Leita í fréttum mbl.is

Þarna er Bjarni að skjóta sig í fótinn!

Bjarn sagði í ræðu sinni:

"Fyrst ber að nefna að áður en drög að þingsályktun urðu til höfðu stjórnarflokkarnir komið Norðlingaölduveitu, hagkvæmasta virkjunarkostinum, og nokkrum öðrum, út af borðinu með baktjaldamakki.   Allt sagt gert á faglegum forsendum.

Eftir þetta voru drög að rammaáætlun lögð fram til kynningar.  Nú berast fréttir af því að áður en þingsályktunartillagan komi fyrir þingið eigi enn að tína út nokkra virkjunarkosti, þ. á m. alla í neðri Þjórsá.  Það myndi þýða að hinn svonefndi nýtingarflokkur yrði minnkaður um fjórðung og eina vatnsaflsvirkjunin sem eftir stæði væri Hvalárvirkjun.

Fagleg vinna við rammaáætlun um nýtingu orkuauðlinda er að engu höfð. Persónuleg og pólitísk gælumál einstakra ráðherra stjórna ferðinni.
Það er þyngra en tárum taki að horfa á þessi vinnubrögð.

Öfgamenn í umhverfismálum eru hreinlega að taka orkumál á Íslandi - og þar með verðmætasköpun til langrar framtíðar - í gíslingu.   Um það getur aldrei tekist nein sátt !  Við verðum að nýta hagkvæmustu orkulindir okkar.
Um það verður kosið."

Hvenrig átti Árni Finnsson að skilja þetta öðruvísi. Það er semsagt að hagkvæmni á að ráða ekki náttúruvernd. Þá sennilega vill Bjarni að Gullfoss verði nýttu því hann er virkilega hagkæmur kostur. Eins að virkja Hvítá og skrúfa bara fyrir og frá Gullfossi fyrir túrista. Eins og átti að gera við Dettifoss hér áður. Þá hef ég verið að rifja upp hvernig talað var um efnahagsþróun við ákvörðun varðandi Kárahnjúka. Þá 2002 var því spáð að hér yrði þennsla sem stæði fram undir 2008. Því var spáð að verðbólguskot yrði hér frá 2005 og næstu ár eftir. Síðan myndi atvinnuleysi auksta tímabundið eftir að framkvæmdum lyki. Og spár gengu jafnvel svo langt að spá um 6% tímabundnu atvinnuleysi 2012. Þetta voru spár í sem gerðar voru í tengslum við Kárahnjúka og Reyðarál. Og viti menn atvinnuleysi nú er um 7,3% þ.e. bara einu % umfram því sem var spáð. 

Nú boða Sjálfstæðismenn að það þurfi að endurtaka þetta með þeirri þennslu sem svona risa framkvæmdum fylgir. Þá myndi streyma hingað lán til framkvæmda sem myndu valda hér aukinni þennslu á markaði. Verktakar myndu skuldsetja sig til helvítis til að kaupa öll þau tæki sem þeir þyrftu í svona framkvæmd sem svo yrðu atvinnulaus á eftir. Eins er Bjarna holt að átta sig á því að við eigum ekki orku nema sem nemur 2 eða 3 Kárahnjúkum og orkan sem við erum búin að virkja er bundin næstu áratugina og væntanlega aldir í álverum. Svo hvaða orku eiga barna börn hans að nota þegar þjóðin verður sennilega farin að nálgast að verða hálf milljón. Hvaða orku eiga þau að nota. Munið eftir því að hvert álver skapar ekki fast nema um 400 til 600 störf. 

Má ég biðja um skynsamlegri framtíð. Takk fyrir.


mbl.is Talaði ekki niður til náttúruverndarsinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband