Leita í fréttum mbl.is

Menn ættu líka að muna!

Að síðasta svona stórframkvæmd var talin hækka hér verðbólgu tímabundið um 2 til 3% sem og hún gerði. Þetta var kallað verðbólguskot sem er reyndar orðið andskoti langt. Auk þess olli hún þennslu sem skapaði gervigengi á krónunni sem jók eyðslu okkar langt út fyrir það sem var eðlilegt, um leið og hún skapaði hér eignabólu sem fólk er að súpa seyði af núna.

Í ljósi þessa er gott að venda fólki á þessa greina hér  Þar segir m.a.

Vitaskuld þarf þetta ekki að vera svona. En til þess að þetta breytist þarf veruleg hugarfarsbreyting að eiga sér stað varðandi peningamálastefnu Seðlabankans. Seðlabankinn getur ekki gegnt hlutverki sínu nema að hann njóti nægilegs stuðnings í samfélaginu til þess að geta ráðist í óvinsælar aðhaldsaðgerðir án þess að það skapi væntingar um að sjálfstæði hans verði ógnað.

Sjálfur hef ég afskaplega litla trú á því að hugarfarsbreyting af þessum toga geti átt sér stað á Íslandi. Ég sé einfaldlega ekki hvaðan þessi hugarfarsbreyting á að koma. Þetta er stærsta ástæðan fyrir því að ég hallast mjög að því að við eigum að losa okkur við krónuna eins fljótt og við getum. Þeir sem vilja halda í krónuna verða að vera í fararbroddi um að breyta hugarfari landsmanna til aðhaldssamrar peningamálastefnu. Annars eru þeir að berjast fyrir því að við höldum í ónýtan gjaldmiðil. 

Þannig að sama fólk og berst nú á hæl og hnakka fyrir stóriðju og stórvirkjunm skyldi átta sig á að hér er bara svo lélegt efnahagsumhverfi að þeim framkvæmdum koma til með að fylgja aukin verðbólga tímabundið eða til lengri tíma auk þennslu sem veldur því að með óbreytt kerfi og krónu ráðum við varla nokkuð um.

Við höfum ekki og höfum aldrei haft þann aga sem þarf til að ráða við að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil sem er stöðugur.


Jón segir líka

Verðbólga mælist nú 6,4%. Hún hefur hækkað úr tæpum 2% frá því í byrjun árs 2011. Verðbólguvæntingar sem lesa má út úr ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa eru um 5,5% og hafa ekki verið hærri síðan í lok árs 2008. Verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja eru svipaðar. Á sama tíma og verðbólga hefur aukist um 4,5 prósentur hafa vextir Seðlabankans hækkað um aðeins 0,5 prósentu.
Aðhaldsstig peningamálastjórnar Seðlabankans hefur því minnkað verulega. Og nú er svo komið að raunvextir Seðlabankans eru talvert neikvæðir. Ef Seðlabankinn heldur áfram á sömu braut má búast við því að verðbólga haldi áfram að aukast og gengi krónunnar haldi áfram að lækka. Til þess að ná tökum á verðbólgunni þarf Seðlabankinn að hækka vexti verulega. Hæfileg vaxtahækkun til að byrja með væri 2-2,5 prósentu

Og eins og hann segir í þessari grein. Ef við ráðum ekki við verðbólgu í þeirri stöðu sem við erum með í dag vegna krónunar hvernig halda menn að þetta verði þegar að fjárfesting eykst og aukið flæði fjármagns hefst hingað.

Kópavogi 24. apríl 2012


mbl.is Byggingarkostnaðurinn 150 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband