Leita í fréttum mbl.is

Held að menn séu komnir út í móa hér á landi í andstöðu sinni gegn ESB

Svona til að byrja með:

  • ESB og EES eru með sameiginlega tilskipun um innistæðutryggingar. Hvorki Bretland né Holland hafa óskað eftir beinni aðilda að mái ESA fyrir gætið að EFTA dómsstólnum. En hinsvega gæti dómur EFTA dómsstólsnins snert hagsmuni allra ríkja innan bæði EFTA og ESB. ESB telur að bæði hafi okkur borið að greiða lágmarkstryggingu skv. tilskipun  ESB. Og því finnst mér bara ekkert furðulegt að framkvæmdarstjórnin vilji hafa aðgang að því máli út af hugsanlegum afleiðingum dómsins
  • ESB er samstarf 28 þjóða og um 550 milljón manna. Held að það sé ljóst að ESB er sennilega slétt sama hvort að við göngum þarna inn og ef að þeir þurfa að velja á milli að standa vörð um rétt sinn eða að öðrum kosti verði aðildarviðræðum hætt, Þá væri það að auðvelt val fyrir þá. Það er nú ekki eftir svona miklu að sækjast hér. Fiskveiðar hér í heild eru að skila minna en frekar stórt fyrirtæki í mörgum ESB löndum.
  • Þó að þessar auðlindir dugi okkur vel þar sem við erum 300 þúsund þá er þetta lítil upphæð í alþjóðlegu samhengi.
  • Þó að þeir eins og við mörg geri sér grein fyrir að Evrópumenn eiga að standa saman þá fórna þeir ekki hagsmunum Breta og Hollendinga fyrir samning við okkur.
  • Þetta var vitað alla tíð. Og bullið í Sigmundi og fleirum um að aldrei yrði farið í mál við okkur var náttúruleg alltaf eins og ég sagði bull.
  • Minni líka að varðandi Makríl þá eigum við í deilum við Norðmenn og ESB. Og það er ljóst að þar verður að ná samningum en það leysir ekki úr þeim að hóta að hætta aðildarviðræðum. Það snertir bara Norðmenn ekki neitt og þeir sjálfsagt bara fegnir ef við hættum viðræðum.

P.s. fyrir þá sem hafa áhyggjur af því að ég gæti verið að blogga þetta í vinnutíma
þá bendi ég á að ég var búinn að vinna klukkan 15:45 og ég var 4 mínútur að skrifa þetta

Og ef menn halda að ég sé fengin í að skrfa blogg þá væri skiljanlegt
gengi Samfylkingar ef að þeir hefðu ekki betri menn 


mbl.is Bætir ekki andrúmsloftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nú held ég að mannvitsbrekkan úr Kópavogi, Magnús Helgi Björgvinsson eigi að fara í Silfur Egils og hafa vit fyrir 70% þjóðarinnar sem ekki vilja sjá ESB. Með framgöngu ESB er líklegt að talsvert kvarnist úr þeim 30% sem vilja í ESB. Með Samfylkingarkverið sitt mun Magnús muldra möndrur. Við hin teljum að Magnús þurfi að fara að leita sér hjálpar.

Sigurður Þorsteinsson, 13.4.2012 kl. 20:41

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Magnús, það er búið að kortleggja þetta, þú hangir á netinu bloggar og kommenterar umvíðan völl í vinnunni. Það er ekki verið að tala um einhverja eina færslu heldur margra mánaða vinnussvik.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2012 kl. 20:45

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón, Magnús er opinber starfsmaður.

Sigurður Þorsteinsson, 13.4.2012 kl. 20:56

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm og ég borga launin hans.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2012 kl. 21:16

5 identicon

Betar per se geta ekki farið fram í þessum máli sökum þess að ef þeir "ynnu" myndu þeir steypa sjálfum sér í glötun þar sem að fordæmið næði þá yfir endanleg uppgjör m.a. Bank of Scotland sem yrði að gera upp að fullu og það kostar gott betur en 1100 milljarða.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 21:22

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ofan á það allt bætist svo Facebook, sem virðist vera í samhangandi aksjón allan sólarhringinn hjá mínum manni. Það er ekki sá miðill á landinu, sem hann er ekki að tjá sig á svo enginn komist nú hjá að sjá og heyra snilldina.

Málið er í rannsókn.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2012 kl. 21:23

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og vegna þessarar móðursýkislegu greinar...Með einföldum orðum Hans Harlaldssonar:

ESA er að stefna Íslandi fyrir samningsbrot, ekki til greiðslu á neinu.

Komist dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi brotið samning þurfa Bretar og Hollendingar að stefna ríkinu fyrir íslenskum dómstól og sýna fram á tjón af völdum samningsbrotsins. Það er annað dómsmál.

Þetta dómsmál snýst um að skýra regluverk EES.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2012 kl. 21:35

8 identicon

Alltaf góður félagi Jón St. við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af gengi SF með svona forystu og svona sleikjur eins og Magga ræfilinn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hafthor Rosmundsson (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 22:16

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Steinar ef þú ert að tala um  það sem Jóhannes Laxdal sagði þá er þetta mjög málefnalegt. Hann vissi nú  ekki meira um mína vinnu en svo að ég er í vaktavinnu. Ég kannaði það að það voru 6 blogg sem hugsanlega voru skrifuð í vinnutölvunni minni á síðustu 31 degi. En svo vill til að ég á matar og kaffitíma og kemst ekki neitt frá. Og þvi hef ég stundum skrifað á þeim tíma. En eins og ég sagði Jóhannesi á hans bloggi að ég er snarlega hættur því en ætla að verða öflugri hér heima. Ég starfa við þjónustu við einstaklinga sem ég vill ekki að verði fyrir óþægindum vegna þess að óvandaðir menn eins og Jóhannes eru að birta heimilsfang þeirra.  En ef yfirmenn mínir gera athugasemd við mig þá skýri ég þetta mál fyrir þeim.  Skv. honum hefur hann klagað mig.  Geri það ekki hér á netinu. Hér er auðsjáanlega grimmir menn rökþrota og tilbúnir að beita öllum meðölum sem þeir hafa til að valda örðum óþægindum.  Sem sagt að ekkert blogg frá mér framar á vinnutíma. (þó þau hafi ekki verið mörg) en á mínum frítíma verða þau bara fleiri í staðinn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.4.2012 kl. 01:18

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Steinar skv. Stefáni  Má lögfræðingi þá er þetta vissulega viðurkenningar dómur. Og ef við töpum honum verum við dæmd til að sýna fram á að hvernig við ætlum að verða við reglum ESB. Það gæti orðið ójóst hvernig það mætti verða og þá gæti þurft að fara aftur með málið fyrir EFTA dómsstólin til að skilgreina skildur okkar.  Þ.e. endaleysa. Sem myndi tefja okkur. Síðan held ég að menn geri allt of mikið út úr Íslenskum dómsstólum því að þeir eru líklegir til að óska eftir áliti ESA eða EFTA og hafa aldrei held ég dæmt gegn þeim álitum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.4.2012 kl. 01:28

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En ég bara verð að segja að Jón Steinar, Jón Laxdal Sigurður Þorsteins og nokkrir aðrir hér eruð að ná því að ég er að hugsa um að loka hér athugasemdarkerfinu. Þegar farið er að klaga mann, og svona persónulegt skítkast sem fylgir ykkur öfga hægrimönnum þá nenni ég þessu varla lengur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.4.2012 kl. 01:33

12 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Steinar Ragnarsson, Veistu. Að öllu töldu saman. Þá ertu bara sami skítahaugurinn og fólkið í sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum. Það fólk er almennt kennt við gamla Ísland. Það er skömm að þér, og þínum líkum og hefur alltaf verið það.

Jón Frímann Jónsson, 14.4.2012 kl. 02:19

13 Smámynd: Jón Óskarsson

@Magnús:  "skv. Stefáni Má lögfræðingi þá er þetta vissulega viðurkenningar dómur. Og ef við töpum honum verum við dæmd til að sýna fram á að hvernig við ætlum að verða við reglum ESB"

Hætt er við að þessi mögulega niðurstaða dómsins þýði nákvæmlega þetta fyrir allar þjóðir í ESB sem kalla mun á ýmislegt.  Þurfi þjóðríki að ábyrgjast innstæður upp að ákveðnu marki kallar það á endurmat lánshæfis viðkomandi ríkja.   Komi í ljós að litlar sem engar ábyrgðir séu á innstæðum gæti það kallað á áhlaup á bankana.  Niðurstaða málsins mun ekki ein og sér kalla á einhverjar greiðslur af hálfu íslenska ríkisins, en gæti fyrir Ísland sem önnur Evrópuríki kallað á skýrari reglur til framtíðar um þessi mál.

"ESA er að stefna Íslandi fyrir samningsbrot, ekki til greiðslu á neinu.

Komist dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi brotið samning þurfa Bretar og Hollendingar að stefna ríkinu fyrir íslenskum dómstól og sýna fram á tjón af völdum samningsbrotsins. Það er annað dómsmál.

Þetta dómsmál snýst um að skýra regluverk EES"

Það er algjörlega málið.  Um það eiga menn ekki að þurfa að deila.

Það er ekki nokkur ástæða til þess að vera að fara á taugum yfir því að þetta mál sé fyrir ESA dómstólnum og í raun ekki heldur aðkomu framkvæmdastjórnar ESB að því vegna hagsmuna ESB sbr. hér að ofan.   Hitt er annað mál að Ísland sem varnaraðili í þessu máli á að mótmæla svona innkomu.  Slíkt er einfaldlega eðlilegt í dómsmáli eins og þessu.  Eins er það ólíðandi af hálfu utanríkisráðherra að leyna því fyrir ríkisstjórn landsins sem og utanríkismálanefnd Alþingis að hann hafi vitað af málinu í hálfan mánuð.

Jón Óskarsson, 14.4.2012 kl. 23:45

14 Smámynd: Jón Óskarsson

@ Jón Frímann:   Það er verulega ómálefnalegt að kalla alla sem starfa innan ákveðinna flokka eða kjósa þá, "skítahauga".    En ef út í það er farið þá er nóg til af "skítahaugum" í öllum flokkum.   Það er líka ómálefnalegt að reyna að skella einhverjum ákveðnum flokkstimplum á menn sem tjá sig hér á bloggsíðum, svo fremi sem þeir ekki beinlínis kenni sig við ákveðna flokka í upplýsingum um sig, sem reyndar mjög margir gera.  

Það góða við bloggið er að þar tjá menn sínar skoðanir og sem betur fer eru ekki allir sammála og hver hefur sína skoðun.   Það er gaman að lesa málefnalegar umræður og vel rökstuddar skoðanir.  Það er hins vegar jafn leiðinlegt að lesa þegar menn missa sig í persónulegt skítkast hver framan í annan.   Slíkt á ekkert erindi við okkur hin sem ekki kjósum að taka þátt í slíku.

Jón Óskarsson, 14.4.2012 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband