Miðvikudagur, 18. apríl 2012
Ég held að það sé ljóst að útgerðin sé með viðkvæmustu atvinnuvegum á landinu.
Menn keppast nú við að sýna okkur niðurstöður um að veiðigjaldið í nýju frumvarpi setji útgerðinna á hliðina. Og ljóst skv. þessu að þessi atvinnuvegur sem lýst hefur verið sem höfuð atvinnugrein Íslands má ekki við að greiða neitt þó að fyrirtæki séu rekin með 50 milljarða hagnaðir á ári um þessar mundir. Það má ekki setja hömlur og tímamörk á nýtingarrétt þeirra því þá fari þau á hliðina. Samt er búið að afskrifa hvað um 200 milljarða af þessari sömu grein. Mörg fyrirtæki eiga orðið fyrirtæki erlendis og nú er að koma í ljós að þau eiga fyrirtæki á aflandseyjum sem hirða hluta hagnaðarins. Og þessir menn hóta heilu byggðarlögunum að refsa þeim ef þau fylgja þeim ekki að málum.
Andskoti að ég trúi þessu væli. Þessir menn voru hér fyrir nokkrum árum að byggja annað hvort stórhýsi hér á höfðuborgarsvæðinu, þeir gömbluðu með milljarða í bankabólunni. Þeir keyptu fyrirtæki hægri og vinstri og um daginn heyrði ég að þessir útgerðamenn og útgerðafyrirtæki borgðu sára lítin tekjuskatt þrátt fyrir alla þessa pengina.
Finnst að frumvarpið eigi að verða enn harðara. Takmarka nýtingarrétt enn meira, með því að stytta tíman, heimta að allur fiskur fari á markað, heimta að allt framsal sé á markaði og skattlagt sem tekjur upp á 37%. Ef að þessar útgerðir treysta sér ekki í að veiða á þessum kjörum á að gera þeim að skila veiðiréttindum sínum og við finnum aðra sem treysta sér í það. Held að ekki vanti fólk sem er tilbúið að taka við.
Bendi hér á eftirfarandi greinar sem eru stórmerkilegar
http://blogg.smugan.is/grimuratlason/2012/04/18/af-harmageddon-i-bolungarvik-og-odrum-sjavarbyggdum/
http://smugan.is/2012/04/hvad-verdur-nu-um-jakob-valgeir-og-bornin/
Kópavogi 18. apríl kl.17:25
Hart tekist á um kvótann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:23 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 969485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Þessi óþjóðalýður ætti með réttu að vera á hrauninu. Búnir að mergsjúga hagnaðinn úr greininni í áratugi og nú kemur í ljós að þeir fela milljarða á Kýpur. Forsíða moggans í dag slær öll met, þvílíkt andskotans væl í LÍÚ pakkinu.
Óskar, 18.4.2012 kl. 17:45
Forheimskan ríður ekki við einteyming hjá ykkur félögum! Öfundarhyggjan sem þið eruð heilaþvegnir með hefur greinilega gripið um sig. Klárt mál að hvorugur ykkar hefur nokkurn tíman í sjó migið !
Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 21:09
Mig langar bara til að taka undir orð Elíasar og minna ykkur félagana á að í ykkar heittelskaða Evrópusambandi er sjávarútvegurinn ríkisstyrktur og eru þeir víst að skoða kvótakerfi að íslenskri fyrirmynd. Okkar fyrirtæki eru nú ekki verr stödd en svo.
Það er nú bara þannig að enginn iðnaður þolir 100% skattlagningu á hagnað. Það segir sig sjálft, eða það gerir það allavega hjá flestum.
Sigur!, 18.4.2012 kl. 22:40
Jafnvel hægri menn á Íslandi hafa misst trúnna á Sjálfstæðisflokknum
Jóhann Páll Jóhannsson og Ólafur Kjaran Árnason skrifar:
Kæru hægrimenn.
*
Hugsjónir ykkar hafa átt stóran þátt í lífskjarabótum og framförum síðari alda. Því er brýnt að á Alþingi Íslendinga sitji traustir og marktækir málsvarar einstaklingsframtaks og markaðsfrelsis.
*
Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem kennir sig við hægristefnu. Þingmenn flokksins eru sextán talsins. Þeirra á meðal eru Ásbjörn Óttarsson, sem játaði að hafa greitt sér tugi milljóna í arðgreiðslur með ólöglegum hætti, Árni Johnsen, dæmdur þjófur og Sigurður Kári Kristjánsson sem þáði 4,6 milljónir í prófkjörsstyrki en neitar að upplýsa hverjir styrkveitendurnir voru. Einnig situr Guðlaugur Þór Þórðarson enn á þingi, en hann þáði tæplega 25 milljónir í styrki fyrir prófskjörsbaráttu sína árið 2006, að mestu leyti frá útrásarvíkingum.
*
Sama ár hafði hann milligöngu um 30 milljón króna styrk frá FL Group og 25 milljón króna styrk frá Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins. Styrkirnir eru sérstaklega vafasamir í ljósi þess að styrkveitendur höfðu beinna hagsmuna að gæta í ýmsum deilumálum þessara ára.
*
Þegar þannig er í pottinn búið leitar orðið mútur óhjákvæmilega á hugann.
*
Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, tók þátt í milljarðabraski ásamt Wernersbræðrum skömmu fyrir hrun þegar hann var stjórnarformaður N1, eins stærsta olíufyrirtækis á Íslandi. Fleiri framámenn flokksins tengjast ýmsum vafasömum viðskiptaævintýrum fortíðarinnar, en erfitt er að ímynda sér að fólk í slíkri stöðu geti með trúverðugum hætti tryggt heilbrigða samkeppni í anda hægristefnu.
*
Ólafur Kjaran Sjálfstæðismenn hafa haft undirtökin á Íslandi síðustu áratugi. Eftirfarandi dæmi eru lýsandi fyrir starfshætti flokksins.
*
Í valdatíð hans stóðu stjórnvöld tryggilega vörð um kvótakerfið með tilheyrandi braski, veðsetningu aflaheimilda og skuldsetningu í sjávarútvegi.
*
Þá skal nefna þau forkastanlegu vinnubrögð sem viðhöfð voru við einkavæðingu bankanna, en eins og Rannsóknarskýrsla Alþingis varpar ljósi á voru lögmál markaðarins þar að engu höfð.
*
Að sögn Steingríms Ara Arasonar sem sat í Einkavæðingar-nefnd var hér um pólitíska ákvörðun að ræða; Landsbankinn var ekki einu sinni seldur hæstbjóðanda heldur hreinlega afhentur flokksgæðingum.
*
Meðan Sjálfstæðisflokkurinn sat við völd var Ísland gert að stuðningsaðila ólöglegs innrásarstríðs í Írak sem kostað hefur hundruð þúsunda óbreyttra borgara lífið.
*
Loks ber að geta REI-málsins þegar reynt var að koma orkufyrirtækjum í hendur útrásarvíkinga á undirverði. Stuttu síðar afhjúpuðu sjálfstæðismenn valdagræðgi sína með meirihlutasamstarfinu við Ólaf F. Magnússon.
*
Ofangreind vinnubrögð hljóta að misbjóða öllu heiðvirðu fólki.
*
Nú er landsfundur Sjálfstæðisflokksins á næsta leiti. Undirritaðir hvetja sjálfstæðismenn til að horfast í augu við afglöp liðinnar tíðar, uppræta spillinguna og gera róttækar breytingar á starfsháttum og forystu flokksins. Takist það ekki hljóta heiðarlegir og réttsýnir hægrimenn að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn.
*
Ef hægrimenn vilja láta taka mark á sér er kannski eðlilegast að þeir stofni nýtt stjórnmálaafl. Öllum ætti að vera ljóst að það er gjörsamlega ósamrýmanlegt að berjast fyrir betra þjóðfélagi en styðja um leið spilltan og siðlausan stjórnmálaflokk.
Kristbjörn Árnason, 19.4.2012 kl. 09:44
Ég held að það sé alveg ljóst að Magnús Helgi sé krati og skrifi sem krati. Það er sama hvernig vitnisburðirnir eru um það, hvernig útgerðarstaðirnir eru leiknir -- sjá um það Hara-kiri sjávarútvegsráðherrans með atlögunni að sjávarbyggðunum -- jafnsárlega flokkshollir menn og Maggi Helgi kjósa ekki að sjá sannleikann, þó að jafnvel Björn Valur Sveinsson hafi skyndilega útvarpað því í gær, að breyta yrði veiðigjaldsmálinu til að vernda smærri útgerðir. Hann sá það sem blasir við af fréttum Morgunblaðsins í gær og af grein Tryggva Þórs HerbertssonarFall Fjallabyggðar, að fólksflótti úr sjávarbyggðum mun leiða af frumvörpunum og að ekki fá þeir Steingrímur atkvæði sjómanna fyrir norðan og austan með þessu athæfi sínu. Björn Valur, sem studdi frumvarpið sem slíkt og sem flokksþræll Steingríms, vill því skyndilega láta breyta því!! En þið kratarnir getið víst ekki gert eins vel. Er allt ryðgað uppi í kollinum á ykkur?
Og Kristbjörn reynir að snúa þessu upp í mál um Sjálfstæðisflokkinn. Hann kemur sjómönnum ekkert við, og ég ætla ekki að eyða púðri á þau skrif hans, enda ver ég ekki spillingu Fjórflokksins -- og ekki styrkjaspillingun "FLokksins" né Samfylkingarmanna, sem höluðu afar drjúgt inn frá útrásarfyrirtækjunum, bæði einstaklingar í prófkjörum og kosningabaráttu og flokkur þeirra líka; og ég hef líka margítrekað gagnrýnt harðlega, að Fjórflokkurinn sækir sér 1,4 milljarða króna úr ríkissjóði, úr vösum skattborgara, til að gera sínum flokksapparötum og minnkar það rán ekki einu sinni á harðæristímum almennings!
En af því að nafn Steingríms Ara Arasonar, sem sat í Einkavæðingarnefnd, var nefnt hér, þess efnis, að við sölu bankanna hafi verið um pólitíska ákvörðun að ræða, þá er það að vísu rétt, en hitt örugglega rangt, sem þó er látið skína í hér, að bera megi hann fyrir þeim orðum, að bankinn "hafi hreinlega [verið] afhentur flokksgæðingum." Þannig talar hann ekki, embættismaðurinn.
Jón Valur Jensson, 19.4.2012 kl. 12:28
Þessi Björn Valur er víst Gíslason og þingmaður VG, hægri hönd Steingríms!
Jón Valur Jensson, 19.4.2012 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.