Leita í fréttum mbl.is

Samgönguráðherra skýjaglópur?

Þó ég sé ekki alltaf sammála Steingrími J þá verð ég að taka undir þetta. Þessi samgönguáætlun sem nú er lögð fram gerir ráð fyrir um 380 milljörðum í samgöngumál næstu 11 ár. En ef við miðum við hvernig fresta hefur þurft framkvæmdum nú síðustu ár við vegaframkvæmdir, tónlistahús, hátæknisjúkrahús og svo mætti lengi telja þá hef ég litla trú á að þessi áætlun sé annað en fínt plagg til að veifa í kosningabaráttunni en verði rifið að henni lokinni.

Frétt af mbl.is

  Skrifað í skýin hvernig á að fjármagna mörg loforð
Innlent | Morgunblaðið | 16.2.2007 | 5:30
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, gagnrýndi að stjórnarandstaðan hefði ekki fengið aðild að undirbúningi vegaáætlunar og langtímaáætlunar, eins og gert hafi verið síðast 1991.


mbl.is Skrifað í skýin hvernig á að fjármagna mörg loforð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Magnús Helgi !

HÆGAN, hægan, hægan, Magnús Helgi ! Fái Sturla frændi minn, þann meðbyr, sem hann á skilið meðal þjóðarinnar, þá get ég fullyrt, að engum ráðherra öðrum er trúandi til slíkra afreka; sem honum, hvorki í nútíð né framtíð. Það vill svo til, Magnús; að ég hefi oftsinnis, í ræðu og riti, bent á þá heimsku annmarka, hverjir hvíla á okkar þjóð, þ.e. ofvaxið utanríkisráðuneyti - mont þjóðhöfðingja embættið, að Bessastöðum, ásamt alls lags furðum; öðrum. Auðvitað hefði áætlunin átt að vera, upp á rífa 600 milljarða, í stað þessarra 381,4 !

Sturla er jú upprunninn undan Jökli ! Segir allt, sem þarf; Magnús 

Með allra beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband