Leita í fréttum mbl.is

Held að þingmönnum væri holt að muna eftirfarandi!

  • Meirihluti þjóðarinnar vill nýja stjórnarskrá.
  • Orð þingmanna nú í málþófi eru skrá og verða til bæði sem texti, hljóð og videóupptökur það sem eftir er. Því væri holt fyrir fólk að vanda það sem það segir sem og að bullið í þessu málþófi verður alltaf til.
  • Eins þetta bull í þingmönnum um að atkvæðgreiðslan nú sem er ráðgefandi varðandi stjórnarskránna sé á einhvern hátt að binda vinnu Alþingis er náttúrulega út í hött. Það er verið að kalla eftir nokkrum meginþáttum sem fólk hefur deilt um. Eins og varðandi þjóðkirkju og fleira svo að þingið hafi eitthver viðmið frá þjóðinni við það að klára vinnuna næsta haust.

Framsókn verður bara að sætta sig við að Þjóðfundur vildi að vægi atkvæða okkar væru jöfn um allt land en ekki að ákveðnir landshlutar hefðu meira vægi. Framsókn verður bara að reyna að höfða betur til þéttbýlisbúa en ekki treysta á að misvægi atkvæða tryggi þeim fleiri þingmenn en þeir eiga skv. heildaratkvæðum.

Sjálfstæðismenn verða að sætta sig við að þjóðin vill að auðlindir eins og fiskur og fleira sé í þjóðareign. 

Og stjórnarliðar verða að hafa þolinmæði í að semja sig ekki frá þessu málþófi heldur leyfa þessu fólki að verða sér til skammar við að verja sérhagsmuni. 


mbl.is Talað í rúmar 35 klukkustundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þjóðin hefur ENGAN áhuga á nýrri umbyltri stjórnarskrá. Tæp 30% kjósenda kusu til stjórnlagaþings sem Hæstiréttur dæmdi ólöglegt.
Aðaltilgangur þessa skrípaleiks er að fella út fullveldisákvæðin  úr
stjórnarskrá svo Ísland geti gengið í ESB. En mikill meirihluti þjóðarinnar
er andvigur aðild að ESB og þjóðfundur ÁRÉTTAÐI SÉRSTAKLEGA að
fullveldið verði tryggt í stjórnarskrá. FLOTT hjá stjórnarandstöðu að
vinna gegn þessu. Og komi til þjóðaratkvæðis munum við þjóðfrelsissinnar
hvetja ALLA SANNA ÍSLENDINGA að mæta ekki einu sinni á kjörstað.
TOPPA lélega þátttöku frá því í stjórnlagaþingskosningunum! 
Og gera þannig kosninguna  MARKLAUSA með öllu!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.5.2012 kl. 16:46

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ekki viss um að þetta sé rétt hjá þér, Magnús.

Þú segir "meirihluti þjóðarinnar vill nýja stjórnarskrá".

Ég segi á móti að meirihluta þjóðarinnar gæti ekki verið meira sama um óbreytta stjórnarskrá - nema ef til vill III kaflanum, 31. greininni. Og þá bara ef til vill?

Örugglega finnast hinir og þessir sem vilja breyta einu og öðru í stjórnarskránni, en það er ekkert sem bendir til þess að "meirihluti þjóðarinnar" styðji allar þær breytingar.

Sjálf var ég ein af þeim 32% kjósendum sem mætti í kjörklefann til þess að kjósa til stjórnlagaþings en það var meira vegna þegnskyldu en af þörf.

Kolbrún Hilmars, 19.5.2012 kl. 17:05

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér finnst eitthvað svo dásamlega kaldhæðið við að áberandi harður Ísland-í-ESB stuðningsmaður sé að biðja þingmenn um að halda kjafti. Er það ekki þannig sem framkvæmdavaldið í Brussel hagar sér?

Geir Ágústsson, 19.5.2012 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband