Leita í fréttum mbl.is

Hvar voru sjómenn þegar:

Nú blæs flotinn í lúðra í Reykjavíkurhöfn.  Sjómenn ætla að flykkjast á Austurvöll til að mótmæla. Frystihúsum er lokað vegna hráefnisskorts en allir eru á launum. Blöð og miðlar fullir af auglýsingum frá LÍÚ. Já, það virðist ekkert skorta á samstöðuna. LÍÚ dælir peningum í báráttuna.

Mig langar hins vegar að spyrja þá sjómenn sem taka þátt í þessum aðgerðum hvar þeir voru þegar:

  1. Kvótinn var seldur frá Flateyri og tugir misstu vinnuna og byggðarlagið varð undir (mörg önnur dæmi Raufarhöfn, Bolungarvík, Þingeyri, Reyðarfjörður, Grímsey o.fl. o.fl.)?
  2. Þegar Hilmir II (aflahæsta loðnuskipið þá) var seldur og sjómenn og landverkafólk missti vinnuna?
  3. Þegar Guggan hætti að vera gul og fluttist til Akureyrar auk kvóta?
  4. Þegar litla kvótakerfinu var komið á?
  5. Þegar EG veiðiheimildirnar fóru allar til Grindavíkur (mörg önnur dæmi)?
  6. Þegar Bakkavík lokaði og Byggðastofnun sat eftir með hundruð milljóna tap en eigendurnir höfðu greitt sér ríkulegan arð (mýgrútur slíkra dæma)?
  7. Þegar aflanum var landað beint í vinnslu ekki í gegnum markað og hlutur sjómanna 40% lægri fyrir vikið (gerist á hverjum degi)?
  8. Þegar kvótaeigandi hótaði sjómönnum og fiskvinnslufólki hörðu ef Sjálfstæðisflokkurinn missti sinn 3. mann í kjördæminu (ekkert einsdæmi og þrátt fyrir að 3. maðurinn hafi haldið sæti sínu seldi kvótaeigandinn allt nokkrum dögum eftir kosningar)?
  9. Þegar þingmaður LÍÚ flokks líkti sjávarauðlindinni við gosdrykki?
  10. Þegar Grafarvogsbúi leigði sjómanni þorskkíló á 200 kr. (gerist á hverjum degi) – Grafarvogsbúinn þarf aldrei að   fara á sjó en græðir manna mest?
  11. Þegar kvóti var seldur og milljarðar á milljarða ofan hurfu úr greininni (gerist í hverjum mánuði)?
  12. Þegar 13.000 tonnum var landað í Bolungarvík en sveitarfélagið átti ekki krónu með gati til að leggja gangstéttir eða laga ónýtar götur (mörg sjávarpláss í sömu stöðu – skoðið bara ársreikninga sjávarbyggðanna)?

Það eru endalaus svona dæmi til umhugsunar. Hvers vegna í ósköpunum standa sjómenn upp núna til að verja þetta kerfi? Ég myndi skilja ef þeir væru að mótmæla þeim skammarlega litlu breytingum sem er verið að gera á fiskveiðistjórnunarkerfinu. En því miður – þetta snýst um veiðigjald og ekkert annað. Tilgangurinn er að tefja málið þangað til vinir LÍÚ komast aftur til valda. En þeir eru ekki vinir sjómanna eða byggðar í landinu. Þetta er báráttan sem sjómenn hafa látið draga sig út í. Uss hvað þetta er aumt! Grímur Atlason


mbl.is Lögreglan með viðbúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband