Leita í fréttum mbl.is

Nokkrar spruningar sem þjóðin þarf að svara í forsetakosningunum

  • Fyrir það fyrsta er hvort að hegður og gjörðir Ólafs Ragnars hafi stuðlað að því að sameina þjóðina?
  • Númer tvö er hvað hefur Ólafur t.d. gert til þess að endurvekja traust á t.d. Alþingi og ríkisstjórn?
  • Hefur hann t.d. kallað forystumenn saman og leitað að lausnum á deilumálum sem hafa skekið Alþingi?
  • Hefur hann unnið að því að fá umræður um það sem máli skiptir í þjóðfélaginu í dag?
  • Svona fyrir utan að neita fjölmiðlafrumvarpinu og 2 Icesave samningum undirskriftum eftir mikin þrýsting hvað hefur hann gert sem við sjáum merki nú?
  • Hefur hann verið duglegur að blása fólki von í brjósti nú síðustu misseri eða alið á bölsýni og hræðslu?
  • Af hverju vill Forseti ekki setja sér siðareglur? Sbr hér fyrir neðan.

Nokkrir kaflar úr rannsóknarskýslunni um hrunið sem hann hefur að mínu mati ekki gert upp almennilega:

Núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt sömu stefnu en honum fannst sá háttur sem hafður var á í tíð Vigdísar ekki nógu markviss.730 Ólafur sá tækifæri fyrir forsetaembættið í að beita sér í þágu aukinna viðskipta. Hann hefur átt frumkvæði að því að opna íslenskum fyrirtækjum leið til ýmissa landa, t.d. Indlands og Katar. Forsetinn hefur iðulega tekið með sér mjög stórar viðskiptanefndir, allt að eitt hundrað manns. Eftir aldamótin 2000 tók hann iðulega þátt í fundum eða hélt fyrirlestra þar sem hann þróaði smátt og smátt kenningu sína um hlutverk og tækifæri smáríkja og sérstöðu íslenskra fyrirtækja byggða á séríslenskum eiginleikum ættuðum frá víkingum. Hann þáði margsinnis boð útrásarfyrirtækja um að vera við opnun nýrra útibúa eða höfuðstöðva erlendis, flutti erindi á viðskiptaþingum sem skipulögð voru af bönkunum og skrifaði fjölda bréfa í þágu fyrirtækja og einstaklinga til erlendra
viðskiptamanna eða forystumanna þjóða. Þótt forsetinn greiði almennt fyrir íslensku viðskiptalífi, samrýmist það illa hlutverki þjóðhöfðingja að hann gangi beinlínis erinda tiltekinna fyrirtækja eða einstakra fjárfesta.

Og á öðrum stað í sömu skýrslu:

Í kjölfar hruns íslensks efnahagslífs hljóta að vakna margar spurningar um hlut forsetaembættisins í útrásarsögunni, ekki síst í ljósi endaloka sumra þeirra fyrirtækja sem fremst voru í flokki og þess sem fram hefur komið um starfsemi þeirra. Var embætti forseta Íslands misnotað í þágu útrásarinnar til að gera einstaka forkólfa og fyrirtæki trúverðug gagnvart erlendum fjárfestum?
Var það hlutverk sem forsetinn tók að sér eðlilegt þar sem átti í hlut þjóðhöfðingi sem á að vera sameiningartákn þjóðarinnar? Hver var þáttur forsetans við að halda á lofti gagnrýnislausri lofgjörð um yfirburði íslenskra athafnamanna eða „athafnaskálda“, eins og hann kallaði þá margsinnis í ræðum
og fyrirlestrum heima sem erlendis? Hverjum var forsetinn og embætti hans að þjóna og hvert á hlutverk forseta Íslands að vera?

Og t.d. þetta í viðbót:

Víkur þá sögunni að fyrirlestri þeim sem forsetinn flutti hjá Sagnfræðingafélaginu í janúar 2006 en þá var að hefjast fyrirlestraröð undir yfirskriftinni:
Hvað er útrás?…Þessi fyrirlestur féll ekki í góðan jarðveg. Fjöldi sagnfræðinga gagnrýndi forsetann harðlega fyrir alhæfingar, þjóðernishroka og úreltar gamaldags túlkanir á sögunni sem ekki byggðust á nútímarannsóknum hvað þá nútímakenningum í sagnfræði.

