar sjúklingi í ævilangri gjörgæzlu. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.3.2012 kl. 18:03

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

MHB.  það er greinilega veruleg vitgllóra í því sem þau færa fram, annars væri tryllingur Samfylkingarinnar hófstilltari.

Benedikt V. Warén, 14.3.2012 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband