Leita í fréttum mbl.is

Er það kannsi þessvegna sem Ragnheiður Elín er svona heit í þessu máli?

Var svona að leika mér að skoða google og ef mér hafa ekki oðrið á mistök
þá á eða vinnur maður Ragnheiðar Elíinar hjá fyrirtæki sem heitir Iceland
Seaproducts og flytur út fisk og vann áður sem yfirmaður
saltfisksölu SÍF.  . Það er einmitt svona sem ég held að þingmenn séu að
móta skoðanir sínar þ.e. út frá þröngum hagsmunum
mbl.is Þjóðarhagsmunum ekki fórnað fyrir þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eru ekki allir Sjallar heitir þegar kemur að mögulegum skerðingum á forréttindum ákveðinna samtaka?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2012 kl. 20:36

2 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Hún er auðvitað vanhæf til að fjalla um málið og ætti ekki að koma nálægt því ef hún hefði einhverja sómatilfinningu, en þar vantar mikið á, hjá henni og flestum öðrum þingmönnum stjórnarandstöðu.

Sveinn R. Pálsson, 10.6.2012 kl. 09:34

3 identicon

Að sjálfsögðu eru allir sem hafa persónulega, yfirgripsmikla og nána þekkingu á málinu vanhæfir. Þeir sem starfa í greininni eða byggja sína afkomu á velgengni hennar ættu ekki að koma nálægt umræðum um greinina.

Þegar fjallað er um sjávarútveg þá ættu allar ákvarðanir til dæmis að vera teknar af garðyrkjubændum á Flúðum og landbúnaðarmálefni gætu verið á höndum Lögreglukórsins ef ekki finnast þingmenn sem eru lausir við bæði áhuga og þekkingu.

sigkja (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 16:12

4 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Það að maki Ragnheiðar sé hagsmunaaðili, þýðir ekki að hún hafi þekkingu á málinu.

Sveinn R. Pálsson, 10.6.2012 kl. 17:17

5 identicon

Er hún þá vanhæf vegna þess að hún tengist einhverjum sem hefur persónulega, yfirgripsmikla og nána þekkingu á málinu, starfar í greininni og byggir sína afkomu á velgengni hennar?

sigkja (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 17:28

6 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Hér er ekki verið að tala um einhvern, heldur eigimann hennar, líklega eru þau með sameiginlegan fjárhag. Sumum gengur illa að fatta þetta.

Sveinn R. Pálsson, 10.6.2012 kl. 18:34

7 identicon

Sumum gengur illa að fatta að vanhæfi byggir ekki á því að útiloka alla sem hafa hagsmuna að gæta. Enda höfum við öll hagsmuna að gæta og værum öll vanhæf ef þínar reglur giltu Sveinn. Sennilega hafa allir okkar fjármálaráðherrar skuldað bönkum. Höfum haft útgerðarmenn sem sjávarútvegsráðherra og fjölda Landbúnaðarráðherra með mjög miklar tengingar við landbúnað. Flestir þingmenn hafa síðan mis sterkar tengingar við öll mál sem flutt eru á alþingi. Og þú heldur að maki sem selur fisk geri þingmann vanhæfan til að tala um sjávarútveg.

Vissulega er maki Ragnheiðar hagsmunaaðili. Ef þetta skaðar sjávarútveg og sölu fiskafurða þá hefur þetta vissulega áhrif á afkomu hans. En ef þetta skaðar sjávarútveg og sölu fiskafurða þá hefur þetta vissulega áhrif á afkomu okkar allra og gerir alla að hagsmunaaðilum.

En mér þykir nokkuð augljóst að pólitískt ofstæki, heimska, fordómar og fáfræði ættu að gera vissar persónur vanhæfar til að fjalla um þetta.

sigkja (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband