Leita í fréttum mbl.is

Enn ein svört skýrsla. - Nú um Samhjálparheimilið við Miklubraut.

Þetta er náttúrulega ekki hægt. Menn eru auðsjáanlega að reka þessa þjónustu á vitlausum forsendum. Annaðhvort eru þessi félög að taka þetta að sér fyrir allt of litla upphæðir.  Það á náttúrulega ekki að taka að sér þjónustu við fólk án þess að vera viss um að maður geti veitt almennilega þjónustu

www.ruv.is

Svört skýrsla um ástand á Samhjálparheimili

 

Fulltrúar í velferðarráði Reykjavíkur fengu ekki að sjá skýrslu um ástand á stuðningsheimili Samhjálpar fyrir heimilislausa fyrr en fimm mánuðum eftir að niðurstöður lágu fyrir. Úttekt á heimilinu leiddi í ljós að íbúar telja sig fá útrunnin og skemmdan mat.

Samhjálp rekur stuðningsheimilið við Miklubraut 18 í Reykjavík en þar geta átta heimilislausir dvalið í senn. Þegar úttektin var gerð á starfseminni í sumar bjuggu þar sex manns. Allir nema einn sögðust fá útrunnin og skemmdan mat. Þó að úttektin hafi leitt í ljós að mörgu væri ábótavant liðu fimm mánuðir þar til fulltrúar í velferðarráði sem fara með málefni heimilisins gátu kynnt sér skýrslu með niðurstöðum úttektarinnar.

Minnihlutinn í velferðarráði samþykkti í gær bókun þar sem þessi seinagangur er harðlega gagnrýndur. Þorleifur Guðmundsson, fulltrúi vinstri grænna í velferðaráði, segist hafa spurst fyrir um niðurstöðurnar í tölvubréfi strax 10. nóvember. Hann telur að velferðarsvið hafi í marga mánuði vitað að heimilislausir fengju útrunninn mat án þess að gera nokkuð í málinu.

Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs borgarinnar, segir að starfsmenn sviðsins hafi ekki geta kynnt ráðinu skýrsluna þar sem hún hafi ekki verið tilbúin. Starfsmaður sem gerði úttektina hafi hætt og annar tekið við. Því hafi tafist að ljúka við sjálfa skýrsluna. Þá hafi fyrst þurft að kynna hana fyrir starfsfólki og skjólstæðingum stuðningsheimilisins en illa hafi gengið að ná í skjólstæðingana.

Jórunn segir mjög óheppilegt að skýrslan hafi dregist en þetta undirstriki hve eftirlitið sé mikilvægt. Læra megi af þessu og vill hún að velferðaráði verði framvegis kynntar bráðabirgðaniðurstöður til að hægt sé að bregðast strax við, reynist einhver mál í ólestri. Velferðarráð hafi óskað eftir frekari upplýsingum um matarkostnað Samhjálpar vegna stuðningsheimilisins við Miklubraut 18. Þá muni ráðið kalla eftir nánari úttekt á því sem miður hafi farið á heimilinu og fylgjast með að úrbætur nái fram á ganga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allveg með ólíkindum.Ef málið snýr að fólki sem er veikt og af einhverjum ástæðum getur illa hugsað um sig bregst ríki og borg algjörlega.Það skyldi þó ekki vera að nú verði stofnaðar nefndir til að fara yfir málið?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband