Leita í fréttum mbl.is

Og hvaða ofbeldi er það? Ef maður má spyrja

Nú eru það tilskipanir ESB og EES samningar sem eru ástæað þess að ESA sem er eftirlitstofnun EFTA  [Já athugið EFTA ekki ESB ] sem segir að við höfum bortið gegn EES samningnum.  ESB er samstarf þeirra 28 ríkja sem eru í ESB. 2 þeirra eiga í deilum við okkur út af innistæðutrygginarkerfinu sem þau telja að við séum að brjóta. Er ekki ósköp eðlilegt að framkvæmdarstjórn ESB vilji verða aðili að þessu máli. Það er jú réttur allra þjóða og svo stofnana ESB að verða aðilar að hverju því máli sem fer fyrir EFTA dómsstólin. Og myndum við ekki vilja ef við værum í ESB að okkar hagsmunum væri fylgt eftir?

En ég bara sé ekki ofbeldið í þessu. Það gæti þarna verið fordæmisgildi fyrir fleiri lönd og banka en sé ekki obeldið. Og þessi rök eiga bara líka við þá veru okkur í EES og EFTA. Þá eru allir að nýðast á okkur og við ættum að segja okkur þá frá þeim lika.


mbl.is „Ofbeldisfull framkoma ESB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég óttast að við séum komin í þó nokkurn vanda. Veigamikið skref í lausn á þeim vanda er að losna við forsetann við fyrsta tækifæri, sem sagt, í sumar. Hann mun með sinni veruleikafirrtu framkomu og sýndarmennsku spilla fyrir okkar málstað.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 15:56

2 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Ofbeldið er það að við erum nú þegar með ESA að reyna að beygja okkur og þá vilja aðrir vera með í ofbeldinu.  Svipað og ef ofbeldisðmaður hefur lagt okkur með hnéð á hálsi okkar, þá vilji aðrir fantar fá að vera með í ofbeldinu að lumbra á fórnarlambinu.  Ég var nú ekki að sjá að við gengjum í ESB, en nú er það endanlega útséð.  ESB hefði, fjandinn hafi það, getað horft á þennan slag utan hringsins.

Björn Ragnar Björnsson, 12.4.2012 kl. 16:09

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mäer finnst meiriháttar að ESB hjálpi Íslendingum að forðast þá sjálfa með þessu bulli sínu. Það eru þingmenn í ESB sem eru að vara Ísland við ESB. Og það er einn starfandi þingmaður ESB sem segir það opinberlega.

ESM sinnar treysta heimsku og fábjánahátta Íslendinga fram að 2008. Fólk sem aldrei hafði hugsað eina hugsun um pólitík fór allt í einu að gera það. ESB aðild er bara enn eitt hitasóttaróráðið sem þarf að lækna. Hitin er að mestu gengin niður og sjúklingurinn mun jafna sig á tuttugu árum...

ESB hefur ekki sýnt neitt ofbeldi. Bara sitt rétta andlit. Það eru flestir sem vilja ESB, vita ekkert um ESB, hvernig það virkar og hvað það græðist á því.

Enn allir ESB borgarar allra meðlimslanda vita í dag hvað þeir töpuðu með aðildinni....

Óskar Arnórsson, 12.4.2012 kl. 18:38

4 identicon

Mikið held ég að Brüssel verði fegið, þegar við Íslendingar bindum endi á þetta aðildarferli. Það verður skálað í kampavíni. Orðnir langþreyttir á okkur kröfum vegna þess hversu frábærir við séum, jafnvel genetískt. Vitnað í rannsóknir deCODE genetic. Minnumst bara þess hversu hart við lékum danska konunga. Þeir bognuðu nú heldur betur í bakinu yfir endalausu þrasi íslenskra “höfðinga” vegna einnrar hundaþúfu. Látum innbyggjara áfram níðast á innbyggjurum.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 19:41

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sjálfsagt Haukur, það er ástaða að fagna þegar endalausum misskilningi líkur hvað varðar sjálfstæði og lýðræði i ESB. Það er sama hvert óráðið er, allavega stundum. Það hefst ekkert með að hneykslast á einum eða neinum, enn þess meira virði eru tillögur um úrbætur!

Við skulum ekkert láta neinn níðast á neinum. "Það stoppar ekki eldinn"...

Óskar Arnórsson, 12.4.2012 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband