Leita í fréttum mbl.is

Og bullið heldur áfram. Sigmundur getur bara ekki hætt.

Svona allt í lagi að benda Sigmundi á að Norðmenn er í liði með ESB gegn okkur í Makrílveiðum okkar. Enda erum við að veiða langt umfram það sem talið er eðlilegt. Og að ESB er þar að gæta hagsmuni m.a. Bretlands og fleiri þjóða sem hafa um áraraðir veitt úr þessum stofni. Eigum við þá að slíta stjórnmálasambandi við Noreg líka. Og segja okkur úr EES vegna þess.

Svo finnst manni að vanti skelfilega inn þetta bull hjá honum. M.a. að við erum ekki búin að opna einu sinni kafla um Sjávavarútvegsmál við ESB. Sem og að það tekur engin samningur gildi fyrr en við erum búin að greiða atkvæði um hann hér sem og öll önnur lönd ESB. 


mbl.is Ekkert staðist sem stjórnvöld hafi sagt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

NEI Magnús, það eru aðrir en Sigmundur sem bulla. 

Þú ættir t.d. að athuga vel hvað þú lætur frá þér fara.  Ég tek miklu meira mark á Sigmundi Davíð, formanni Framsóknarflokksins, heldur en þér eða öðrum úr Fylkingunni, þó hef ég aldrei verið kenndur við Framsóknarflokkinn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.4.2012 kl. 13:54

2 identicon

Þó svo að vissulega eigum við líka í deilu við Norðmenn eins og ESB út af makríl veiðum okkar í okkar eigin fiskveiðilögsögu.

Þá er stór munur á framgöngu Norðmanna annarsvegar og hinns vegar hrokans og yfirgangsins sem ESB vill beita okkur.

Þessi munur er sá að Norðmenn hóta okkur ekki einhverjum hefndaraðgerðum. Á sama tíma hótar Brussel valdið okkur ólöglegum viðskiptahindrunum.

Þar er stór munur á.

Þess vegna eigum við að gera hlé á þessum viðræðum þegar í stað og ær verða ekki hafnar aftur fyrr en Makríl deilan er leyst farsællega og af sanngirni gagnvart okkur og jafnframt að ESB hætti að sækja mál á hendur þjóðinni út af ICESAVE deilunni.

Svo verði sá fyrirvari einnig gerður á að samningaviðræður verði heldur ekki teknar upp að nýju án undangenginna kosninga þar sem meirihluti kosningabærra manna samþykkir það. Annars verði viðræðum slitið endanlega.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 15:20

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

ESB er búið að kaupa Stoltbenberg-stjórnina í Noregi, eins og þeir hafa keypt Sigurðardóttur-stjórnina á Íslandi.

Það er sagt að það sé hægt að kaupa flesta, en sem betur fer ekki alla.

Þetta er staða mála, og rétt að halda sig við staðreyndirnar um ESB-"friðargæsluliðið" evru-blindaða.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2012 kl. 15:33

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Anna Sigríður vildi bara benda þér á að menn eru farnir að tala um endalok ESB og það sem meira er að sjá fyrir endan á því...

Annars er ég algjörlaga sammála Tómasi og Gunnlaugi hér...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.4.2012 kl. 17:09

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2012 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband