Fimmtudagur, 29. mars 2012
Fyrirgefið er Mogginn ekki í lagi
Nú er auðlegðarskattur svona í framkvæmd:
Við álagningu gjaldárin 2012, 2013 og 2014 er skatthlutfallið 1,50% af eign á bilinu 75.000.000 kr. 150.000.000 kr. hjá einhleypum og 100.000.000 kr. 200.000.000 kr. hjá hjónum og samsköttuðum en 2,0% af eign yfir þessi fjárhæðamörk.
Viðbótarauðlegðarskattur
Viðbótarauðlegðarskattur er lagður á skattstofn sem er mismunur á nafnverði og raunvirði hlutabréfa í eigu framteljanda í lok árs 2009, 2010, 2011 og 2012 miðað við stöðu viðkomandi félaga samkvæmt skattframtali þeirra 2010, 2011, 2012 og 2013. Við útreikning á viðbótarauðlegðarskatti er tekið tillit til fríeignamarks og auðlegðarskattur þannig einungis lagður á ef eignir fara yfir þau mörk.
Viðbótarauðlegðarskattur er 1,25% við álagningu gjaldárið 2011 og 1,5% við álagningu gjaldárið 2012.
Við álagningu gjaldárin 2013 og 2014 er viðbótarauðlegðarskattur 1,5% af skattstofni á bilinu 75-150 m.kr. hjá einhleypum og á bilinu 100-200 m.kr. hjá hjónum og samsköttuðum, en 2% af skattstofni yfir þessum mörkum.
Ef að tekjulágir aldraðir einstaklingar eiga eignir umfram skuldir upp á yfir 75 milljónir, þá vorkenni ég þeim ekki að þurfa að losa sig við einhverjar eignir til að borga þennan skatt. Nú tl hvers á fólk annar þessar eignir nema til að nota þær. Ekki ætla þau að taka þenna auð með sér í gröfinna
Smá viðbót.Þessi skattur er enn minna mál en ég hélt:
Tekjulágir skattlagðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Nýjustu færslurnar
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 8
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 969465
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Með fullri virðingu fyrir þér Magnús Helgi þá er þetta bara ekki svona eins og þú segir.
Ellilífeyrisþegar hafa verið að missa bætur sínar fyrir að eiga smá pening inn á banka sínum. Pening eins og fyrir eitt stykki jarðaför takk fyrir sem kostar ekki margar milljónir, en fyrir þér og þínum líkum þá er kannski bara allt í lagi að ríkið taki allar jarðafarir að sér í framtíðinni vegna þess að hvatin til að vilja eiga fyrir hlutunum sínum er Ríkisstjórnin að tryggja að verði ekki...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.3.2012 kl. 07:45
Það er ekki í lagi með blaðamenn á mogga og reyndar fleiri fjölmiðlum. Þetta vesalings fólk lætur sig hafa að byrta fréttir sem eru engar fréttir sbr. þessa frétt sem Magnús hefur hér útskýrt. Svo langt hefur verið gengið að frétt var birt hér á Mbl. í vetur um eldri borgara sem þurfti að greiða sjálf fyrir dvölina á elliheimilinu og hún fékk ekki nema dagpeningana frá ríkinu sem dugðu ekki fyrir jólagjöfum að hennar sögn. Ef hennar dæmi er skoðað betur þá kemur í ljós að hún hafði rétt um 500 000 á mánuði í eftirlaun, það fyndnasta við fréttina var að hún var stolin af síðum DV sem birti fréttina í febrúar 2011. Finnst fólki þetta í lagi að fjölmiðlafólk vinni svona ??? Ég leyfi mér að halda að þetta sé meðvitað hjá þessu fólki því að það getur alls ekki verið að heimskan sé svona algjör hjá því
Bergur (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 07:54
Mikil er fyrirlitning þín gagnvart eldra fólki Magnús ! Það þarf ekki merkilegar eignir hjá fólki. Fólk sem búið er að strita alla sína ævi við það að koma sér þaki yfir höfuðið og er með skuldlausar fasteignir sem það kannski byggði á sínum tíma fyrir sig og börnin sín og hefur kosið að geta fengið að búa í svo lengi sem aldur og heilsa leyfir, er oft á tíðum komið í þá stöðu að eignir fara yfir ofangreind mörk. Þetta sama fólk hefur vegna þess að skuldsetningin hefur ekki verið að drepa það átt þess kost að leggja fyrir í sparnað. Hins vegar eru eftirlaunakjörin oft ekki til að hrópa húrra fyrir og fólk jafnvel í þeirri stöðu að hafa byrjað seint að greiða í lífeyrissjóði, auk þess sem þessi eignastaða hjálpar mjög til þess að skerða öll réttindi úr lífeyrissjóður og frá Tryggingastofnun.
Síðan kemur þessi skattlagning sem er ekkert annað en endurupptaka á hinum alræmda "ekknaskatti" sem var fyrir ekki svo mörgum árum að setja eldra fólk sem var orðið eitt í þá stöðu að losa sig við allar eignir eða verða gjaldþrota ella.
Fólki í ofangreindri stöðu á ekki til það lausa fjármagn sem þarf til að standa undir auðlegðarskattinum, í það minnsta ekki í mörg ár. Það er því neitt til þess að setja eignir sínar á "brunaútsölu" og oft er ekki auðvelt um vik að losa eignir, auk þess sem árangri lífs þeirra er kippt frá þeim og flýtir þar með fyrir að taka lífsgleðina og lífsviljann frá fólkinu.
Það er með hreinum ólíkindum að löggjafinn á Íslandi hafi ekki kjark og þor til þess að undanskilja fólk yfir ákveðnum aldri ýmsum sköttum, svo sem þessum skatti og fjármagnstekjuskatti. Það má með mjög auðveldum hætti koma í veg fyrir misnotkun á slíkum undanþágum.
Í dag er verið að marg skattleggja eldra fólk. Lífeyrissjóðurinn er að hluta til skattlagður í annað sinn, fjármagnstekjuskattur er hár og reiknaður á neikvæða vexti og svo kemur til viðbótar að eignir fólks sem það eignaðist með tekjum sínum eftir að hafa greitt þá skatta sem það var beðið um á hverjum tíma eru nú skattlagðar og brenndar upp á fáum árum.
Jón Óskarsson, 29.3.2012 kl. 07:56
Nú Jón Óskar það borga allir sem eiga yfir 75 milljónir auðlegðarskatt hvort sem það er gamlt eða ekki. Það þurfa víst að vera nokkuð merkilegar eignir til að eiga skuldlaust yfir 75 milljónir. Og til hvers á fólk svo miklar eignir? Ef ekki til að nota þær. Ég bara neita því að fólk sem eigi svona miklar eignir eigi að fá skattaaflátt af því það hafi svo lágar tekjur! Bendi á að 1,5% skattur af 75 milljónum er 1.1 milljón. Og hvað gerir fólk við slík auðævi? Bendi á að það hlýtur að vera löngu liðið að fólk sé að hugsa um arf fyrir börnin sín. Nú verður fólk flest svo gamlt að börnin eru sjálf komin á eftirlaun þegar það deyr. Bendi á að það eru t.d. sárafá einbýlishús sem eru með fasteignarmat yfri 75 milljónum. Þetta aldrað fólk og hefur lítið með það að gera að dveljast í slíkum höllum.
Og ég neita því að ég fyrirlíti aldraða. Móðir mín hefur lágmarkslaun frá lífeyrissjóðum og Tryggingarstofnun. Hún hefur því farið þá leið að skuldsetja sína eign til að hafa aðeins meira til að lifa á. Og hennar eign var ekki nema innan við helmingur af þessu lágmörkum. Hluti af hennar skuldsetningu fer í að borga af lánunum. Nú ég spyr til hvers eru þessar eignir ef að tekjulitlir ellilífeyrisþegar noti þær ekki til framfærslu. Og ef þau gera það þá væntanlega hætta þau að borga auðlegðarskatt.. Og minni á að það er verið að tala um hreina eign. Oft eru þetta húsnæði, hlutabréf, fyrirtæki og fleira sem fólk á aukalega. Jafnvel eignir sem skila arði í dag. Bendi á t.d. að fólk sem á fasteign upp á 75 milljónir eða meira gæti keypt sér sér hæð fyrir 35 milljónir og losað um 40 milljónir. Þar með þyrfti það ekki að borga auðlegðarskatt ef það nýtti hluta þessara peninga í eitthvað að hluta. Það gæti líka tekið kannski 20 milljóna lán á eignina og notað að hluta til framfærslu og hluta í að borga af lánunum næstu áratugina. Og þar með þarf það ekki að borga auðlindarskatt.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2012 kl. 08:26
Öll skattlagning á eignir er hreint og klárt rán, það eru nákvæmlega engar forsendur fyrir slíkri skattlagningu aðrar en hrein og klár öfund.
Skattkerfið er orðið hluti af húsnæðislánapýramídaspilinu, endalaus afsláttur fyrir fólk sem hellir sér í botnlausar skuldir en fólk sem borgar upp skuldirnar fær kjaftshögg í formi aukinnar skattlagningar.
Það er þegar byrjað að byggja undir nýja fjármálakrísu með þessu rugli.
Gulli (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 08:28
Sko! Auðlegðarskattur er settur á eignir sem eru meira en 75 milljónir hjá einstakling og 150 milljónir hjá hjónum! Þessi skattur er lagður á hreina eign þ.e. að þá hafa skuldir verið dregnar frá. Þessi skattur er ekki lagður á ellilífeyrisþega sérstaklega heldur alla. Og ef við tölum um hjón þá eru engin hjón sem eiga íbúðahús sem er yfir 150 milljónir í fasteignamati. Þetta eru því ýmsar eignir. Bendi fólki líka á að ríkasta fólk á Íslandi gefur ekki upp á sig tekjur. Man fólk ekki eftir vinnukonulaunum þessa ríka fólks. Og ég spyr í ljósi þess að þetta eru um 2075 fjölskyldur sem eiga þessar eignir. Hverjir halda menn að þetta séu að mestu leiti og af hverjur má ekki reikna með að fólk nýti þessar eignir til að framfleyta sér auk þess að borga til samfélagsins? Nú ef fólk vill hafa þetta svona er náttúrulega best fyrir alla auðmenn að festa bara peninga sína í eignum og borga bara enga skatta af þeim.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2012 kl. 08:47
þetta hjá Mogga heitir própaganda 101.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.3.2012 kl. 09:29
Sá svo að VIB eignastýring er upptökin að þessari frétt. Þ.e. þeir hafa tekið saman skýrslu um þetta og ætla halda fund um málið. En ég endurtek að tekjulítið aldrað fólk með eignir upp á 150 milljónir er ekki fólk sem ég vorkenni sérstaklega. Og ég sé ekki tilgangin í að vorkenna þeim að nota þær og borga af þeim til samfélagsins smá skatt. Þessar eignir nýtast þeim ekki neitt þegar þau falla frá. Minni á að eignir undir þessu þ.e. 75 milljónum hjá einstaklingum og 150 milljóniur hjá hjónum bera ekki auðlegðarskatt.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2012 kl. 09:37
Skiptir ekki máli hvort þú eða aðrir vorkenna fólkinu eða ekki, hvers kyns tekjur af eignunum eru þegar skattlagðar með fjármagnstekjuskatti. Eignaskattur er því ekkert annað en hrein eignaupptaka sem er brot á mannréttindum.
Gulli (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 09:41
Þú borgar ekki fjármagnstekjuskatt af fasteignum! Það er verið að tala um eignir umfram skuldir. Ekki bara eignir í bönkum. Bendi á að fólk sem hefur tekjur af eignum sínum borga bara 18 eða 20% skatt af þeim. Og fólk sem á svona gríðar eignir. Enda er þarna að verið að tala um nær "tekjulítið fólk" Svona var þetta 2009
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2012 kl. 09:57
Og taktu eftir að það er eitthvað skrýtið við það að þarna eru fjölskyldur og einstaklingar sem eru með undir 1 milljón í launatekjur. Hvernig má það vera að einstaklingur hafi ekki neinar launatekjur en eig eignir yfir 75 milljónir. Sem og að það eru 910 sem hafa minna en 10 milljónir í fjármagnstekjur sem borga auðlegðarskatt. Sem er stórmerkilegt.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2012 kl. 10:00
Og hér má sjá auðlegðarskattinn eftir heildartekjum og þá má sjá að stærsti hópurinn er með yfir 10 milljónir í heildartekjur
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2012 kl. 10:01
Bölvaður kommúnistaáróður hjá þér Magnús Helgi. Fólk sem komið er á eftirlaun og hefur náð að safna sér nokkrum krónum yfir ævina á ekki að þurfa þola eignaupptöku af hendi brjálaðra kommúnista. Það er margbúið að borga skatt af sínum eignum og því er þetta ekkert annað en eignaupptaka.
Það hvað fólk gerir við peningana sína í ellini kemur hvorki þér, né öðrum kommúnistum við. Það má brenna þá, taka þá með sér í gröfina eða gera hvaðeina sem því sýnist við aurinn.
Baldur (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 10:07
Baldur við erum ekki að tala um nokkrar krónur! Við eru að tala um rúmlega 2000 manns sem á eignir umfram skuldir upp á yfir 75 milljónir. Og ef það kýs að eiga þetta þá borgar það bara auðlegðarskatt af þvi! Ég er ekkert að banna því það. En finnst það ósköp tilgangslaust bæði þau og samfélagið. Svona t.d. að skattar er t.d. notaðir til að byggja hjúkrunarheimili í greiðslur frá Tryggingarstofnun, niðurgreiðslur á lyfjum og fleira. Þannig að ég spyr eigum við minnka þessa þjónustu og hætta að leggja 1,5% auðlegðarskatt á þá sem eiga slíkar gríðar eignir.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2012 kl. 10:14
Gott að sjá að gamli sósíalfasistinn Magnús sýnir sitt rétta andlit með þessum pistli. Er ekki spurningin líka um af hverju þarf eldra fólk að selja heimili sitt og sumarbústað til að halda Magnúsi Helga á beit í Borgarsjóði ? Það er enginn þjóð sem skattleggur heimili fólks eins og ríkisstjórn sósíalfasistanna.Er ekki jafnrétthátt að Magnús fari á vergang en eldra fólk geti áfram átt heimili sitt ?
Einar Guðjónsson, 29.3.2012 kl. 10:15
Oboðslega málefnalegt. Bendi þér á að þessi skattur leggst ekki fasteignir heldur eignir í heild. En fyrst að þú segir þetta varðaðndi mig. Þá væriri þú kannski bara á því að það fólk sem ég veiti þjónustu væri bara upp á sjálft sig komið. Ég get orðið brjálaður þegar fólk talar svona óvirðulega um málefni fatlaðra. Ég er ekkert á neinni beit. Ég hef unnið í 28 ár vaktavinnu við að veita mjög fötluðu fólki aðstoð við allar athafnir daglegs lífs og sem yfirmaður er ég með sólarhrings ábyrgð og fæ ekki hátt kaup. Neita því algjörlega að ég sé á beit hjá Reykjavíkurborg. En þú vilt kannski leggja niður auðlindaskattinn og taka þetta að þér í sjálfboðaliðsvinnu. Eða bara láta þau um sig sjálf án aðstoðar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2012 kl. 10:23
Auðlegðarskattur átti þetta að vera
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2012 kl. 10:24
Mitt fyrra innlegg (ásamt þessu) verður það eina sem ég legg til þessarar umræðu hérna hjá Magnúsi. Það þýðir lítið að ræða við menn með þetta hugarástand. Það er einfaldlega ekki hægt að ræða við brjálaða kommúnista. Þeir vilja ekkert annað sjá en eignaupptökur hjá öllum. Það má enginn eignast neitt.
Baldur (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 10:27
Var að sjá enn betur skýringu á þessum auðlegðarskatti og þetta er enn minna mál en ég hélt:
Svo hættið þessu bulli
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2012 kl. 11:08
M H B Þetta er ekki rétt (eða réttar óssköp vejuleg vnstri lýgi) rétt tala er umþað bil
750 þúsun og eigi hann húsnæði sem er afar líklegt er Auðlegðarskatturinn komin
vel yfir 1.000.000 á ári. Og það er betra fyrir ykkur sósíallista að fara rétt með, það
er komið nóg af áróðri í anda Stalíns, Maó, Hitlers, Pól Pots og slíkra pótiintáta sem
ætluðu sér að frelsa heiminn.
Leifur Þorsteinsson, 29.3.2012 kl. 11:40
Um auðlegðar skatt af rsk.is
Taktur efti orðinu "yfri" og hættu svo að bulla Leifur!
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2012 kl. 11:46
Orðið átt náttúrulega að vera "yfir" sem þýðir að auðlegðarskattur legst á aðeins á eignir yfir 75 milljónir. Þ.e. ef þú átt eignir upp á 80 milljónir þá borgar þú aðeins auðlegðarskatt á þær 5 milljonir sem eru yfir. Og þessi viðbót sem ég setti bláa inn í færsluna eru frá starfsmanni ráðuneytis upprunnar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2012 kl. 11:49
Allt hárrétt hjá Magnúsi og hér má sjá prýðisdæmi um að bloggið getur haft ávinning fyrir umræðuna.
Magnus gerir sér lítið fyrir og flettir ofan af própagandalygi Mogga!
Hitt er annað, að þa er líka athyglisvert og umhugsunarvert hvernig hluti innbyggjara kokgleypir alltaf hálfvitaprópaganda Mogga. Fólk gerir enga rannsóknarvinnu sjálfstætt. það bara opnar trantinn og lætur Mogga troða própagandaógeðinu niður um sitt kok. Og sætir talsverðri furðu hve hægt er að troða breiðu própaganda niður um kok.
Síðan fer própagandað náttúrulega niður í maga fyrir rest og skilar sér svo útum rassgatið á fólki. Heldur óskemtilegt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.3.2012 kl. 12:17
Ég er ánægður með þig Magnús að þú skulir loks hér í síðari hluta hafa leiðrétt rangfærslur þínar hér framar um upphæðir mörk álagningar á einstaklinga og hjón. Það er alltof oft farið með rangt mál hér á blogginu og í fjölmiðlum um skattalög og reglur í skattamálum og tengdum málum.
Skattar á eignir sem fólk er búið að koma sér upp með því að vinna hörðum höndum fyrir alla sína starfsævi er ekkert annað en þjófnaður af hálfu ríkisvaldsins og ætti ekki að líðast. Þetta er eignaupptaka hjá þeim sem skilað hafa sínu.
Málin eru afar einföld en þú ert kannski of ungur til að skilja hvernig mál gengu fyrir sig hér fyrr á síðustu öld. Algengast var að þeir sem byggðu sér sín eigin hús tæku í það oft í kringum 10 ár, þar sem smá saman var verið að vinna í því að taka húsnæðið í notkun og hvorki var um það að ræða að menn væru að skuldsetja sig út af þessu né að það væri einfaldlega í boði, því það eru ekki nema örfá ár síðan fólk gat fengið annað en örfáar milljónir út úr opinberu húsnæðislánakerfi og hvergi neina viðbót (jú nema smá líka úr lífeyrissjóðum). Þetta fólk skuldsetti sig því ekki með sama hætti og þekkst hefur síðustu 10-20 árin. Það skýrir m.a. að eignastaða fólksins er með öðrum hætti og ég og þú og okkar kynslóðir geta vænst að standa frammi fyrir þegar kemur að efri árunum.
Fasteign sem þú byggir fyrir þig og þín börn er e.t.v. of stór þegar fólk er komið á eldri ár, en þá vill fólk gjarna geta fengið að búa áfram í sínu heimili sem það bjó sér með bókstaflega berum höndunum einum saman og það vill geta tekið á móti sínum börnum barnabörnun og barnabörnum með sómasamlegum hætti. Slíkt er ekki spennandi kostur í pínulitlu herbergi á öldrunarstofnun þar sem að auk þarf að borga kannski 300.000 í leigu og allar bætur eru hirtar og fólk á ekki einu til fyrir nammi handa krökkunum, hvað þá meira.
Þessar of stóru fasteignir eru hins vegar ekki að afla tekna og fólk á í nógu basli með að halda eignunum vegna fasteignagjalda og trygginga. En eins og það sé ekki nóg þá þarf ríkisvaldið að seilast í þessar eignir undir yfirskyninu "auðlegðarskattur".
Við markaðsaðstæður eins og nú er, þá eru ekki margir kaupendur að "of stórum" fasteignum og fáir í þeirri aðstöðu að hafa greiðslumat í slíkt. Það er því ekkert einfalt mál að selja fasteign sem er t.d. að fasteignamati 75 milljónir eða meira, sem kannski er stórt einbýlis- eða tvíbýlishús og ætla í staðinn að kaupa sér íbúð í fjölbýli.
Það er líka gríðarleg forræðishyggja og ráðist að eignarétti fólks og friðhelgi einkalífs þess með því að ætla að skikka fólk til að losa sig við eign í einbýli, þar sem fólk er vant ákvæðnu næði og rólegheitum og skikka það til að kaupa fjölbýli með tilheyrandi ónæði og aukakostnaðarliðum, hvort sem það er í almennu fjölbýlishúsi eða sérbyggðu fyrir eldri borgara.
Í ofanálag þá er búið að koma bótakerfinu í það horf að bætur eru skertar krónu á móti krónu og fólk er langt frá því að fá sínar réttlátu fjárhæðir úr lífeyrissjóðum og almannatryggingakerfinu. Þar er enn og aftur refsað þeim sem sýndu ráðdeild og sparnað og eiga e.t.v. fáeinar krónur á bankareikningum. Þær krónur eru margskattlagðar, fyrst með fjármagnstekjuskatti á neikvæða vexti og síðan með auðlegðarskatti á eignina, auk þess sem þetta veldur verulegum skerðingaráhrifum á ellilífeyri, örorkulífeyri og bætur frá almannatryggingum. Verst er þó að verðbætur (á verðtryggðan sparnað) eru bæði skattlagðar og í mikilli verðbólgu verður skerðing bótanna hlutfallslega ennþá meiri.
Við sem ekkert eigum og skuldum eins og gengur og gerist um flest ungt fólk og fólk á miðjum aldri eigum ekki og megum ekki vera að öfundast út í það fólk sem sýndi meiri ráðdeild en við gerum eða getum, og þær eignir sem fólk hefur á heiðarlegan og löglegan máta eignast á fólk að fá að eiga í friði fyrir okkur og ekki síst ríkisvaldinu.
Skattlagning er eðlileg á vinnandi fólk en alls ekki á fólk sem búið er að skila sínu og er komið á efri ár.
Jafnaðarstefna sem núverandi ríkisstjórn (minni á grein eftir Steingrím Joð í vikunni um slíkt) hreykir sér af er ömurleg stefna ef á bak við hana felst að koma öllum niður í fátækramörk og jafna þannig lífskjörin, í stað þess að fólk fái að njóta ávaxta eigin erfiðis.
Jón Óskarsson, 29.3.2012 kl. 12:42
Svona virkar sósíalismi. Eins og Magnús vill hafa þetta. Skítsama um að gera fé upptækt í gegnum skattkerfið, finnst það besta mál. Þ.e. fé annarra, ekki sitt (þannig er það alltaf með sósíalista).
Grétar Thor Ólafsson (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 14:06
Óttalegt bull er þetta.
þa að vera ríki -það felur alltaf í sér að fé er gert ,,upptækt" með einum eða öðrum hætti með skattgreislum. Skattur er alltaf beisiklí að fé er gert ,,upptækt".
Eða hvaðan haldi þið sjallaveslingar að rekstrarfé ríkis komi yfirleitt? Detti ofanaf sjallahimininum eða?
Spurningin er hinsvegar hvernig skattbyrgðum er dreift.
Sjallar vilja setja þumalskrúu á láglaunamenn og konur og pína þau á allan hátt svo þeir sjálfir geti lifð í sukki og svínaríi lausir við allar ,,íþungjandi byrgðar"
Jafnaðarmenn vilja jöfnuð í skattaálögum og þá frekar beina álögum á þá er hafa hin breiðari bökin.
það fer svo eftir, virðist mér, aðallega innræti hvor kosturinn mönnum þykir álitlegri.
Sem kunnugt er og rækilega skjalfest, á hafa sjallaræflar skítlegt innræti enda skítapakk sem sleppir engu tækifæri til að svindla og pretta ásamt manipúlera og gott dæmi um það er LÍÚ-hyskið sem beinlínis er uppvíst að því að svíkja þjóð sína.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.3.2012 kl. 15:42
Jón Óskarsson ég upplifði það að flytja í Kópavog 1964. Þá fluttum við inn í nokkur herbergi. Stofan var smíðaverkstæði og það voru plankar hér í staðin fyrir tröppur. Ég ólst upp í þessu hverfi þar sem margir bjuggu í bílskúrum. Svo þú ert ekki að segja mér neitt. En ekkert hús hér í Suðurhlíðum Kópavogs er meira en 100 milljóna virði. En það sem ég skil ekki afhverju er ekki hægt að ætlast til að fólk sem á yfir 100 milljónir m.a. í fasteignum ekki að leggja neitt af þeim fram í framfærslu sína. Bendi þér á að það eru ekki 600 aldraðir sem eiga svona mikið. T.d. er verið að borga þessu fólki mörgu mun meiri lifeyrir en þau eiga rétt á. Þau eru að fá meira úr Trygginarstofnun til jafns kannski og þau sem engar eignir eiga? Hverjir eiga að taka á sig þá milljarða sem eru innheimtir af sannarlega ríkasta fólki landsins. Ég rakti dæmi móðurmnnar fyrr hér í athugasemdum. Hún átti hesthús sem hún fékk 15 milljónir fyrir. Það var dregið af henni nær allar greiðslur Trygginarstofnunar fyrir þá pengina sem síðan fóru í að gera upp hæðina sem hún á. Hún hefur um 190 þúsund í lífeyrir nú og frá TR. Svo ég sagði henni að skuldsetja Íbúðina sem hún gerði og hefur því aukalega fé til að lifa af sem og að borga af láni. Því til hvers þarf hún á áttræðisaldri að eiga eign upp á 30 milljónir. Hvað græðir hún á því? Og hvað græðir við á að fólk lúri á peningum og fasteignum sem eru virkileg van eða ónýttir. Þeir sem eiga þetta í innistæðum geta jú þakkað fyrir að við tókum á okkur að verja þær innistæður í hruninu og kostar okkur m.a. 200 milljarða sem nýji Landsbankinn og ríkið þurftu að setja í gamla Landsbankan til að kaupa innistæður fólks þar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2012 kl. 17:39
Og gleymum ekki að svo framarlega sem fólk eigi ekki miklu meira en 75 milljónir þá er það að borga einhverja tugi þúsunda. Þannig var reiknað fyrir mig að sá sem á 80 milljónir er að borga 1,5% af því sem er yfir 75 milljónum sem gera um 75 þúsund krónur. Ég lendi stundum í því að borga skatta af hæstu launum mínum sem er hærri en grunnurinn. Stundum í allt upp í 3 þrep sem er jú mun hærra en þeir sem eru á lægstu laununum. Þannig á að jafna birgðum eins og fólk þolir. Ekki svona eins og var þar sem skattar voru virkileg hækkaðir á þeim sem lægsstóðu. Og þeir sem eru á móti verða að benda á aðrar tekjur fyrir ríkið á meðan að við erum að komast út úr þessum ríkisskuldum og halla á fjárlögum. Held þá að það sé best að þeir sem eigi mestu eignirnar borgi frekar en það fólk sem nú er að sligast undan skuldum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2012 kl. 17:45
@Magnús: Þetta fólk á þessar eignir, en ekki ég og þú. Vilt þú að ríkið geri íbúðina þína, bílinn þinn, fötin þín, símann þinn, tölvuna þína og aðrar þínar séreignir og þetta verði bara ríkiseignir ? Vilt þú ekki fá að eiga þetta í frið sjálfur ?
Móðir þín hefur einmitt lent í þessari hringiðu skerðinga vegna eigna sem hún losaði sig við. Þarf að skuldsetja sig til að eiga lausafé og komast hjá frekari skerðingum í stað þess að svona einskiptis viðskipti eins og að selja hesthúsið sé ekki að valda skerðingum.
Kerfið eins og það er uppbyggt er svo rangt.
Allt kjaftæði um lífeyrisréttindi og verðtryggingu þeirra og svo framvegis er bara bull miðað við hvernig kerfið er í dag. Ef fólk hefur verið lánssamt um ævina og á fasteignir og peninga á bankabókum þá á það á hættu að fá nánast engan lífeyri úr lífeyrissjóði og sameiginlegum sjóðum þrátt fyrir að hafa greitt mikið til samfélagsins alla ævi. Það er í raun búið að eyðileggja sjóðakerfið algjörlega.
Lífeyrissjóðir eru og voru til þess ætlaðir að hver einstaklingur nyti þess á eftir árum að hafa greitt í sjóðinn. Sjóðirnir voru ekki hugsaði þannig að Jón ætti að borga í hann til sjá Gunnu, Siggu og Jóa sem hann hvorki þekkir né er skyldur, fyrir lífeyri í þeirra elli.
Í dag er það gert að skömm að eiga eignir, peninga eða lífeyrisréttindi. Þú sýnir þá hugsun sjálfur í síðasta svari þínu hér að framan með því að segja "það er verið að borga þessu fólki mikið meiri lífeyri en það á rétt á"
@Ómar: Það er nú meiri jafnaðarmennskan að hafa milliskattþrep þannig að það (í dag) reiknist á laun yfir 230.000. Mér finnst það persónulega vera skattpíning á þá sem minna mega sín.
@Ómar og Magnús: Ekki getur fólkið sem á dýrar of stórar eignir leigt þær út frá sér, þar hefur núverandi stjórn séð til þess að hækka skatta á húsleigu um 40% og auðvitað kemur húsaleigan sem skerðing (krónu á móti krónu) á lífeyris og almanna tryggingaréttindum.
@Ómar: Skattar koma m.a. annars best og mest af neyslusköttum, þar skila þeir mestu til samfélagsins sem mestar hafa tekjurnar til að eyða. Skattar á fasteignir og á neikvæða vextir eru eignaupptaka.
Jón Óskarsson, 29.3.2012 kl. 18:14
Aftur rétt hjá þér Magnús að af auðlegðarskattstofni upp á 80millj. er greitt í þennan skatt kr. 75.000. Það eru miklir peningar fyrir fólk á lífeyri !
Ég hef ekki á móti því að auðmenn greiði hærri skatta, en að leggja á skatta sem leggjast fyrst og fremst á ellilífeyrisþegar er þjóðarskömm.
Að auki eru þrepin í þessum skatti fáránleg og hvetja til þeirrar misnotkunar að fólk slíti samvistum til að greiða minna í skattinn. Fjárhæðin ætti að vera tvöföld (eins og þú fórst ranglega með í byrjun þessa þráðar) en ekki 75 milljónir fyrir einstakling og 100 milljónir fyrir hjón.
Svo skulum við athuga eitt. Síðan þessi skattur var settur á þá hefur tvennt gerst. Annars vegar að prósenturnar hafa verið hækkaðar og hitt að fjárhæðirnar (hvenær skatturinn byrjar að reiknast) hafa verið stórlega lækkaðar. Skattahækkunin ein og sér út af þessu hleyptur á tugum prósenta frá fyrstu skattlagningu og þangað til núna. Með sama áframhaldi verður búið að færa auðlegðar skattþrepið niður í að allar eigur séu skattlagðar.... Kannski vilja "jafnaðarmenn" það ?
Jón Óskarsson, 29.3.2012 kl. 18:20
Þeir sem að skrifa hér af einhverju viti eru Magnús Helgi og Ómar Bjarki. Verð þó að viðurkenna að ég nennti ekki að lesa öll ummælin. En hér er birtist annars slíkt Sjallabull að maður getur orðið þunglyndur. Annaðhvort er Sjallarnir búnir að forheimska þjóðina, eða þá að innbyggjarar eru barasta upp til hópa asnar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 20:14
Asnarnir eru þeir sem vinna, skapa verðmæti og spara. Skatturinn er hvatning til þess að eyða peningunum strax svo að þeim verði ekki stolið, að fela peningana og eða að hætta að vinna. Er nokkuð vit í því að vera að leggja í sjóði og spara til efri ára þegar þeir peningar nýtast síðan ekki á nokkurn hátt?
Hörður Þórðarson, 29.3.2012 kl. 20:41
@Haukur Kristinsson: Ég hef aldrei verið við Sjallana kenndur. Ég aftur á móti vinn við þannig mál að ég kynnist því vel hvernig vanhugsuð skattamál fara með einstaklinga og fyrirtæki.
@Haukur Þórðarson: Því miður mikið til í þessu hjá þér. Til að mynda þá fær maður sem hefur verið með milli 300 og 400 þúsund á mánuði í laun og greitt alla ævi til lífeyrissjóð einungis 11.000 krónum meira á mánuði en jafnaldri hans myndi fá sem aldrei hefði greitt til lífeyrissjóðs. Sá fyrrnefndi hefði vel getað nýtt 432.000 til 576.000 á ári í eitthvað skynsamlegra.
Jón Óskarsson, 30.3.2012 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.