Og svo má bæta við þessum kafla

Enn skrifaði forsetinn í þágu Sigurðar Einarssonar, sem hann vísaði til sem vinar síns í síðastnefndu bréfi, nú til manns sem síðar kom við sögu Kaupþings. 22. maí 2008 skrifaði forsetinn til emírsins Hamads Bin Khalifa Al Thani í Katar og sagði: „As I emphasized in our discussion on Tuesday, there are now three main pillars in the evolution of our growing cooperation:
1. Banking and finance where the negotiations with Kaupthing Bank have a priority role.“ Forseti Íslands átti samkvæmt bréfinu fund eða samtal við Al Thani sem keypti hlutabréf í Kaupþingi með peningum frá Kaupþingi en það er önnur saga.

Og skýrsluhöfundar álykta í lokaorðum:

Þegar horft er til baka yfir þá atburði sem leiddu til hruns í íslensku efnahagslífi vekur þáttur forseta Íslands sérstaka athygli. Þótt stjórnkerfið í heild beri með margvíslegum hætti ábyrgð á því sem gerðist verður ekki hjá því komist að skoða embætti forseta Íslands sérstaklega, svo hart gekk forsetinn fram í þjónustu sinni við útrásina og þá einstaklinga sem þar voru fremstir í flokki.
Forsetinn kom ekki að stjórnvaldsákvörðunum en hann ber ásamt fleirum siðferðilega ábyrgð á því leikriti sem leikið var í kringum foringja útrásarinnar og fyrirtæki þeirra. Þau reyndust ekki vera í neinu frekar en keisarinn í sögu H.C. Andersen.


mbl.is Ætlar sér að brúa bilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

1: Já. Til dæmis með því að leifa þjóðinni, að hennar beiðni,  að segja sitt álit á  Icesave samningununum.

2: Það getur enginn nema Alþingi og ríksisstjórn sjálf aukið traust sitt.  Það er útilokað fyrir mig t.d. að auka álit og traust almennings á þér. Það verður þú að gera sjálfur. Það gertur enginn annar gert fyrir þig. 

3: Nei enda ekki hans hlutverk nema þeir leiti eftir því. Forseti á ekki að skipta sér af störfum alþingis, nema eftir því sé leitað eða í óefni komið.

4: Já, t.d. um fiskveiðifrumvörpin, stjórnlagamálið og fl.

5: Hann hefur með góðra manna aðstoð snúið almennigsáliti í Evrópu okkur í vil. Jafnt á meðal ráðamanna og almúgans. Það gerði hann með endalausum  viðtölum við erlenda fjölmiðla, ráðamenn og áhrifaaðila sem hann hafði aðgang að því undarlegt nokk þá virðist hann vel kynntur víða erlendis.

6: Já öðrum mönnum fremur með því t.d. að gefa fólki von um um betri tíð. Hann blés til sóknar þegar þjóðin hafnaði Icesave öfugt við Jóhönnu og Stiengrím sem horfðu í gaupir sér og fannst allir vera vondir við sig. Þá reis Ólafur upp og fór út um allan heim og kynnti okkar málsstað með undraverðum árangri. Hann hefur gefið fólki von þó við búum við afleita stjórn samnaber sóun Steingríms á almanna fjármunum þegar við máttum síst við því. 

7: Forseti hefur siðareglur sem eru bundnar í stjórnarskrá. Þú gertur aldrei samið þannig reglur að þær taki á öllum athöfnum embættismanna. Sá sem gegnir svoan embætti þarf að hafa ákveðið siðferði sjálfur eins og Hjördís benti á. Siðferðisreglur stjórmálamanna ganga allar útá að láta ekki múta sér. Sá partur er í stjórnarskrá varðandi forsetann. Öðrum glufum verður seint lokað að fullu með einhverjum skrifuðum reglum. Það hefði t.d. sennilega eingum dottið í hug að það þyrfti að setja það í siðareglur að fólk meigi ekki misnota sér opinbera fjölmiðla sem það vinnur hjá í kosningabaráttu. Á þessu flaskaði Þóra í upphafi kosningabaráttunnar. Hún Byrjaði á að sýna ótrúlegan siðferðisbrest en talar svo manna hæst um að það þurfi að setja forsetaembættinu siðareglur.  Það er kanski ekki furða miða við hennar framgöngu og manns hennar.

Landfari, 10.6.2012 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband