Leita í fréttum mbl.is

Þessari ríkisstjórn verður allt til ama!

Eins og ég hef verið ánægður með vinnubrögð og staðfestu Steingríms J og varnarvinnu t.d. Björns Vals, Árna Þórs og Lilju Rafney þá er mér fyrirmunað að sjá tilgang margra annarra þingmanna VG.

Manni verður t.d. hugsað til þess að fyrir 3 árum þá voru þau öll með í því að samþykkja samstarf við Samfylkinguna um ákveðin mál. Þar með talið að sótt yrði um ESB og fenginn niðurstað þ.e. samningur sem síðan yrði borinn undir þjóðina. Síðan þá hefur látlaust verið hér barist af harðsnúnu liði gegn ESB aðildarviðræðum. Upp til hópa hefur ESB og hugsanleg staða okkar þar verið afvegaleidd með dylgjum og lygum af fólki sem veit bara ekkert um þessi mál. Heldur tekur upp vitleysuna eftir hvort öðru og dælir á netið. Og þessi þrýstingur allt í einu núna korter fyrir kosningar er farinn að skila þeim árangri að fólk eins og Guðríður og Ögmundur eru farin að huga að kosningum og að kaupa sér vinsældir hjá þeim sem harðastir eru gegn ESB. 

Maður hefði nú haldið að þau gerðu sér grein fyrir því að þetta verður hamrað í hausinn á þeim í kosningabaráttunni ef að hætt verður við ESB aðildarviðræður. Það verður rætt um að ekkert af því sem þau ætluðu sér í upphafi kjörtímabils hafi staðist. Og eins þá hljóta þau að verða í ömurlegri stöðu ef að þjóðin myndi samþykkja að klára aðildarviðræðurnar. En þau hlaupa til og frá og valda því að ríkisstjórnin er í ömurlegir stöðu og kemur ekki í gegn neinum erfiðum málum. 


mbl.is Kosið verði um ESB fyrir árslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Magnús Helgi; jafnan !

Bjálfinn úr Kötlum; Jóhannes heitinn skáldmæringur - svo og Brynjólfur Bjarnason og Einar Olgeirsson, urðu ekki síður sárir, fyrir höndur nokkurra glaseygðra Íslendinga, að land og fólk og fénaður, skyldu ekki mynstruð undir Sovét Böðulveldi Jósefs Stalíns, forðum.

Þannig að; grátkór ykkar, sem viljið ótrauð özla þræla slóð Fjórða ríkisins (ESB) Magnús minn, á sér afar sérstakt fordæmi, fyrri hluta 20. aldarinnar, hér á landi, ágæti drengur.

Kemur sér; að fjöldi fata- og vefnaðarvöru verzlana, býður ykkur upp á vasaklúta væna, af ýmsum gerðum, Kópavogsbúi tregafulli.

Með ágætum kveðjum; vestur yfir fjallgarð - sem oftar / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband