Leita í fréttum mbl.is

Held að það sé kominn tími til að fólk átti sig hér á landi.

Er fólk ánægt með hvernig mál hafa þróast hér síðustu árin og áratugina? Gerir fólk sé grein fyrir að mestu framfarir hér á landi hvað varðar hagsæld heimilana hafa komið í kjölfar þess að við gerðumst aðilar að alþjóðlegu samstarfi. T.d. vorum við með fátækustu þjóðum í Evrópu þegar við gerðumst aðilar að EFTA um 1970. Svo fátæk að við þurftum aðstoð og undanþágur frá ákvæðum samningsins í upphafi og í raun styrki til að geta orðið fullgildir aðilar að EFTA.  Og man fólk hvernig staðan var hér upp úr 1990 og fram til þess að við gerðumst aðilar að EES? Eftir það kom skeið þar sem lífskjör hér bötnuðu alveg fram til i raun 2000 og svo héldu þau áfram að batna. En það sem hefur háð okkur er að hér hefur ekki verið nein samkeppni og nokkur hundruð manna og svo bændur hafa barist kröftuglega við að hér gætu erlendir aðilar komið og boðið okkur vörur í samkeppni við innlenda aðila. Af hverju heldur fólk að svo sé? Jú það er til þess að þau geti veriðlagt sína þjónustu og vörur eins og þeim sýnist.  Man fólk ekki eftir því að þegar hingað komu tryggingarfélög þá gátu þau Íslensku allt í einu lækkað trygginar sínar um helming. Man fólk ekki eftir látunum þegar að að Irwing fjölskyldan vildi koma hingað á eldsneytismarkað? Man fólk ekki eftir því hvernig komið var fram við Bauhaus þegar þeir vildu fá hér lóð undir verslun á bygginarvörumarkaði. Það tók þá 2 eða 3 ár að fá hér lóð.

Þetta er jú vinna þessarar auðvaldselítu sem vill hér ráða öllu. Nú eiga þær formenn 2 flokka, eiga dagblað sem flytur boðskap þeirra. Og bændur eiga sé trausta fylgismenn í flestum flokkum sem standa vörð um að við fáum hér vörur á markað sem keppa við innlendar vörur.  Meira að segja brjóta allþjóðlega samninga til að takmarka enn frekar það sem við gætum keypt. 

Bendi á ágæta grein eftir Guðbjörn Guðbjörnsson um þetta. Þar sem hann segir m.a.

En nú skulum við skoða hvaða ástæður gætu legið að baki því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson og nokkur fjöldi annarra forystumanna í íslenskum stjórnmálum eru andsnúnir ESB aðildarviðræðum. Jú, hér er að stórum hluta um að ræða fólk, sem er innmúrað og innvígt í okkar helstu sérhagsmuna- og valdaklíkur eða er stutt af þessum klíkum til stjórnmálaþátttöku, m.ö.o. á lifibrauð sitt undir þessu fólki. Fjölskyldurar svokölluðu hafa í gegnum tíðina komið sér vel fyrir í ríkiskerfinu, borgarstjórnmálum og í viðskiptalífinu. Á ólígarkatímibili okkar Íslendinga – við einkavinavæðinguna – komust mörg flottustu ríkisfyrirtæki landsins í hendur þessara fjölskyldna og vina þeirra, en fyrir það voru þær svo sem mjög stöndugar.

Fjölskyldur þessar hafa gifst innbyrðis og segja má að nokkur þúsund Íslendingar hafi allt frá stríðslokum líkt og stórhöfðingjar fyrri alda notað okkur sauðsvartan almúgann líkt og vinnuhjú til að skapa þeim enn meiri auð. Þetta fólk er í raun hinir einu sönnu fjármagnseigendur í landinu og þau lána okkur hinum peninga. Það besta sem gerðist fyrir þetta fólk var þegar verðtryggingin var fundin upp, því með henni og okurvöxtum hefur auður þeirra margfaldast frá árinu 1979. Venjulegu launafólki var með upptöku verðtryggingu gert að greiða upp lán sín á verri kjörum en gerist nokkursstaðar annarsstaðar í heiminum. Og að sama skapi var fjármagnseigendum gefinn kostur á ávöxtun, sem á sér engan líkan í öllum heiminum.

Hversvegna ættu þessir nokkur þúsund íslensku auðkýfingar, sem eiga okkur með húð og hári, að vilja afsala þrælum sínum og skoða aðild að Evrópusambandinu, sem myndi eyðileggja fyrir þá þetta frábæra fyrirkomulag?

Og fólk hér er svo auðtrúa að það trúir áróðri þessa fólks. Það heldur í alvöru að ESB sé skrímsli sem ætli að gleypa Ísland. Það eru allir búnir að gleyma því að í ESB eru 28 þjóðir sem eru alveg jafn sjálfstæðar og við og engin þeirra vill ganga úr ESB. Meira að segja Svíþjóð, Danmörk og Finnland sem eru jú okkar nánustu vinaþjóðir eru þar inni og kunna vel við sig. Og í þeim ríkjum sem eru í ESB búa um 550 milljónir af þeim 700 milljónum sem teljast til Evrópu.  Er fólk virkilega að halda að allur þessi fjöldi sé svona vitlaus að kjósa að vera í þessu samstarfi ef þær eru að tap á því? Nei hættið nú alveg. 

Það er ljóst að hagsæld hér verður ekki á meðan að hér er króna í höftum, verðtryggð króna og svo sveiflu króna með okurvöxtum. En okur vexti þarf hér vegna þess að þetta er svo lítið hagkerfi á bak við krónuna að t..d ein virkjunarframkvæmd og stóriðja getur sett hér allt á hliðina. 


mbl.is Vill áframhaldandi viðræður við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það eruð þið ESB sinnar sem eruð auðtrúa Magnús Helgi því miður, þið haldið að vandamálin hverfi bara við það að fara í ESB og taka upp evruna.....

Þeir sem vilja ekki í ESB eru þó á jörðinni en með miklar áhyggjur yfir þessari stöðu vegna þess að þeir gera sér grein fyrir því að það að fara í ESB eða að taka upp evru leysir ekki vandann...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.3.2012 kl. 17:46

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Meira að segja Svíþjóð, Danmörk og Finnland sem eru jú okkar nánustu vinaþjóðir eru þar inni og kunna vel við sig."

 Tólf ríki Evrópusambandsins eru í hættu að lenda í nýrri efnahagskrísu einkum vegna skuldastöðu þeirra og skorts á samkeppnishæfni samkvæmt nýrri skýrslu á vegum framkvæmdastjórnar sambandsins.
Ríkin sem um er að ræða eru Belgía, Búlgaría, Kýpur, Danmörk, Finnland, Frakkland, Ítalía, Ungverjaland, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð og Bretland. Fram kemur í skýrslunni að umrædd ríki þurfi að taka efnahagsmál sín til nánari skoðunar.

Eggert Sigurbergsson, 15.3.2012 kl. 19:42

3 identicon

ESB, U.S.A og Kína ásamt Japan eru keppinautar veraldarinnar. Á milli þessara krafta er samkeppnin beinhörð. Að þá halda því fram að lítið eyríki úti í miðju Atlantahafi skuli klára sig á eigin hönd er alger fjarstaða finnst mér. Samvinna er og hefur alltaf verið besta lausnin. Og við skulum ekki gleyma því að ef að Kol og Stálbandalagið sem seinna mer varð EG og svo ESB hefði ekki verið til hefðum við sennilega haft fleiri styrjaldir í álfunni hjá okkur.

Áður enn Svíþjóð gekk með í ESB var landbúnapólitíken í landinu þannig að því sem var sátt að vori var orðið óseljanlegt að hausti. Vegna stöðugra breytinga á löggjöfini. ESB var og er með 5 ára reglugerð, þannig að bændur geta aðlagað sig að ráðandi kringumstæðum. Ég held að það sé ekki sá bóndi í Svíþjóð sem finnst ástandið betra nú en áður.

Gunnar (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband