Föstudagur, 16. mars 2012
Fyrst að menn eru nú að vitna í bæjarstjórnafund í Kópavogi þá verð ég að segja frá þessu
Ég hlustaði á þennan fund bæjarstjórnar Kópavogs og fannst annað mál meira áhugavert. En það er mál er varðar félagsheimili Skógræktarfélags Kópavogs. Eins og málið virðist vera þá réðst Skógræktarfélag Kópavogs í að byggja upp í Vatnsenda gríðar félagsheimili fyrir hrun. Formaður Skógræktafélagsins er Bragi Michelsson. Fyrirtæki hans tók að sér að byggja þetta hús en það stöðvaðist í hruninu. Nú þessi sami Bragi er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokkisns í Kópavogi og fyrrverandi bæjarfulltrúi. Nú eru hugmyndir um að Kópavogsbær taki að sér að klára þetta hús og vegalagningu að því sem menn áætla að sé kannski kostnaður upp á 100 milljónir og leigi síðan húsið af Skógræktarfélaginu undir leikskóla í einhver ár fyrir 35 börn. Þetta finnst meirihluta Kópavogs bara allt í lagi. Jafnvel þó að það hafi verið sýnt fram á að laus hús við núverandi leikskóla myndu kosta brot af þessu og skaffa fleiri pláss. En þessi aukna þörf fyrir leikskólapláss er talin tímabundin vegna stórra árganga næstu ár.
Síðan eru breytingartillögur við skipulag á Dalvegi þar sem bæta á nokkrum hringtorgum. En þar eru grunsemdir um að ástæða þessara breytinga séu að einhverju leiti til að hlýfa vinum meirihlutans við að umhverfi um lóð fyrirtækis þeirra verði breytt.
Klofinn Sjálfstæðisflokkur í Kópavogi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Innlent
- Þingmenn stjórnarflokkanna funda á Þingvöllum
- Þjóðarátak um nýtt kvennaathvarf
- Afleiðingar fjögurra ára vatnstjóns koma fram
- Ákærðir fyrir 100 milljóna skattalagabrot
- Vann þrjár milljónir
- Áhrif örvandi fíkniefna meginorsök banaslyss
- Spursmál: Græna gímaldið, sparnaðartillögur Play og næstu eldgos
- Hóflega bjartsýn á að samningar náist
- Komu þrjú með kókaín frá Barcelona
- Miklar rakaskemmdir og mygla í Lögbergi
Erlent
- Trump sekur án refsingar
- Guði sé lof, það var þarna enn
- Bregðast við: Framtíð Grænlands ræðst í Nuuk
- NATO sendir herskip á Eystrasalt
- Kanada verður aldrei 51. ríkið
- Pútín tilbúinn í viðræður við Trump
- Zuckerberg fari með fleipur
- Borgarstjóri LA virti blaðamenn að vettugi
- Alvarlega særður eftir hnífstungu
- Skipuleggja fund: Hann vill hittast
Fólk
- Táraðist þegar hann sá rústirnar
- Gagnrýndur fyrir útlitsdýrkun á ögurstundu
- Fyrrum heimili Matthew Perry brann til kaldra kola
- Gamlar myndir kynda undir systkinastríð
- Skellti sér í spandexgallann 40 árum eftir frumsýningu
- Sökuð um lygar af fjölskyldu og vinum
- Laufey þakklát slökkviliðsmönnum
- Fer fögrum orðum um eiginkonuna
- Skilja eftir 17 ára hjónaband
- Það hefði örugglega verið minn banabiti
Íþróttir
- Sá besti dregur sig úr keppni
- Erna Sóley og Skarphéðinn best í Mosfellsbæ
- Mættur aftur til æfinga hjá City
- Svíinn missir einnig af HM
- Sem betur fer aðeins heilahristingur
- Var tilkynnt í gær að hann færi ekki á HM
- Gunnlaugur vann sína viðureign í naumu tapi Evrópuúrvalsins
- Fortnite-hasar í Höllinni
- Neville tekinn með glímutaki (myndskeið)
- Fóru beint til Spánar eftir Fram-leikinn
Viðskipti
- Gervigreindin rétt að byrja
- OK og HP hlutskörpust í útboði Kópavogsbæjar
- Síðasta ár gott í ljósi aðstæðna
- Arion spáir 4,9% verðbólgu
- Fréttaskýring: Mestar varnir fyrir minnstan pening
- Breytingar á framkvæmdastjórn Skaga
- Ný Tesla Y kynnt
- Kvika spáir í stýrivextina
- Óljóst regluverk áskorun í rekstri
- Snæfríður ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Maggi ég heyrði þessa hugmynd sem komin er frá Guðríði Arnardóttur þegar hún var í viðræðum við Ármann um meirihluta. Fannst hún alls ekki galin lausn, þar sem fyrir lá þegar hafist var handa við byggingu Skógræktarfélags Kópavog, sem þú kallar félagsheimili, er er ætlað að vera fræðslusetur fyrir skólana í Kópavogi og almenna Kópavogsbúa. Skógræktarfélagið er eins og þú veist ekki rekið í ágóðaskini. Fyrir hrun var vilji þáverani meirihluta að gera samning við Skógræktarfélagið til þess að þetta fræðslusetur kæmist í gang.
Nú þegar Guðríður fær ekki að komast uppí, er hún fúl, og þá er hún á móti eigin tillögu.
Það kemur svo sem ekki á óvart.
Sigurður Þorsteinsson, 16.3.2012 kl. 09:01
Ég hef nú heyrt þessa hugmynd frá Guðríði eða neinum í Samfylkingunni en bendi þér á blogg um þetta fá nefndarmanni í leikskólanefnd. Finnst það fráleitt að borga um 100 milljónir fyrir 35 pláss til bráðabirgða. Bara fráleitt. Held að skógræktarfélagið hefið frekar átt að sníða sér stakk eftir vexti og standa ekki í svona brjáluðum hugmyndum. http://blogg.smugan.is/arnthorsig/2012/03/08/gaeluverkefni-a-kostnad-barnanna/
Get ekki betur séð á heimsíðu þeirra en að þetta sé félagsheimili og þjónustuhús sem hugmynd er að nýta fyrir grunnskóla og leikskóla. Sbr "Innst í Guðmundarlundi er verið að byggja félags- og þjónustuhús sem jafnframt er fræðslusetur sem verður nýtt fyrir Skógræktarfélagið og grunnskólana og leikskólana í Kópavogi, svo og fyrir gesti Guðmundarlundar."
Magnús Helgi Björgvinsson, 16.3.2012 kl. 11:52
PS svona sviðað og þegar byrjað var á ofurframkvæmdum í Kórnum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 16.3.2012 kl. 11:53
Maggi þú þarft ekkert að taka til fótanna um leið og Guðríður þurfi að standa við sín mál. Ef þetta væri dóttir þín eða kerlingin þín þá skildi maður þetta. Húsið í Guðmundarlundi er hugsað fyrir fræðslu um skógrækt og plöntur fyrir skólana og almenning í Kópavogi. Þannig fannst mér hugmyndin hjá Guðríð bara ansi góð.
Þú ert áfram afar seinheppinn með því að taka Kórinn sem dæmi. Ég var nýfluttur í Kópavoginn aftur þegar inn um lúguna kemur blað frá Samfylkingunni. Þar er grein eftir Jón Júlíusson síðar bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, þar sem hann lýsir því hvernig Kórinn sé tilkominn. Þar kom skýrt fram að hugmyndin og vinnslan sé alfarið komin frá honum og Samfylkingunni. Það sem Jón sagði ekki frá var að eftir kosningarnar réð Jón sem sá um málið fyrir bæjinn, sjálfan sig sem framkvæmdastjóra Knattspyrnuakademínunnar sem rak Kórinn. Það fyrirtæki stóð síðan ekki við samninga við Kópavogsbæ og niðurstaðan viljið þið að þetta mál verði rannsakað enda full ástæða til.
Ég reikna þá með því að fulltrúar ykkar í Bæjarstjórn Kópavogs komi með tillögu um rannsókn innan tíðar.
Sigurður Þorsteinsson, 16.3.2012 kl. 13:47
Magnús þetta virðist nú dálítið sérstakt með Samfylkingarfólkið í Kópavogi. Það voru tveir bæjarfulltrúar frá Samfylkingunni í stjórn Lífeyrissjóðsins, og hvorugur þóttist koma nálægt málinu. Síðan er það rannsakað og báðir eru kærðir!!!!
Svo myndar Samfylkingin meirihluta og í viðræðunum kom skýrlega fram að það var næstum slitnað upp úr, vegna kröfu Guðríðar um að verða bæjarstjóri. Svo segist hún aldrei hafa sóst eftir því!!!
Síðan rýkur Guðríður til og segir upp bæjarstjóranum. Fulltrúi næstbesta flokksins og Kópavogslistanum neita að starfa með Samfylkingunni í framtíðinni. Þá kemur Guðríður fram og það er öllum öðrum að kenna en henni!!!
Er ekki kominn tími á að þessi kerling fari að bera ábyrgð.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 16:28
Arnar Geir Guðríður hefur aldrei sett það sem skilyrði að hún yðrði bæjarstjóri. Það voru aðrir sem stungu upp á því en hún gerði það ekki að neinu úrslitamáli enda var unnið að því að vinna nýjan. Bara að benda þér á að við sem erum í Samfylkingarfélaginu vorum mjög áfram um að Guðríður yrði bæjarstjóri enda var samfylkingin með 3 af 6 fulltrúum í stjórn. En Guðríður gaf það eftir. Meirihlutinn allur ákvað að segja upp Bæjarstjóranum. Hjálmar var ekki ánægður með hvernig það var gert en allir hinir 5 töldu að svona hefði verið samið um að gera þetta. Þá hefur Guðríður viðurkennt opinberlega t.d. í ræðu á Bæjastjórnarfundum að hún hefði betur ekki farið ein. Minni á að núverandi meirihluti var fljótur að losa sig við Guðrúnu. Enda var hún ekki að valda starfinu. Það voru fullt af málum sem henni voru falin sem voru að frestast og dragast á langin vegn þess að hún átti erfitt með að stjórna fyrrverandi samstarfsfélögu sínum.
Held að fólk ætti að fara varlega í að trúa sögum sem andstæðingar Guðríðar hafa flutt af henni. Ég þekki hana vel. Ég hef setið fundi í Samfylkingarfélagninu í Kópavogi og ég veit að þar fer ákveðin óhrædd manneskja en alls ekki óheiðarleg og sögur sem hafðar hafa verið uppi um hana er ekki nálægt sannleikanum. Menn nota það að hún er kona og ákveðin og röggsöm og þorir að tjá sig, sem tækifæri á að vera með svona yfirlýsingar um að hún sé valdgráðug gribba. Bendi þér á að það voru frekar við í félaginu sem vildum að Samfylkingin fengi bæjastjórastólinn þar sem við töldum að það gangi ekki þar sem eru meiri og minnihluti að bæjarstjórinn sem á að framfylgja vilja meirihluta sé utan meirihlutans og meira að segja náin samstarfsmaður fyrri bæjarstjóra í minnihlutanum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 16.3.2012 kl. 16:52
Sigurður ég ætla bara að spyrja Guðríði um þetta það er best. Ég held að skv. því sem ég hef heyrt að þetta sé hugmynd alfarið innan úr Sjálfstæðisflokknum. Sem hafi verið að veltast í kerfinu. Fyrrverandi meirihluti var búin að gera ráðstafanir til að fá lausar stofur til að setja við leiksskóla sem eru fyrir í hverfinu þar sem þetta er tímabundin þröf. En ég er vissulega í samfylkingu og þekki Guðríði mjög vel. Það var t.d. ég sem flutti Guðríði til Kópavogs hér forðum tíð. Og ég studdi hana í framboði. Ég sat fund í Samfylkingunni fyrir nokkrum vikum þar sem voru rædd stjórnarslitin hér í Kópavog. Þar voru um 50 manns og Guðríður og aðrir bæjarfulltrúar nutu það algjörs stuðnings. Varðandi Kórinn þá bendi ég þér á að Kórinn og sú vitleysa er skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Enda ef ég man rétt þá gekk Jón Júlíusson ekki í Samfylkingu fyrr en árinu áður en hann bauð sig fram fyrir Samfylkingu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 16.3.2012 kl. 17:14
Og Arnar Geir veit ekki betur en að allir fulltrúar í Stjórn Lífeyrissjóðsins hafi lýst yfir sakleysi sínu. Það var ekki nema einn fulltrúi Samfylkingar í stjórn því Jón Júlíusson var þar sem fulltrúi starfsmanna Kópavogs. Lestu þess yfirlýsingu og hættu svo að bulla:
"20. júní 2009.
„Kjörnir stjórnarmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar (LSK) af hálfu bæjarstjórnar og starfsmanna, lýsa furðu sinni á hörðum aðgerðum Fjármálaeftirlitsins (FME) og fjármálaráðuneytisins, sem skipað hafa umsjónarmann með sjóðnum, þrátt fyrir að stjórn hans og framkvæmdastjóri hafi ítrekað og að eigin frumkvæði upplýst fulltrúa FME um fjárfestingar hans.
Í efnahagsumrótinu á umliðnum vetri tók stjórn LSK yfirvegaða og upplýsta ákvörðun um, að besta leiðin til að verja hagsmuni sjóðfélaga væri að ávaxta laust fé sjóðsins til skamms tíma hjá Kópavogsbæ, þótt það væri ekki í fullu samræmi við heimildir, enda ber Kópavogsbær fulla ábyrgð á öllum skuldbindingum sjóðsins umfram eignir.
Í endurskoðunarbréfi PricewaterhouseCoopers hf. með ársreikningi LSK 2008, dags. 18. maí sl., segir m.a.:
„Þótt ekki sé ástæða til að draga í efa að með þessum ráðstöfunum sínum hafi stjórnendur sjóðsins talið sig vera að tryggja sem best hag sjóðsins við óvenjulegar efnahagsaðstæður þá verður ekki hjá því komist að við sem endurskoðendur sjóðsins, sbr. 42. gr. [laga nr. 129/1997], gerum stjórn sjóðsins og Fjármálaeftirlitinu þegar í stað viðvart um þessi atvik.“
Á fundi, sem LSK boðaði til með fulltrúum FME 19. maí sl., var gert samkomulag um, að sjóðurinn hefði frest til 31. júlí nk. til að gera úrbætur í samræmi við fjárfestingarheimildir. Það samkomulag hefur FME og fjármálaráðuneytið ákveðið nú að virða ekki.
Hér er um að ræða verðtryggt skuldabréf, útgefið af Kópavogsbæ, sem var undir lögbundnu 10% hámarki af heildareignum LSK, þegar það var gefið út. Vegna verðbólgu og áfallinna vaxta auk eignarýrnunar LSK í tengslum við bankahrunið, fór uppreiknað verð bréfsins yfir 10% hámarkið í 10,57% af heildareignum sjóðsins.
Vegna góðrar ávöxtunar sjóðsins það sem af er árinu, er hlutfallið nú þegar orðið lægra og innan lögboðinna marka.
Öðrum kröfum FME um úrbætur hefur verið sinnt.
Við treystum því, að þegar fjármálaráðuneytið og FME hafa kynnt sér alla málavöxtu, liggi fyrir að hagsmunir sjóðfélaga hafi verið hafðir að leiðarljósi.“
Undir yfirlýsinguna rita Gunnar I. Birgisson, formaður, Sigrún Guðmundsdóttir, varaformaður, Flosi Eiríksson, ritari, Jón Júlíusson, stjórnarmaður, og Ómar Stefánsson, stjórnarmaður"
Magnús Helgi Björgvinsson, 16.3.2012 kl. 17:19
Magnús, hinir flokkarnir hafa líka bakland og þessar upplýsingar þínar passa ekki miðað við það sem ég heyrði á meðan þessum viðræðum stóð. Mér finnst það ekkert óeðlilegt að oddviti sem leiðir stærsta flokkinn í meirihluta vilji vera bæjarstjóri. Hins vegar skil ég ekki af hverju verið sé að neita slíku.
Þegar karlmaður er ákveðinn, er það jákvætt, en ef kona er ákveðin þá er hún gribba. Vonandi er þetta að breytast. Var ekki einhver varabæjarfulltrúi mjög óánægður með framgögnu Guðríðar, svo var það Hjálmar, og bæjarfulltrúinn úr Kópavogslistanum ætar aldrei að starfa með Samfylkingunni og Guðríði aftur. Þetta virðist nú vera of mikið, til þess að það sé öllum hinum að kenna.
Þetta er eins og í Landsdómi, allt hinum að kenna. Viljum við ekki stjórnmálamenn sem sýna auðmýkt og biðjast afsökunar þegar þeim verður á?
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 17:22
Arnar þessi varabæjarfulltrúi er fyrir Samfylkinguna og er vel menntaður lögfræðingur og viðskiptafræðingur hún er að sögn mikil ógn við Guðríði. Hún hafði manndóm til þess að gagnrýna loddaraskap Samfylkingarinnar á sama tíma og hún gagnrýnir pólitíksak andstæðinga. Gagnrýnin kallar á hatur Guðríðar.
Magnús er barnsfaðir Guðríðar. Hann er ekki að gera henni neinn greiða með þvi að verja hana þegar hún hefur misst allt niður um sig. Hann gæti vissulega gagnrýnt hana í einrúmi, en að verja hana opinberlega þegar hún hefur sýnt af sér algjört dómgreindarleysi er orðið að aðhlátursefni í Kópavoginum.
Guðríður fékk tækifæri til þess að taka við stjórnina í bænum eftir 20 ára valdtíma Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Getan var aðeins í 1 1/2 ár og þá voru allir búnir að fá upp í kok af henni undir mottóinu, ,, Allt er betra en Samfylkinin". Tími Guðríðar er liðnn.
Sigurður Þorsteinsson, 17.3.2012 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.