Leita í fréttum mbl.is

Ég hata verðtryggingu! En þoli ekki svona ábyrgðalaust hjal.

Ég vill benda t.d. á:

  • Miðað við öll heimili sem nú er í greiðsluvanda þá held ég að þeim myndi nú fjölga gríðarlega sem yrðu í greiðsluvanda nú sbr.

Fjármálaeftirlitið vekur athygli neytenda á næmi greiðslubyrði óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum fyrir vaxtahækkunum og hvetur þá til varkárni í skuldsetningu í nýrri samantekt á vef sínum.

Þar kemur fram að á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabankans verið á bilinu 4,25% til 18%. Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár, en hækkunarferli er skilgreint sem tvær eða fleiri hækkanir í röð.

FME tekur sem dæmi í samantekt sinni að mánaðargreiðsla 20 milljón króna láns til 25 ára myndi hækka um 25.503 kr. úr 128.860 kr. í 154.363 kr. við 2% vaxtahækkun. Ekki sé óraunhæft fyrir lántakendur að vera viðbúnir slíkri hækkun. Leiddi ferlið til 4% hækkunar áður en því lyki hefði það tvöföld hækkunaráhrif og greiðsla umrædds láns myndi hækka um 51.006 kr. svo dæmi sé tekið.

Áhrif á mánaðargreiðslu samsvarandi láns til 40 ára yrðu heldur meiri, en hún myndi hækka um rúmar 29.019 kr. úr 110.043 kr. í 139.062 kr. við sömu vaxtahækkun. 4% hækkunarferli myndi þá leiða til rúmlega 58.038 kr. hækkunar í mánaðarlegri greiðslubyrði, að því er segir í nýrri samantekt FME. Mbl.is

  • Síðan þegar að fólk talar um bæði afnám verðtrygginga og 20% leiðréttingu á sama tíma þá er fólk gjörsamlega að fara með það.
  • Og þessi hugmynd um að skatta bankanan fyrir þessum leiðréttingum held ég að gangi ekki upp þar sem að ríki (íbúðalánasjóður) og lífeyrissjóðir eru með um 60% af þessum lánum.  Á þá að skattleggja Íbúðalánasjóð fyrir þessu líka. Þegar ljóst er að Íbúðalánasjóður er á hausnum. Og verður gjaldþrota. Við eigum Landsbankan sem er stórskuldugur m.a. við Þrotabú gamla landsbankans.
  • Og svo varðandi upptöku Nýkrónu þá finnst mér ekki líklegt að hún leysi nokkurn vanda. Því ef að menn neita að fara með erlendar eignir út á þessum kjörum þá fjárfesta þeir bara hér og taka þetta út eftir öðrum leiðum.

mbl.is Krefjast afnáms verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Almenningur (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 09:48

2 identicon

Þetta er bara laukrétt hjá þér

Karpi (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 09:52

3 identicon

Verðtryggða lánið mitt er komið langt yfir verð íbúðar... 110% leið sem mér var boðin.. .náði víst bara yfir eitt neyslulán upp á milljón.. allt annað hélt sér.
Ef ég sel í dag, þá mun ég skulda um 10 millur.. næs

DoctorE (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband