Leita í fréttum mbl.is

Fíaskó í Heiðmörk

Mér finnst alveg ótrúlegt hvað lítið er rætt um þetta mál. Ef að Álafosskvosin er náttúruperla er þetta gimsteinn sem verið er að skemma.

Hélt að fólki þætti vænt um Heiðmörk. Og eins að það er Kópavogsbær sem stendur að þessum heidmorkskemmdum. Og til að kóróna þetta er þetta fyrirtæki sem bæjarstjóri Kópavogs á eða átti stóran hlut í þ.e. Klæðning ehf. Og allt þetta gert vegna þess að Kópavogur þarf að koma sér upp vatnsveitu til að skaffa Garðabæ niðugreitt vatn. Þannig að Kópavogsbúar þurfa að greiða mun hærra fyrir vatnið frá sinni eigin vatnsveitu heldur en Garðabær fyrir vatn frá okkur.

En ég hvet fólk til að lesa þessa frétt af www.ruv.is

Heiðmörk: Grafið of mikið á vitlausum stað

Kópavogsbær og verktakar á hans vegum fóru ekki eftir teikningum þegar þeir hófu framkvæmdir við stofnlögn vatnsveitu í Heiðmörk í leyfisleysi fyrir helgi. Skurðir sem áttu að vera 10 metrar á breidd reyndust 20 metra breiðir og á röngum stöðum. Þetta kemur fram í umsögn Orkuveitu Reykjavíkur vegna framkvæmdanna. Einnig voru gerðar athugasemdir um lausan hund á brunnsvæði vatnstöku Orkuveitunnar. Hann var í umsjá eins verktakanna.

Orkuveita Reykjavíkur sendi umsögn vegna framkvæmdanna til skipulagsfulltrúa Reykjavíkur í dag. Hún er í níu liðum. Þar er bent á að allstórt gróið svæði hafi verið tekið undir efnishauga en þar höfðu ung börn á vegum UNICEF gróðursett litlar plöntur síðastliðið vor í þeim tilgangi að safna fé handa fátækum börnum í Afríku.

Verktakarnir grófu einnig í sundur Þjóðhátíðarlundinn og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur lýsti svæðinu sem sundurskornu þegar hann kannaði aðstæður á föstudag, skömmu áður en framkvæmdir þar voru stöðvaðar af borgaryfirvöldum.

Þá gerir Orkuveitan athugasemdir við umgengni verktakanna á svæðinu hafi verið slæm og landi raskað meira en þörf hafi verið á. Flutningabílum hafi verið ekið utan aðkeyrsluvegar að vatnsbólum og slóðar lagðir gegnum kjarrsvæði fjarri lagnastæði.


mbl.is Kröfu vísað frá um stöðvun framkvæmda við tengiveg í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilega mikið gert til þess að þagga þetta mál niður í borgarkerfi Reykjavíkur og bæjarkerfi Kópavogs.

Í dag frétti ég, eftir áreiðanlegum heimildum innan úr Orkuveitu Reykjavíkur, að útsendarar bæjarstjórans í Kópavogi hefði auk alls þess sem rakið er í fréttum RÚV hellt niður (í þetta friðland og vatnsverndarsvæði) miklu magni af vélarolíu, merkt fyrirhugaðar brautir með eitruðum lit (sem bannað er með öllu að nota á vatnsverndarsvæðum) og velt um koll einum vörubílnum með þeim afleiðingum að rafgeymasýrur og önnur eiturefni fóru niður í jarðveg.

Mér finnst að svipta eigi Klæðningu ehf. starfsleyfi og sækja stjórnendur þess til saka fyrir stórfelld og alvarleg umhverfisspjöll.

Gapripill (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 23:53

2 identicon

Gapripill (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 04:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband