Leita í fréttum mbl.is

Fyrst að menn eru nú að vitna í bæjarstjórnafund í Kópavogi þá verð ég að segja frá þessu

Ég hlustaði á þennan fund bæjarstjórnar Kópavogs og fannst annað mál meira áhugavert. En það er mál er varðar félagsheimili Skógræktarfélags Kópavogs. Eins og málið virðist vera þá réðst Skógræktarfélag Kópavogs í að byggja upp í Vatnsenda gríðar félagsheimili fyrir hrun. Formaður Skógræktafélagsins er Bragi Michelsson. Fyrirtæki hans tók að sér að byggja þetta hús en það stöðvaðist í hruninu. Nú þessi sami Bragi er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokkisns í Kópavogi og fyrrverandi bæjarfulltrúi.  Nú eru hugmyndir um að Kópavogsbær taki að sér að klára þetta hús og vegalagningu að því sem menn áætla að sé kannski kostnaður upp á 100 milljónir og leigi síðan húsið af Skógræktarfélaginu undir leikskóla í einhver ár fyrir 35 börn. Þetta finnst meirihluta Kópavogs bara allt í lagi. Jafnvel þó að það hafi verið sýnt fram á að laus hús við núverandi leikskóla myndu kosta brot af þessu og skaffa fleiri pláss. En þessi aukna þörf fyrir leikskólapláss er talin tímabundin vegna stórra árganga næstu ár. 

Síðan eru breytingartillögur við skipulag á Dalvegi  þar sem bæta á nokkrum hringtorgum. En þar eru grunsemdir um að ástæða þessara breytinga séu að einhverju leiti til að hlýfa vinum meirihlutans við að umhverfi um lóð fyrirtækis þeirra verði breytt.


mbl.is Klofinn Sjálfstæðisflokkur í Kópavogi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Maggi ég heyrði þessa hugmynd sem komin er frá Guðríði Arnardóttur þegar hún var í viðræðum við Ármann um meirihluta. Fannst hún alls ekki galin lausn, þar sem fyrir lá þegar hafist var handa við byggingu Skógræktarfélags Kópavog, sem þú kallar félagsheimili, er er ætlað að vera fræðslusetur fyrir skólana í Kópavogi og almenna Kópavogsbúa. Skógræktarfélagið er eins og þú veist ekki rekið í ágóðaskini. Fyrir hrun var vilji þáverani meirihluta að gera samning við Skógræktarfélagið til þess að þetta fræðslusetur kæmist í gang.

Nú þegar Guðríður fær ekki að komast uppí, er hún fúl, og þá er hún á móti eigin tillögu. 

Það kemur svo sem ekki á óvart. 

Sigurður Þorsteinsson, 16.3.2012 kl. 09:01

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég hef nú heyrt þessa hugmynd frá Guðríði eða neinum í Samfylkingunni en bendi þér á blogg um þetta fá nefndarmanni í leikskólanefnd.  Finnst það fráleitt að borga um 100 milljónir fyrir 35 pláss til bráðabirgða. Bara fráleitt.  Held að skógræktarfélagið hefið frekar átt að sníða sér stakk eftir vexti og standa ekki í svona brjáluðum hugmyndum. http://blogg.smugan.is/arnthorsig/2012/03/08/gaeluverkefni-a-kostnad-barnanna/

Get ekki betur séð á heimsíðu þeirra en að þetta sé félagsheimili og þjónustuhús sem hugmynd er að nýta fyrir grunnskóla og leikskóla.  Sbr "Innst í Guðmundarlundi er verið að byggja  félags- og þjónustuhús sem jafnframt er fræðslusetur sem verður nýtt fyrir Skógræktarfélagið og grunnskólana og leikskólana í Kópavogi, svo og fyrir gesti Guðmundarlundar."

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.3.2012 kl. 11:52

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

PS svona sviðað og þegar byrjað var á ofurframkvæmdum í Kórnum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.3.2012 kl. 11:53

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Maggi þú þarft ekkert að taka til fótanna um leið og Guðríður þurfi að standa við sín mál. Ef þetta væri dóttir þín eða kerlingin þín þá skildi maður þetta. Húsið í Guðmundarlundi er hugsað fyrir fræðslu um skógrækt og plöntur fyrir skólana og almenning í Kópavogi. Þannig fannst mér hugmyndin hjá Guðríð bara ansi góð.

Þú ert áfram afar seinheppinn með því að taka Kórinn sem dæmi. Ég var nýfluttur í Kópavoginn aftur þegar inn um lúguna kemur blað frá Samfylkingunni. Þar er grein eftir Jón Júlíusson síðar bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, þar sem hann lýsir því hvernig Kórinn sé tilkominn.  Þar kom skýrt fram að hugmyndin og vinnslan sé alfarið komin frá honum og Samfylkingunni. Það sem Jón sagði ekki frá var að eftir kosningarnar réð Jón sem sá um málið fyrir bæjinn, sjálfan sig sem framkvæmdastjóra Knattspyrnuakademínunnar sem rak Kórinn. Það fyrirtæki stóð síðan ekki við samninga við Kópavogsbæ og niðurstaðan viljið þið  að þetta mál verði rannsakað enda full ástæða til. 

Ég reikna þá með því að fulltrúar ykkar í Bæjarstjórn Kópavogs komi með tillögu um rannsókn innan tíðar. 

Sigurður Þorsteinsson, 16.3.2012 kl. 13:47

5 identicon

Magnús þetta virðist nú dálítið sérstakt með Samfylkingarfólkið í Kópavogi. Það voru tveir bæjarfulltrúar frá Samfylkingunni í stjórn Lífeyrissjóðsins, og hvorugur þóttist koma nálægt málinu. Síðan er það rannsakað og báðir eru kærðir!!!!

Svo myndar Samfylkingin meirihluta og í viðræðunum kom skýrlega fram að það var næstum slitnað upp úr, vegna kröfu Guðríðar um að verða bæjarstjóri. Svo segist hún aldrei hafa sóst eftir því!!!

Síðan rýkur Guðríður til og segir upp bæjarstjóranum. Fulltrúi næstbesta flokksins og Kópavogslistanum neita að starfa með Samfylkingunni í framtíðinni. Þá kemur Guðríður fram og það er öllum öðrum að kenna en henni!!!

Er ekki kominn tími á að þessi kerling fari að bera ábyrgð.  

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 16:28

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Arnar Geir Guðríður hefur aldrei sett það sem skilyrði að hún yðrði bæjarstjóri. Það voru aðrir sem stungu upp á því en hún gerði það ekki að neinu úrslitamáli enda var unnið að því að vinna nýjan. Bara að benda þér á að við sem erum í Samfylkingarfélaginu vorum mjög áfram um að Guðríður yrði bæjarstjóri enda var samfylkingin með 3 af 6 fulltrúum í stjórn. En Guðríður gaf það eftir. Meirihlutinn allur ákvað að segja upp Bæjarstjóranum. Hjálmar var ekki ánægður með hvernig það var gert en allir hinir 5 töldu að svona hefði verið samið um að gera þetta. Þá hefur Guðríður viðurkennt opinberlega t.d. í ræðu á Bæjastjórnarfundum að hún hefði betur ekki farið ein. Minni á að núverandi meirihluti var fljótur að losa sig við Guðrúnu. Enda var hún ekki að valda starfinu. Það voru fullt af málum sem henni voru falin sem voru að frestast og dragast á langin vegn þess að hún átti erfitt með að stjórna fyrrverandi samstarfsfélögu sínum.

Held að fólk ætti að fara varlega í að trúa sögum sem andstæðingar Guðríðar hafa flutt af henni. Ég þekki hana vel. Ég hef setið fundi í Samfylkingarfélagninu í Kópavogi og ég veit að þar fer ákveðin óhrædd manneskja en alls ekki óheiðarleg og sögur sem hafðar hafa verið uppi um hana er ekki nálægt sannleikanum. Menn nota það að hún er kona og ákveðin og röggsöm og þorir að tjá sig, sem tækifæri á að vera með svona yfirlýsingar um að hún sé valdgráðug gribba. Bendi þér á að það voru frekar við í félaginu sem vildum að Samfylkingin fengi bæjastjórastólinn  þar sem við töldum að það gangi ekki þar sem eru meiri og minnihluti að bæjarstjórinn sem á að framfylgja vilja meirihluta sé utan meirihlutans og meira að segja náin samstarfsmaður fyrri bæjarstjóra í minnihlutanum. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.3.2012 kl. 16:52

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurður ég ætla bara að spyrja Guðríði um þetta það er best. Ég held að skv. því sem ég hef heyrt að þetta sé hugmynd alfarið innan úr Sjálfstæðisflokknum. Sem hafi verið að veltast í kerfinu. Fyrrverandi meirihluti var búin að gera ráðstafanir til að fá lausar stofur til að setja við leiksskóla sem eru fyrir í hverfinu þar sem þetta er tímabundin þröf. En ég er vissulega í samfylkingu og þekki Guðríði mjög vel. Það var t.d. ég sem flutti Guðríði til Kópavogs hér forðum tíð. Og ég studdi hana í framboði. Ég sat fund í Samfylkingunni fyrir nokkrum vikum þar sem voru rædd stjórnarslitin hér í Kópavog. Þar voru um 50 manns og Guðríður og aðrir bæjarfulltrúar  nutu það algjörs stuðnings.  Varðandi Kórinn þá bendi ég þér á að Kórinn og sú vitleysa er skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Enda ef ég man rétt þá gekk Jón Júlíusson ekki í Samfylkingu fyrr en árinu áður en hann bauð sig fram fyrir Samfylkingu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.3.2012 kl. 17:14

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og Arnar Geir veit ekki betur en að allir fulltrúar í Stjórn Lífeyrissjóðsins hafi lýst yfir sakleysi sínu.  Það var ekki nema einn fulltrúi Samfylkingar í stjórn því Jón Júlíusson var þar sem fulltrúi starfsmanna Kópavogs.  Lestu þess yfirlýsingu og hættu svo að bulla:

"20. júní 2009.

„Kjörnir stjórnarmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar (LSK) af hálfu bæjarstjórnar og starfsmanna, lýsa furðu sinni á hörðum aðgerðum Fjármálaeftirlitsins (FME) og fjármálaráðuneytisins, sem skipað hafa umsjónarmann með sjóðnum, þrátt fyrir að stjórn hans og framkvæmdastjóri hafi ítrekað og að eigin frumkvæði upplýst fulltrúa FME um fjárfestingar hans.

Í efnahagsumrótinu á umliðnum vetri tók stjórn LSK yfirvegaða og upplýsta ákvörðun um, að besta leiðin til að verja hagsmuni sjóðfélaga væri að ávaxta laust fé sjóðsins til skamms tíma hjá Kópavogsbæ, þótt það væri ekki í fullu samræmi við heimildir, enda ber Kópavogsbær fulla ábyrgð á öllum skuldbindingum sjóðsins umfram eignir.

Í endurskoðunarbréfi PricewaterhouseCoopers hf. með ársreikningi LSK 2008, dags. 18. maí sl., segir m.a.:

„Þótt ekki sé ástæða til að draga í efa að með þessum ráðstöfunum sínum hafi stjórnendur sjóðsins talið sig vera að tryggja sem best hag sjóðsins við óvenjulegar efnahagsaðstæður þá verður ekki hjá því komist að við sem endurskoðendur sjóðsins, sbr. 42. gr. [laga nr. 129/1997], gerum stjórn sjóðsins og Fjármálaeftirlitinu þegar í stað viðvart um þessi atvik.“

Á fundi, sem LSK boðaði til með fulltrúum FME 19. maí sl., var gert samkomulag um, að sjóðurinn hefði frest til 31. júlí nk. til að gera úrbætur í samræmi við fjárfestingarheimildir. Það samkomulag hefur FME og fjármálaráðuneytið ákveðið nú að virða ekki.

Hér er um að ræða verðtryggt skuldabréf, útgefið af Kópavogsbæ, sem var undir lögbundnu 10% hámarki af heildareignum LSK, þegar það var gefið út. Vegna verðbólgu og áfallinna vaxta auk eignarýrnunar LSK í tengslum við bankahrunið, fór uppreiknað verð bréfsins yfir 10% hámarkið í 10,57% af heildareignum sjóðsins.

Vegna góðrar ávöxtunar sjóðsins það sem af er árinu, er hlutfallið nú þegar orðið lægra og innan lögboðinna marka.

Öðrum kröfum FME um úrbætur hefur verið sinnt.

Við treystum því, að þegar fjármálaráðuneytið og FME hafa kynnt sér alla málavöxtu, liggi fyrir að hagsmunir sjóðfélaga hafi verið hafðir að leiðarljósi.“

Undir yfirlýsinguna rita Gunnar I. Birgisson, formaður, Sigrún Guðmundsdóttir, varaformaður, Flosi Eiríksson, ritari, Jón Júlíusson, stjórnarmaður, og Ómar Stefánsson, stjórnarmaður"

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.3.2012 kl. 17:19

9 identicon

Magnús, hinir flokkarnir hafa líka bakland og þessar upplýsingar þínar passa ekki miðað við það sem ég heyrði á meðan þessum viðræðum stóð. Mér finnst það ekkert óeðlilegt að oddviti sem leiðir stærsta flokkinn í meirihluta vilji vera bæjarstjóri. Hins vegar skil ég ekki af hverju verið sé að neita slíku.

Þegar karlmaður er ákveðinn, er það jákvætt, en ef kona er ákveðin þá er hún gribba. Vonandi er þetta að breytast. Var ekki einhver varabæjarfulltrúi mjög óánægður með framgögnu Guðríðar, svo var það Hjálmar, og bæjarfulltrúinn úr Kópavogslistanum ætar aldrei að starfa með Samfylkingunni og Guðríði aftur. Þetta virðist nú vera of mikið, til þess að það sé öllum hinum að kenna.  

 Þetta er eins og í Landsdómi, allt hinum að kenna. Viljum við ekki stjórnmálamenn sem sýna auðmýkt og biðjast afsökunar þegar þeim verður á?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 17:22

10 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Arnar þessi varabæjarfulltrúi er fyrir Samfylkinguna og er vel menntaður lögfræðingur og viðskiptafræðingur hún er að sögn mikil ógn við Guðríði. Hún hafði manndóm til þess að gagnrýna loddaraskap Samfylkingarinnar á sama tíma og hún gagnrýnir pólitíksak andstæðinga. Gagnrýnin kallar á hatur Guðríðar.

Magnús er barnsfaðir Guðríðar. Hann er ekki að gera henni neinn greiða með þvi að verja hana þegar hún hefur misst allt niður um sig. Hann gæti vissulega gagnrýnt hana í einrúmi, en að verja hana opinberlega þegar hún hefur sýnt af sér algjört dómgreindarleysi  er orðið að aðhlátursefni í Kópavoginum.

Guðríður fékk tækifæri til þess að taka við stjórnina í bænum eftir 20 ára valdtíma Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Getan var aðeins í 1 1/2 ár og þá voru allir búnir að fá upp í kok af henni undir mottóinu, ,, Allt er betra en Samfylkinin". Tími Guðríðar er liðnn. 

Sigurður Þorsteinsson, 17.3.2012 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband