Leita í fréttum mbl.is

Ég er svona að velta fyrir mér varðandi ráðuneytin.

Nú erum við Íslendingar um 320 þúsund. Hvernig í ósköpunum stendur á að hér hafa verið allt upp í 12  ráðuneyti? Það gerir um 1 ráðherra á  hverja 25 þúsund Íslendinga. Þessi tala yrði t.d. um 12000 ráðherrar í Bandaríkjunum.

Svona t.d. afhverju þurfti sér ráðuneyti fyrir Landbúnað hér áður. Bændur eru um 4000. Og fyrir útgerð þar sem kannski um 10 þúsund manns vinna.   Finnst að það sé fyrir löngu kominn tími til að hagræða, sameina og samnýta starfsfólk þarna meira. Enda ætti það að auðvelda að samræma stjórn ríkisins.

En það sem þarf að bæta er að í framtíðinni þarf að auka samvinnu ráðherra og að þeir séu  ekki einráðir í sínum ráðuneytum og ríkisstjórnafundir séu sá staður sem tekur veigamestu ákvarðanir ríkisstjórnar. 

Kópavogi 2 maí 2012


mbl.is Vantar kjöt á beinagrindina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Sviss eru 7 ráðuneyti. Íbúafjöldinn er 6 milljónir og margir fullyrða að stjórnsýslan þar sé sú besta í heimi. Hér á skerinu eru þau 12, með allar þessar "stofnanir". Enginn veit hvað þær eru margar, né hvaða hlutverki þær allar gegna. Líklega snúast þær mjög í kringum sjálfa sig. "Eigendynamik". Legión af lögfæðingum eru þarna, konur og karlar. Allir svakalega "busy".   

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 22:25

2 identicon

Það eru ekki 1000 sinnum fleiri málaflokkar í 1000 sinnum fjölmennara landi. Samgöngumál eru enn samgöngumál, landbúnaður enn landbúnaður o.s.frv.

Annars er Sviss sambandsríki og mun fleiri málflokkar á forræði kantónanna en alríkisstjórnarinnar í Bern.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 22:30

3 identicon

Rétt athugað Hans Haraldsson. Og nær öll skattgreiðsla fer til sýslanna og sveitarfélaga (Kantone, Gemeinde).

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband