Leita í fréttum mbl.is

Alveg sjálfssagt að leggja þetta frumvarp til hliðar! Ef -

Smábátaeigendur og aðrir útgerðarmenn tryggja það að við þjóðin fáum 15 til 20 milljarða í auðlindarentu af þessari auðlind strax og eins að framsal verði heft og allur kvóti leigður og seldur fari á opinberan markað. Sem og sá fiskur sem landað er. Ef að þeir vilja borga á annan hátt þá ætti ekki að stoppa þá.

Hef tekið sem dæmi olíuvinnsluna í Noregi. Halda menn að Norðmenn væru sáttir við að nokkrir landar þeirra fengju einkarétt á að vinna olíu í landhelgi þeirra án þess að greiða neitt fyrir? Eða að þeir einir gætu verslað með vinnsluleyfi án þess að norska ríkði fengi eitthvað fyrir það?  Nei ég held ekki. 


mbl.is Vilja að frumvörpin verði lögð til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig heldur Magnus Helgi Björgvinsson að hægt sé að tryggja eitt að annað varðandi sjávarútveg? Í fyrra voru tekjur af makrílveiðum hátt í 30 milljarðar. Núna er búið að reka þann sem var að semja við önnur ríki um veiðarnar, líklega stinga einhverri ESB dúkkunni þarna inn, semja þetta frá sér, svipað og vinstri menn gerðu með Icesave um árið, nenntu ekkert að standa í að semja eins og menn. Eiga þeir sem borga yfir höfuð að leggja einhverjar tryggingar fram,  þegar rekstrarumhverfinu getur verið breytt frá ári til árs, jafnvel þó sami stjornmálaflokkur fari með völdin og stjórni málaflokknum? Hverjum dettur það eiginlega í hug?

Hin hliðin er svo sú að fiskur er ekki bara eitthvað sem menn sækja eins og þegar opinber starfsmaður fer fram á kaffistofu og fyllir á kaffibollann. Það hafa komið mörg ár þar sem ekkert veiðist af mikilvægum stofnum. Það eru kannski önnur lögmál en stjórnmálamenn sem ráða för þar.

Munurinn á olíuvinnslu og fiskveiðum er eins og að bera saman epli og appelsínur. Af hverju ber ekki Magnús saman sjávarútveg í noregi og á íslandi? Af hverju kýs hann að taka olíu í noregi og fisk á íslandi? Er þetta þetta "neo-klassíska" vinstri trix að segja eitt og meina eitthvað allt annað?

Að allur markaður eigi að fara á "opinbera" markaði sýnir kannski helst að menn hafi ekki mikið vit á því sem þeir eru að segja. Þetta er líklega sama liðið og heldur að með því að hækka skatta á áfengi, þá muni tekjurnar aukast.

það eru eiginlega flestir að vera komnir með nóg af þessu rugli í ríkisstjórninni og stuðningsfólki hennar. samfylking hefur núna fengið öll þau tækifæri sem einum stjórnmálaflokki getur boðist til að sýna hvað í honum býr. Flokkurinn hefur setið við stjórnvölin í góðæri, kreppu og allt þar á milli. Ekkert virðist virka. Allt fer í handaskolum sem þetta lið kemur nálægt. Hvenær segir stjórnin af sér? Það væri kannski það eina rétta sem það fólk gæti gert?

joi (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband