Leita í fréttum mbl.is

Ég hlustaði nú á þennan fund og gat ekki heyrt þetta.

Lilja sat fundinn og hún eins og aðrir hljóta að átta sig á að með gjaldeyrishöftum er hér haldið uppi gengi krónunar. En Már sagði líka að raunjafnvægi krónunar ætti að vera hærra en hún er í dag. En höft og erlent fé hér veldur því að þrýstingur er á krónuna niður sem og að fyrirtæki eru að greiða lán hraðar niður erlendis og því fellur krónan. Hér eru hvað um 700 milljarðar í krónum sem erlendir aðilar eru með en komast ekki burtu með. Og því er eðlilegt að krónan sé á niðurleið.

En Lilja veit þetta allt svo miklu betur.


mbl.is Verið að tala niður gengi krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þegar Már sagði: "það vantar gjaldeyrisinnflæði"

Þá heyrði ég: "Már vill fá að hækka vexti meira"

En athyglisvert að hann benti á að einmitt vegna gjaldeyrishaftanna er innlend ávöxtunarkrafa á niðurleið.

Þetta ætti að koma fram í bættum innlendum lánskjörum en gerir það einfaldlega ekki og ástæðan er sú að meirihluti neytendalána er verðtryggður með fasta jákvæða raunávöxtun.

Af þessu má draga þá ályktun að til þess að jafnvægi skapist þyrfti að hleypa loftinu úr verðtryggðum hluta efnahagsreikninganna, en það er ekki hægt nema með höfuðstólsleiðréttingu og afnámi verðtryggingar þessara lána. Annars skapast bara ójafnvægi og óstöðugleiki þegar allar aðrar fjármunaeignir rýrna. Í slíkum umhverfi er upplásinn verðbótaþáttur einfaldlega gerviverðmæti, froðueignir sem þarf að hleypa út.

Krafa um það er ekki bara krafa um réttlæti heldur um leið nauðsynlegt skref í átt til skynsamlegrar hagstjórnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.3.2012 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband